Hámörkuð nýting á markaðsfé Eva Magnúsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar