Dagdraumar um sæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun