Kosningaloforðin við aldraða fallin í gjalddaga! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra á krepputímanum (kjaragliðnunar). Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 var þetta samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Þessi kosningaloforð eru alveg skýr. Því var lofað skýrt og ákveðið, að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt. Þessi loforð voru endurtekin í kosningabaráttunni. Hvernig stendur þá á því, að í dag, rúmum tveimur árum frá því þessi kosningaloforð voru gefin, er ekki farið að efna þau? Engu er líkara en, að ríkisstjórnin ætli að svíkja þessi kosningaloforð stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þessi loforð. Ekkert bendir því til þess, að ríkisstjórnin ætli að efna loforðin.Komu loforðin stjórninni til valda? Ef til vill hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja átt stóran þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda. Það er a.m.k öruggt, að þessi stóru loforð færðu stjórnarflokkunum mjög mörg atkvæði. Ríkisstjórnin á því aðeins tvo kosti í dag: Að efna kosningaloforðin eða fara frá völdum. Væntanlega velur ríkisstjórnin fyrri kostinn og efnir kosningaloforðin. En það verður að gerast strax. Það þarf að koma fram frumvarp strax um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans. Komi ríkisstjórnin ekki með slíkt frumvarp er hún umboðslaus og á að fara frá. Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að svara því, að það sé verið að endurskoða lög um almannatryggingar og þegar endurskoðun ljúki komi leiðréttingar. Það er allt annar hlutur. Þar er um að ræða kerfisbreytingu til framtíðar. En kjaragliðnunin er kjaraskerðing á liðnum tíma, sem þarf að byrja á að leiðrétta og þolir ekki bið. Það þýðir heldur ekkert fyrir ríkisstjórnina að skjóta sér á bak við þetta lítilræði, sem samþykkt var fyrir aldraða og öryrkja á sumarþinginu 2013. Eftir stendur, að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Þá leiðréttingu verður að framkvæma strax með því að hækka lífeyri um 20%. Síðan þarf að koma til viðbótar hækkun á lífeyri til samræmis við hækkun á launum verkafólks upp í 300 þúsund á mánuði.Er ríkisstjórnin andvíg eldri borgurum? Ef ríkisstjórnin ætlar bæði að leggjast gegn því að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa og svíkja loforðið um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, er hún greinilega andvíg eldri borgurum og öryrkjum. Fjármálaráðherrann hefur lýst andstöðu sinni við kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Hugur hans til lífeyrisþega er ljós. Hver er afstaða annarra ráðherra? Það hefur engin ríkisstjórn lofað eldri borgurum og öryrkjum eins miklum kjarabótum og sú ríkisstjórn, sem nú situr. En ef þessi kosningaloforð verða svikin, eru það einnig stærstu svik ríkisstjórnar við lífeyrisþega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra á krepputímanum (kjaragliðnunar). Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 var þetta samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Þessi kosningaloforð eru alveg skýr. Því var lofað skýrt og ákveðið, að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt. Þessi loforð voru endurtekin í kosningabaráttunni. Hvernig stendur þá á því, að í dag, rúmum tveimur árum frá því þessi kosningaloforð voru gefin, er ekki farið að efna þau? Engu er líkara en, að ríkisstjórnin ætli að svíkja þessi kosningaloforð stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þessi loforð. Ekkert bendir því til þess, að ríkisstjórnin ætli að efna loforðin.Komu loforðin stjórninni til valda? Ef til vill hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja átt stóran þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda. Það er a.m.k öruggt, að þessi stóru loforð færðu stjórnarflokkunum mjög mörg atkvæði. Ríkisstjórnin á því aðeins tvo kosti í dag: Að efna kosningaloforðin eða fara frá völdum. Væntanlega velur ríkisstjórnin fyrri kostinn og efnir kosningaloforðin. En það verður að gerast strax. Það þarf að koma fram frumvarp strax um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans. Komi ríkisstjórnin ekki með slíkt frumvarp er hún umboðslaus og á að fara frá. Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að svara því, að það sé verið að endurskoða lög um almannatryggingar og þegar endurskoðun ljúki komi leiðréttingar. Það er allt annar hlutur. Þar er um að ræða kerfisbreytingu til framtíðar. En kjaragliðnunin er kjaraskerðing á liðnum tíma, sem þarf að byrja á að leiðrétta og þolir ekki bið. Það þýðir heldur ekkert fyrir ríkisstjórnina að skjóta sér á bak við þetta lítilræði, sem samþykkt var fyrir aldraða og öryrkja á sumarþinginu 2013. Eftir stendur, að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Þá leiðréttingu verður að framkvæma strax með því að hækka lífeyri um 20%. Síðan þarf að koma til viðbótar hækkun á lífeyri til samræmis við hækkun á launum verkafólks upp í 300 þúsund á mánuði.Er ríkisstjórnin andvíg eldri borgurum? Ef ríkisstjórnin ætlar bæði að leggjast gegn því að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa og svíkja loforðið um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, er hún greinilega andvíg eldri borgurum og öryrkjum. Fjármálaráðherrann hefur lýst andstöðu sinni við kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Hugur hans til lífeyrisþega er ljós. Hver er afstaða annarra ráðherra? Það hefur engin ríkisstjórn lofað eldri borgurum og öryrkjum eins miklum kjarabótum og sú ríkisstjórn, sem nú situr. En ef þessi kosningaloforð verða svikin, eru það einnig stærstu svik ríkisstjórnar við lífeyrisþega.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun