Vér mótmælum öll, eða hvað? Lýður Árnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Fleinn þessarar þjóðar kom berlega í ljós á Austurvelli þjóðhátíðardaginn. Hávær mótmæli yfirkeyrðu ræðu forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, mótmælandi Íslands, stóð í millum. Eflaust hefur hann hugsað: Hvort er nú meiri óvirðing við lýðveldið, hávaðinn fyrir aftan mig eða ræðan fyrir framan mig? Að yfirgnæfa hátíðahöld er vissulega óvirðing. En í því felst líka ákveðin yfirlýsing, fratyfirlýsing. Jón Sigurðsson valdi þjóðfundinn sem vettvang enda vöktu mótmæli hans athygli og voru skerpandi. Af sömu ástæðu völdu mótmælendur núsins einmitt þennan dag og þessa stund. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja Íslendinga í eigin landi. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja meirihlutans í eigin landi. Vísast er stjórnarskrármálið þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar lagði blessun sína yfir nýjan þjóðarsáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þjóðarvilji hefur verið algerlega vanvirtur og málið nú í allt öðrum farvegi en til stóð. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu Dana, ekki Íslendinga. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu þrönghagsmuna, ekki heildarhagsmuna. Þetta sést best á því að á sama tíma og stjórnvöld setja lög á verkföll afsala þau sér tugmilljarða tekjum og forgangsraða arði fiskimiðanna til stórútgerðarinnar. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi stjórnvöld standa framförum fyrir þrifum og vildi nýja hugsun fyrir Ísland. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi stjórnmálamenn á Íslandi fasta í úreltri hugmyndafræði hægrisins og vinstrisins og vilja sjá róttækar stjórnkerfisbreytingar sem færa landið inn í nútímann með virkari þátttöku þegnanna. Ræða forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn var lofgjörð til kyrrstöðunnar. Fagurgali um það að við séum á réttri leið. Klukkustundu síðar gellur farsíminn og einhverjum hrósað fyrir frábæra ræðu og spurður í leiðinni hvort menn ætli ekki að standa í lappirnar með makrílfrumvarpið. Erum við að nenna þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Fleinn þessarar þjóðar kom berlega í ljós á Austurvelli þjóðhátíðardaginn. Hávær mótmæli yfirkeyrðu ræðu forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, mótmælandi Íslands, stóð í millum. Eflaust hefur hann hugsað: Hvort er nú meiri óvirðing við lýðveldið, hávaðinn fyrir aftan mig eða ræðan fyrir framan mig? Að yfirgnæfa hátíðahöld er vissulega óvirðing. En í því felst líka ákveðin yfirlýsing, fratyfirlýsing. Jón Sigurðsson valdi þjóðfundinn sem vettvang enda vöktu mótmæli hans athygli og voru skerpandi. Af sömu ástæðu völdu mótmælendur núsins einmitt þennan dag og þessa stund. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja Íslendinga í eigin landi. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja meirihlutans í eigin landi. Vísast er stjórnarskrármálið þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar lagði blessun sína yfir nýjan þjóðarsáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þjóðarvilji hefur verið algerlega vanvirtur og málið nú í allt öðrum farvegi en til stóð. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu Dana, ekki Íslendinga. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu þrönghagsmuna, ekki heildarhagsmuna. Þetta sést best á því að á sama tíma og stjórnvöld setja lög á verkföll afsala þau sér tugmilljarða tekjum og forgangsraða arði fiskimiðanna til stórútgerðarinnar. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi stjórnvöld standa framförum fyrir þrifum og vildi nýja hugsun fyrir Ísland. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi stjórnmálamenn á Íslandi fasta í úreltri hugmyndafræði hægrisins og vinstrisins og vilja sjá róttækar stjórnkerfisbreytingar sem færa landið inn í nútímann með virkari þátttöku þegnanna. Ræða forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn var lofgjörð til kyrrstöðunnar. Fagurgali um það að við séum á réttri leið. Klukkustundu síðar gellur farsíminn og einhverjum hrósað fyrir frábæra ræðu og spurður í leiðinni hvort menn ætli ekki að standa í lappirnar með makrílfrumvarpið. Erum við að nenna þessu?
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun