Vér mótmælum öll, eða hvað? Lýður Árnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Fleinn þessarar þjóðar kom berlega í ljós á Austurvelli þjóðhátíðardaginn. Hávær mótmæli yfirkeyrðu ræðu forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, mótmælandi Íslands, stóð í millum. Eflaust hefur hann hugsað: Hvort er nú meiri óvirðing við lýðveldið, hávaðinn fyrir aftan mig eða ræðan fyrir framan mig? Að yfirgnæfa hátíðahöld er vissulega óvirðing. En í því felst líka ákveðin yfirlýsing, fratyfirlýsing. Jón Sigurðsson valdi þjóðfundinn sem vettvang enda vöktu mótmæli hans athygli og voru skerpandi. Af sömu ástæðu völdu mótmælendur núsins einmitt þennan dag og þessa stund. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja Íslendinga í eigin landi. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja meirihlutans í eigin landi. Vísast er stjórnarskrármálið þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar lagði blessun sína yfir nýjan þjóðarsáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þjóðarvilji hefur verið algerlega vanvirtur og málið nú í allt öðrum farvegi en til stóð. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu Dana, ekki Íslendinga. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu þrönghagsmuna, ekki heildarhagsmuna. Þetta sést best á því að á sama tíma og stjórnvöld setja lög á verkföll afsala þau sér tugmilljarða tekjum og forgangsraða arði fiskimiðanna til stórútgerðarinnar. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi stjórnvöld standa framförum fyrir þrifum og vildi nýja hugsun fyrir Ísland. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi stjórnmálamenn á Íslandi fasta í úreltri hugmyndafræði hægrisins og vinstrisins og vilja sjá róttækar stjórnkerfisbreytingar sem færa landið inn í nútímann með virkari þátttöku þegnanna. Ræða forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn var lofgjörð til kyrrstöðunnar. Fagurgali um það að við séum á réttri leið. Klukkustundu síðar gellur farsíminn og einhverjum hrósað fyrir frábæra ræðu og spurður í leiðinni hvort menn ætli ekki að standa í lappirnar með makrílfrumvarpið. Erum við að nenna þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fleinn þessarar þjóðar kom berlega í ljós á Austurvelli þjóðhátíðardaginn. Hávær mótmæli yfirkeyrðu ræðu forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, mótmælandi Íslands, stóð í millum. Eflaust hefur hann hugsað: Hvort er nú meiri óvirðing við lýðveldið, hávaðinn fyrir aftan mig eða ræðan fyrir framan mig? Að yfirgnæfa hátíðahöld er vissulega óvirðing. En í því felst líka ákveðin yfirlýsing, fratyfirlýsing. Jón Sigurðsson valdi þjóðfundinn sem vettvang enda vöktu mótmæli hans athygli og voru skerpandi. Af sömu ástæðu völdu mótmælendur núsins einmitt þennan dag og þessa stund. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja Íslendinga í eigin landi. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja meirihlutans í eigin landi. Vísast er stjórnarskrármálið þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar lagði blessun sína yfir nýjan þjóðarsáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þjóðarvilji hefur verið algerlega vanvirtur og málið nú í allt öðrum farvegi en til stóð. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu Dana, ekki Íslendinga. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu þrönghagsmuna, ekki heildarhagsmuna. Þetta sést best á því að á sama tíma og stjórnvöld setja lög á verkföll afsala þau sér tugmilljarða tekjum og forgangsraða arði fiskimiðanna til stórútgerðarinnar. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi stjórnvöld standa framförum fyrir þrifum og vildi nýja hugsun fyrir Ísland. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi stjórnmálamenn á Íslandi fasta í úreltri hugmyndafræði hægrisins og vinstrisins og vilja sjá róttækar stjórnkerfisbreytingar sem færa landið inn í nútímann með virkari þátttöku þegnanna. Ræða forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn var lofgjörð til kyrrstöðunnar. Fagurgali um það að við séum á réttri leið. Klukkustundu síðar gellur farsíminn og einhverjum hrósað fyrir frábæra ræðu og spurður í leiðinni hvort menn ætli ekki að standa í lappirnar með makrílfrumvarpið. Erum við að nenna þessu?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar