Vísindin að baki Silicor Alain Turenne og Clemens Hofbauer og Matthias Hauer skrifa 16. júní 2015 07:00 Í umræðu um fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga hafa komið fram spurningar er varða Silicor-ferlið, framleiðsluferlið sem verksmiðjan mun byggja á. Þær hafa meðal annars snúið að því hvort reynsla og prófanir á ferlinu séu fullnægjandi til að byggja á jafn stóra verksmiðju og áætlað er.Rótgróin vísindi Silicor-ferlið byggir á vísindaþekkingu sem á rætur sínar að rekja til ársins 1833 þegar Hugh Lee Pattinson fann upp aðferð til þess að vinna silfur úr blýi. Fyrstu hugmyndir um að nota „Pattinson-ferlið“ til að hreinsa kísil úr áli, með aðferð sem líkist Silicor-ferlinu, komu fram á sjötta áratug síðustu aldar og síðan aftur á áttunda og níunda áratugnum. Út frá vísindalegu sjónarmiði hafa þær hreinsunaraðferðir sem notaðar eru í Silicor-ferlinu verið þekktar lengi og eru sannreyndar á sviði málmvinnslu.250 mannár í rannsóknir og þróun Silicor varð til við samruna tveggja fyrirtækja, fyrirtækis sem sérhæfði sig í hreinsunartækni og fyrirtækis sem sérhæfði sig í framleiðslu sólarhlaða. Þessi sameining ásamt um 250 mannárum í rannsóknum og þróun auk 33 milljarða kr. fjárfestingar gerði Silicor kleift að bæta margreyndar aðferðir til þess að hanna ferli til að hreinsa kísil til notkunar í sólarhlöðum. Öflugt 25 manna teymi hefur starfað á vegum Silicor í sjö ár við þróun ferlisins. Í fyrstu verksmiðju Silicor, sem reist var í Kanada árið 2006, störfuðu 150 manns og þar hafa verið framleidd meira en 700 tonn af sólarkísli. Framleiðsla verksmiðjunnar hefur verið seld á almennum markaði til stórra, rótgróinna og viðurkenndra framleiðenda sólarhlaða til framleiðslu yfir 20 milljóna sólarhlaða. Framleiðsla verksmiðjunnar hefur frá upphafi verið undir eftirliti verkfræðingateyma í Ontario, Kaliforníu og Berlín. Það eru viðskiptavinir okkar sem gera hörðustu kröfurnar og þeir hafa gert afar krefjandi prófanir á sólarkíslinum okkar til þess að tryggja að sólarhlöðin sem framleidd eru uppfylli fyllstu gæðakröfur. Þessar prófanir hafa staðfest með óyggjandi hætti að okkar framleiðsla uppfyllir allar kröfur og bíða viðskiptavinir nú í ofvæni eftir framleiðslunni. Að auki hefur tækni Silicor farið í gegnum röð tæknilegra áreiðanleikakannana hjá mörgum alþjóðlega viðurkenndum verkfræðifyrirtækjum, þar á meðal CH2MHILL, Hatch og McLellan. Tæknin hefur einnig verið rækilega rannsökuð af stærstu birgjum okkar, þar á meðal hjá alþjóðlega tækja- og verksmiðjuframleiðandanum SMS Siemag. Líta má á verksmiðju Silicor á Íslandi sem þrjár minni verksmiðjur, hlið við hlið. Fjórum til fimm sinnum stærri en upprunalega verksmiðjan okkar í Kanada. Tækni okkar byggir á ferli, sem krefst einungis hefðbundins búnaðar sem er algengur og margreyndur í málmiðnaði og er það þýska fyrirtækið SMS Siemag, sem á sér langa sögu í málmiðnaði, sem mun sjá verksmiðju okkar á Grundartanga fyrir honum.Þekking og reynsla Fyrir liggur að Silicor-ferlið byggir á áratuga rannsóknum og þróun auk þess sem á grunni þess hefur verið framleiddur sólarkísill sem notaður hefur verið í sólarhlöð um allan heim. Á grunni viðamikillar þekkingar og reynslu Silicor og samstarfsaðila verður verksmiðjan á Grundartanga byggð og rekin á traustan og öruggan máta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í umræðu um fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga hafa komið fram spurningar er varða Silicor-ferlið, framleiðsluferlið sem verksmiðjan mun byggja á. Þær hafa meðal annars snúið að því hvort reynsla og prófanir á ferlinu séu fullnægjandi til að byggja á jafn stóra verksmiðju og áætlað er.Rótgróin vísindi Silicor-ferlið byggir á vísindaþekkingu sem á rætur sínar að rekja til ársins 1833 þegar Hugh Lee Pattinson fann upp aðferð til þess að vinna silfur úr blýi. Fyrstu hugmyndir um að nota „Pattinson-ferlið“ til að hreinsa kísil úr áli, með aðferð sem líkist Silicor-ferlinu, komu fram á sjötta áratug síðustu aldar og síðan aftur á áttunda og níunda áratugnum. Út frá vísindalegu sjónarmiði hafa þær hreinsunaraðferðir sem notaðar eru í Silicor-ferlinu verið þekktar lengi og eru sannreyndar á sviði málmvinnslu.250 mannár í rannsóknir og þróun Silicor varð til við samruna tveggja fyrirtækja, fyrirtækis sem sérhæfði sig í hreinsunartækni og fyrirtækis sem sérhæfði sig í framleiðslu sólarhlaða. Þessi sameining ásamt um 250 mannárum í rannsóknum og þróun auk 33 milljarða kr. fjárfestingar gerði Silicor kleift að bæta margreyndar aðferðir til þess að hanna ferli til að hreinsa kísil til notkunar í sólarhlöðum. Öflugt 25 manna teymi hefur starfað á vegum Silicor í sjö ár við þróun ferlisins. Í fyrstu verksmiðju Silicor, sem reist var í Kanada árið 2006, störfuðu 150 manns og þar hafa verið framleidd meira en 700 tonn af sólarkísli. Framleiðsla verksmiðjunnar hefur verið seld á almennum markaði til stórra, rótgróinna og viðurkenndra framleiðenda sólarhlaða til framleiðslu yfir 20 milljóna sólarhlaða. Framleiðsla verksmiðjunnar hefur frá upphafi verið undir eftirliti verkfræðingateyma í Ontario, Kaliforníu og Berlín. Það eru viðskiptavinir okkar sem gera hörðustu kröfurnar og þeir hafa gert afar krefjandi prófanir á sólarkíslinum okkar til þess að tryggja að sólarhlöðin sem framleidd eru uppfylli fyllstu gæðakröfur. Þessar prófanir hafa staðfest með óyggjandi hætti að okkar framleiðsla uppfyllir allar kröfur og bíða viðskiptavinir nú í ofvæni eftir framleiðslunni. Að auki hefur tækni Silicor farið í gegnum röð tæknilegra áreiðanleikakannana hjá mörgum alþjóðlega viðurkenndum verkfræðifyrirtækjum, þar á meðal CH2MHILL, Hatch og McLellan. Tæknin hefur einnig verið rækilega rannsökuð af stærstu birgjum okkar, þar á meðal hjá alþjóðlega tækja- og verksmiðjuframleiðandanum SMS Siemag. Líta má á verksmiðju Silicor á Íslandi sem þrjár minni verksmiðjur, hlið við hlið. Fjórum til fimm sinnum stærri en upprunalega verksmiðjan okkar í Kanada. Tækni okkar byggir á ferli, sem krefst einungis hefðbundins búnaðar sem er algengur og margreyndur í málmiðnaði og er það þýska fyrirtækið SMS Siemag, sem á sér langa sögu í málmiðnaði, sem mun sjá verksmiðju okkar á Grundartanga fyrir honum.Þekking og reynsla Fyrir liggur að Silicor-ferlið byggir á áratuga rannsóknum og þróun auk þess sem á grunni þess hefur verið framleiddur sólarkísill sem notaður hefur verið í sólarhlöð um allan heim. Á grunni viðamikillar þekkingar og reynslu Silicor og samstarfsaðila verður verksmiðjan á Grundartanga byggð og rekin á traustan og öruggan máta.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar