Hugmynd sett í framkvæmd – stóru orðin standa Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 16. júní 2015 07:00 Það er draumur hvers manns að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Öll fáum við hugmyndir sem okkur langar til að verði að veruleika en aðeins brot af öllum þeim birtist okkur í raunveruleikanum. Allir stjórnmálamenn eiga sér drauma og setja þá fram í von um fylgi við málstað sinn. Eitt er að setja fram hugmynd og eiga drauma en hitt að sjá málstað sinn verða að veruleika. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum fyrir tveimur árum og ljóst að margt hefur áunnist á þeim tíma, unnið að öðru og ýmislegt sem betur mátti fara. Það breytir því ekki að einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar hefur verið hrint í framkvæmd og til stendur losun gjaldeyrishafta. Slíkt var draumur og hugmyndir margra stjórnmálamanna. Stór orð um losun gjaldeyrishafta féllu fyrir alþingiskosningar árið 2013. Þau orð standa. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur komið hugmyndum margra stjórnmálamanna og draum annarra í framkvæmd. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hyggst verja hagsmuni þjóðarinnar með hagsmuni allra að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Hótun um stöðugleikaskatt tryggir stöðu stjórnvalda og þrýstir á kröfuhafa að fallast á skilyrði stjórnvalda. Þessi leið er skynsamleg og leiðir til jafnvægis í kerfinu. Leið sem á sér ekki fordæmi í samtímanum og út fyrir hefðbundnar leiðir í efnahagsmálum. Sigmundur Davíð forsætisráðherra reynist því maður orða sinna, stóru orðanna sem aðra stjórnmálamenn dreymdi og höfðu hugmyndir um. Stóru orðin standa sama hvaða skoðun og viðhorf fólk hefur. Þessi áætlun felur í sér mikil tímamót og eftir mikla vinnu forsætis- og fjármálaráðuneytis, Seðlabanka Íslands og ýmissa sérfræðinga hefur henni verið hrint í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er draumur hvers manns að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Öll fáum við hugmyndir sem okkur langar til að verði að veruleika en aðeins brot af öllum þeim birtist okkur í raunveruleikanum. Allir stjórnmálamenn eiga sér drauma og setja þá fram í von um fylgi við málstað sinn. Eitt er að setja fram hugmynd og eiga drauma en hitt að sjá málstað sinn verða að veruleika. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum fyrir tveimur árum og ljóst að margt hefur áunnist á þeim tíma, unnið að öðru og ýmislegt sem betur mátti fara. Það breytir því ekki að einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar hefur verið hrint í framkvæmd og til stendur losun gjaldeyrishafta. Slíkt var draumur og hugmyndir margra stjórnmálamanna. Stór orð um losun gjaldeyrishafta féllu fyrir alþingiskosningar árið 2013. Þau orð standa. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur komið hugmyndum margra stjórnmálamanna og draum annarra í framkvæmd. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hyggst verja hagsmuni þjóðarinnar með hagsmuni allra að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Hótun um stöðugleikaskatt tryggir stöðu stjórnvalda og þrýstir á kröfuhafa að fallast á skilyrði stjórnvalda. Þessi leið er skynsamleg og leiðir til jafnvægis í kerfinu. Leið sem á sér ekki fordæmi í samtímanum og út fyrir hefðbundnar leiðir í efnahagsmálum. Sigmundur Davíð forsætisráðherra reynist því maður orða sinna, stóru orðanna sem aðra stjórnmálamenn dreymdi og höfðu hugmyndir um. Stóru orðin standa sama hvaða skoðun og viðhorf fólk hefur. Þessi áætlun felur í sér mikil tímamót og eftir mikla vinnu forsætis- og fjármálaráðuneytis, Seðlabanka Íslands og ýmissa sérfræðinga hefur henni verið hrint í framkvæmd.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar