Tvöfaldur lás Davíðs Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun