Tvöfaldur lás Davíðs Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 29. maí sl. var fjármálaráðherra krafinn svara um það hvort bætur almannatrygginga til lífeyrisþega muni hækka í 300.000 kr. á samningstímabilinu, samhliða hækkun lægstu launa í nýafstaðinni kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Í svari fjármálaráðherra kom skýrt fram að ekki stæði til að hækka lífeyrisgreiðslur í takt við krónutöluhækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Horft yrði til lögbundins fyrirkomulags um breytingu bóta almannatrygginga, en þar er ráðherra væntanlega að vísa í 69. gr. laga um almannatryggingar. Þessi lagagrein hefur verið sniðgengin við fjárlagagerð síðustu ára, sem hefur valdið því að lífeyrisþegar hafa setið eftir og orðið fyrir verulegri kjaragliðnun. Eins og fram kemur í skýrslu Talnakönnunar hf. um þróun bóta TR til öryrkja 2008-2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram í svari Framsóknarflokksins að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja yrði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar, en ekki hefur enn bólað á þeim hækkunum.Tvöfaldur lás Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar eiga örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að þær hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Greiðslurnar ættu ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu, heldur ættu þær einnig að taka mið af verðlagshækkunum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þegar ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. […] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ Mætti ekki líta til þessara orða Davíðs á Alþingi sem lögskýringar á 69. greininni?Stefna stjórnvalda Síðustu fimm ár hefði launaþróunin verið vænlegri kostur til hækkunar lífeyris almannatrygginga. Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga síðustu ár hefur hins vegar tekið mið af verðlagsþróun og virðist það ætlun stjórnvalda að svo verði næstu tvö árin. Í stefnu með fjárlögum 2015 er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu kjaragliðnunar eða að taka eigi nokkurt mið af launaþróun við ákvörðun fyrir árin 2016 og 2017. Þar segir orðrétt: „Í langtímaáætluninni er miðað við að bætur almannatrygginga hækki einnig um 3,5% árið 2015 og eftir það verði árlegar hækkanir 1% umfram verðlag.“ Raunin varð einungis 3% hækkun í janúar 2015.Hækkanir lífeyrisgreiðslna Hækkun um nokkrar prósentur á lágar upphæðir þýðir einungis hækkun um örfáa þúsundkalla, eins og reyndin hefur verið síðustu ár. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við í maí 2013 hafa óskertar örorkulífeyrisgreiðslur eftir skatt hækkað úr 162.418 kr. í 172. 516 kr. eða um 10.000 kr. Það gefur auga leið að þessar hækkanir gera ekki annað en að halda fólki með lágar ráðstöfunartekjur í fátækt. Á sama tíma hefur ýmis annar kostnaður hækkað verulega, s.s. húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður og virðisaukaskattur á matvæli verið hækkaður svo fátt eitt sé nefnt. Rétt er að minna á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu og sífellt batnandi lífsskilyrða. Óhjákvæmilegt er að hækka lágmarkslaun verulega. Að sama skapi er óhjákvæmilegt að hækka lífeyri almannatrygginga umtalsvert, enda ekki hægt að lifa á Íslandi í dag á ráðstöfunartekjum undir eða við 200.000 krónur á mánuði. Stjórnvöld virðast eiga auðvelt með að „gleyma“ eða horfa fram hjá lífeyrisþegum, sem ekki hafa verkfallsrétt. Þessu þarf að breyta.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun