Innlent

Efins um ábata af innflutningi á mjólkurafurðum

Sigurður segir íslenskar aðstæður ekki sambærilegar aðstæðum erlendis.
Sigurður segir íslenskar aðstæður ekki sambærilegar aðstæðum erlendis. Fréttablaðið/Stefán
„Það sem er mikilvægast að horfa á í þessu samhengi er að skýrslan staðfestir þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum og áratugum í að ná fram hagkvæmni í mjólkurframleiðslu,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Hann segir að sú hagkvæmni hafi skilað sér til neytenda.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gaf út á þriðjudag skýrslu um stöðu mjólkuriðnaðar á Íslandi. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að innflutningstollar á mjólkurvörur verði lækkaðir til að skila ábata til neytenda.

Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda hafna því að lækkun á innflutningstollum myndi skila sér í vasa neytenda.

„Þessi gagnrýni byggir ekki á jafn traustum grunni og aðrir þættir skýrslunnar,“ segir Sigurður um hugmyndir Hagfræðistofnunar um tollalækkun.

Sigurður loftsson
Hann segir að framleiðslan á Íslandi sé að mörgu leyti einstök og ekki sé hægt að heimfæra þætti eins og erlent hrávöruverð á íslenskan veruleika.

„Mjólkurframleiðsla í öðrum löndum er oftast ekki á almennum markaði. Það er alltaf einhvers konar umgjörð utan um framleiðsluna.“

Hann segir að innfluttar mjólkurvörur yrðu líklega jaðarframleiðsla sem færi í samkeppni við kjarnaframleiðslu á Íslandi.

„Slík samkeppni gæti sett kjarnaframleiðslu á Íslandi á hliðina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×