Lilja varð vitni að sögulegum viðburði í Bandaríkjunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2015 09:00 Lilja Ingibjargardóttir skemmti sér konunglega á Triple Crown Veðreiðunum. Þar var meðal annars Bill Clinton í góðum gír. Sögulegur viðburður átti sér stað á dögunum, þegar veðhlaupahesturinn American Pharoah vann þrennuna í hinum svokölluðu Triple Crown-veðreiðum í Bandaríkjunum. Til þrennunnar teljast Kentucky Derby-veðreiðarnar, Preakness Stakes og Belmont Stakes sem fram fara í maí og júní en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1978 sem hestur vinnur þessa mögnuðu þrennu. Fyrirsætan og sálfræðineminn Lilja Ingibjargardóttir var stödd á lokaveðreiðunum í Belmont og varð vitni að því þegar að American Pharoah komst á spjöld sögunnar. „Mér fannst þetta æðislegur dagur! Andrúmsloftið var rafmagnað, allir svo spenntir og miðar löngu uppseldir. Það var troðið af fólki, allir í sínu fínasta pússi, stelpurnar flestar með stóra og skemmtilega hatta (þ.ám. ég) og allir að vonast eftir að núna væri tíminn fyrir Triple Crown. Ég kynntist fullt af yndislegu og skemmtilegu fólki,“ segir Lilja spurðu út í upplifunina.Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Lilja fer á veðreiðar. „Mér var boðið og kynnt fyrir keppninni. Vinur minn sagði mer að ég mætti ekki missa af þessu, að þetta gæti orðið eitthvað sem kæmist í sögubækurnar og ég gæti sagt börnum og barnabörnum frá. Mér fannst þetta mjög spennandi og varð að fara og upplifa,“ segir Lilja alsæl. Flestir vinir Lilju í New York höfðu ekki hugsað um annað en veðreiðarnar og hversu frábært þetta væri allt saman. „Það var lítið talað um annað en hversu frábært það væri ef American Pharoah myndi ná að vinna Triple Crown og auðvitað studdum við hann,“ bætir Lilja við.Lilja Ingibjargardóttir, Triple Crown, VeðreiðarSamskiptamiðillinn Snapchat var á staðnum, þannig að stöðugt var verið að birta snöpp af veðreiðunum og öllu því sem þeim fylgir og gat fólk því fylgst vel með. Var fólk ekki alveg í skýjunum þarna? „Fagnaðarlætin stóðu allavega í 20 mínútur og allir voru mjög hamingjusamir. Bill Clinton var einnig þarna og fólk var mjög spennt að hitta hann.“ Lilja er um þessar mundir í fríi í Bandaríkjunum og nýtur lífsins. „Núna er ég í fríi og mun ferðast til NYC, NJ, Arizona, Seattle og LA. Ég bý akkúrat núna á Íslandi og er í HR að klára sálfræðinám mitt,“ segir Lilja alsæl í Bandaríkjunum. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Sögulegur viðburður átti sér stað á dögunum, þegar veðhlaupahesturinn American Pharoah vann þrennuna í hinum svokölluðu Triple Crown-veðreiðum í Bandaríkjunum. Til þrennunnar teljast Kentucky Derby-veðreiðarnar, Preakness Stakes og Belmont Stakes sem fram fara í maí og júní en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1978 sem hestur vinnur þessa mögnuðu þrennu. Fyrirsætan og sálfræðineminn Lilja Ingibjargardóttir var stödd á lokaveðreiðunum í Belmont og varð vitni að því þegar að American Pharoah komst á spjöld sögunnar. „Mér fannst þetta æðislegur dagur! Andrúmsloftið var rafmagnað, allir svo spenntir og miðar löngu uppseldir. Það var troðið af fólki, allir í sínu fínasta pússi, stelpurnar flestar með stóra og skemmtilega hatta (þ.ám. ég) og allir að vonast eftir að núna væri tíminn fyrir Triple Crown. Ég kynntist fullt af yndislegu og skemmtilegu fólki,“ segir Lilja spurðu út í upplifunina.Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Lilja fer á veðreiðar. „Mér var boðið og kynnt fyrir keppninni. Vinur minn sagði mer að ég mætti ekki missa af þessu, að þetta gæti orðið eitthvað sem kæmist í sögubækurnar og ég gæti sagt börnum og barnabörnum frá. Mér fannst þetta mjög spennandi og varð að fara og upplifa,“ segir Lilja alsæl. Flestir vinir Lilju í New York höfðu ekki hugsað um annað en veðreiðarnar og hversu frábært þetta væri allt saman. „Það var lítið talað um annað en hversu frábært það væri ef American Pharoah myndi ná að vinna Triple Crown og auðvitað studdum við hann,“ bætir Lilja við.Lilja Ingibjargardóttir, Triple Crown, VeðreiðarSamskiptamiðillinn Snapchat var á staðnum, þannig að stöðugt var verið að birta snöpp af veðreiðunum og öllu því sem þeim fylgir og gat fólk því fylgst vel með. Var fólk ekki alveg í skýjunum þarna? „Fagnaðarlætin stóðu allavega í 20 mínútur og allir voru mjög hamingjusamir. Bill Clinton var einnig þarna og fólk var mjög spennt að hitta hann.“ Lilja er um þessar mundir í fríi í Bandaríkjunum og nýtur lífsins. „Núna er ég í fríi og mun ferðast til NYC, NJ, Arizona, Seattle og LA. Ég bý akkúrat núna á Íslandi og er í HR að klára sálfræðinám mitt,“ segir Lilja alsæl í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira