Þriðja aflið Ketill Berg Magnússon skrifar 9. júní 2015 07:00 Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar