Matur

Brakandi ferskt humarsalat

Eva Laufey Kjaran skrifar
Góðar uppskriftir með hækkandi sól.
Góðar uppskriftir með hækkandi sól. Vísir/Stöð 2

Með hækkandi sól er tilvalið að dusta rykið af grillinu og bjóða sumarið velkomið með ljúffengum ilm af grillmat.Hér deili ég með nokkrum uppáhaldsréttum mínum úr lokaþætti Matargleði Evu Laufeyjar á Stöð 2 sem passa í hvaða veislu sem er. Þáttinn er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.Hvítlaukshumar á salatbeði

600 – 700 g humarhalar

100 g smjör

3 hvítlauksrif

1 rautt chili, fræhreinsað

Handfylli steinselja

Börkur af hálfri sítrónu

Skvetta af hvítvíni

Safi af hálfri sítrónu

Salt og piparHitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út í smjörið. Sjóðið í smástund við vægan hita.Takið pottinn af hitanum og undirbúið humarinn.Mér finnst ágætt að nota álform þegar ég er að grilla humar en þið getið auðvitað sett hann beint á grillið.Klippið humarhalana og hreinsið görnina úr, ekki taka humarinn alveg úr skelinni heldur leyfið honum að hanga föstum á halaendanum. Það er best að gera þetta við vaskinn áður en þið farið með humarinn út.Dreifið smjörsósunni yfir humarhalana og hellið hvítvíni yfir og kreistið hálfa sítrónu í lokin.Kryddið til með salti og pipar.Það er ágætt að leyfa humrinum að standa í ca. 30 mínútur áður en þið setjið hann á grillið en þannig nær hann að marinerast fullkomlega.Grillið humarinn á háum hita í nokkrar í ca. 5 – 6 mínútur.

Berið fram með hvítlaukssósu og fersku salati. Sagði einhver meiri hvítlauk? Já, takk.Hvítlaukssósa


150 ml sýrður rjómi

2 hvítlauksrif

Salt og pipar

Safi úr hálfri sítrónuSetjið sýrða rjómann í skál, bætið maukuðum hvítlauknum út í ásamt sítrónusafanum, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og það er ágætt að leyfa sósunni að jafna sig í ísskáp í hálftíma til klukkustund áður en þið berið hana fram með humrinum.

Skerið niður gott grænmeti og ávexti og leggið humarhalana yfir og njótið með hvítlaukssósunni góðu.

Vísir/Stöð 2

Grillaður ananas með karamellusósu 

Ferskur ananas, niðursneiddur

80 g smjör

3 msk. púðursykur

1 tsk. kanill Hitið smjör í potti og bætið púðursykrinum og kanil út í, leyfið þessu að malla í smástund og takið af hitanum. Skerið ananasinn niður og penslið kryddsmjörinu á hann. Það er ágætt að geyma hann í ísskáp í svolitla stund áður en þið grillið hann. Grillið sneiðarnar í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið og berið fram með góðum vanilluís og karamellusósu. Bætið smávegis af rjóma út í afganginn af smjörblöndunni og hitið í smástund þar til sósan þykknar. 

Vísir/Stöð 2

Piña colada 

4 dl frosinn ananas 

2 dl ananassafi 

1 dl kókosmjólk

Skvetta af sítrónusafa Allt blandað í blandara þar til drykkurinn verður silkimjúkur.Berið strax fram og njótið.Hér fyrir neðan má sjá lokaþátt Evu Laufeyjar í heild sinni.

Tengd skjöl


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.