Lamandi áhrif biðar eftir rannsóknum og niðurstöðum Ellen Calmon skrifar 3. júní 2015 00:01 Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar