Starfsmenn FME ánægðari en áður Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 08:00 Á ársfundi Unnur Gunnarsdóttir ræddi starfsmannamál FME á fundi stofnunarinnar. fréttablaðið/pjetur Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur. Alþingi Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur.
Alþingi Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira