Stjórnarskráin – eitt skref í einu Stefán Jón Hafstein skrifar 30. maí 2015 07:00 Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur. Getur verið að þetta endalausa þrátefli hafi verið rofið með grein formanns Sjálfstæðisflokksins á dögunum þar sem hann leggur til endurbætur á mikilvægum atriðum sem kosið verði um samhliða næstu forsetakosningum að ári? Í þágu málstaðarins tel ég rétt að íhuga það.Auðlindaákvæði Formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til að sú stjórnarskrárnefnd sem nú starfar (enn ein) skili af sér tillögum í tæka tíð fyrir næsta vor og verði kosið um ákvæði um auðlindir í þjóðareign (sem hann segir engan ágreining um) og aukinn rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og setja valdastofnunum skorður. Eins og ég rakti í grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu hefur í raun og veru verið ágreiningur um skilgreininguna á hugtakinu um „þjóðareign“ á auðlindum og formaður Sjálfstæðisflokksins veit mætavel að þar beinast spjótin einkum að fólki í hans eigin röðum. Ekkert í grein hans bendir til að hann geri sér ekki grein fyrir raunverulegu inntaki málsins, að hugtakið „þjóðareign“ í stjórnarskrá verði að hafa merkingarbæran stuðning og skilgreiningu sem taki af vafa um eignarhald Íslendinga allra á sameiginlegum auðlindum og að þjóðin öll eigi að njóta arðs af þeim. Tvær auðlindanefndir hafa fjallað ítarlega um þennan þátt og flutningsmenn tillagna úr öllum flokkum hafa reynt að skapa um þetta naglfasta samstöðu – án árangurs og einkum vegna andstöðu í Sjálfstæðisflokknum.Aukin lýðréttindi Sama máli gegnir um ákvæði um aukinn rétt fólks til að sækja rétt sinn á hendur löggjafar- og framkvæmdavaldi. Útfærslan verður að hafa raunverulegt gildi svo ekki sé aðeins um orðin tóm að ræða. Þetta ræddi stjórnlagaráð í þaula og nægur efniviður er til staðar. Því má segja að um bæði þessi ákvæði hafi verið rætt ítarlega og vönduð vinna liggi fyrir sem geri þessari nýjustu stjórnarskrárnefnd verkið fremur létt.Trúverðugleiki formannsins? Er útspil formanns Sjálfstæðisflokksins núna trúverðugt? Hann gerir sér trúlega manna best grein fyrir því að höfundur hugtaksins um „ómöguleika“ gagnvart eigin kosningaloforðum er fremur berskjaldaður – enda mátti sjá það af nánast ósjálfráðum viðbrögðum sumra þeirra sem vilja mun róttækari heildarbreytingar. Ég er í þeim hópi, en hér í liggur tækifæri. Til að ná fram mikilvægum breytingum sem skipta verulegu máli þurfa allir að gefa eftir. Ég kann að baka mér óvinsældir þeirra sem vilja „allt eða ekkert“, en þá leið tel ég ófæra af þessum sökum: Alþingi kaus að efna ekki loforð sitt í kjölfar Rannsóknarskýrslunnar og staðfesta nýja stjórnarskrá; það hélt tillögum stjórnlagaráðs í gíslingu á fyrra kjörtímabili og á þessu var svo enn einu sinni farin leiðin um „fleiri nefndir – engar efndir“. Sá glæpur er fullframinn. Það er von að fólk sé ekki móttækilegt fyrir málamiðlun. En ef tekst að ná fram markverðum breytingum í þá átt sem formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til og fá þær staðfestar á næsta ári tel ég mikið unnið og áfangasigur í höfn. Betri er hálfur sigur en enginn.Leiðin skiptir máli Í framhaldi af tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins legg ég þetta til: Að stjórnarskrárnefndin ljúki tillögugerð um þessi ákvæði fyrir haustið og bjóði upp á almenna og skipulega umræðu víða um samfélagið um eðli og inntak þeirra breytinga sem lagt er upp með. Sérstaklega verði hugað að því að þeir sem sárast hafa verið leiknir síðustu misseri fái boð um að koma að borðinu og leggja gott til. Málinu verði hleypt út úr lokaðri nefndarstofu og sett á lýðræðislegan umræðuvettvang. Tillögur stjórnarskrárnefndar verði einmitt tillögur – til almennrar umræðu. Upp úr næstu áramótum verði búið að leysa úr og jafna ágreining ef hægt er og móta ákvæði sem þjóðin er reiðubúin að styðja af heilum hug. Takist það ekki, segir mér svo hugur að slíkt klúður verði hin endanlega grafskrift stjórnmálastéttarinnar eins og hún leggur sig. Allir hafa til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur. Getur verið að þetta endalausa þrátefli hafi verið rofið með grein formanns Sjálfstæðisflokksins á dögunum þar sem hann leggur til endurbætur á mikilvægum atriðum sem kosið verði um samhliða næstu forsetakosningum að ári? Í þágu málstaðarins tel ég rétt að íhuga það.Auðlindaákvæði Formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til að sú stjórnarskrárnefnd sem nú starfar (enn ein) skili af sér tillögum í tæka tíð fyrir næsta vor og verði kosið um ákvæði um auðlindir í þjóðareign (sem hann segir engan ágreining um) og aukinn rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og setja valdastofnunum skorður. Eins og ég rakti í grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu hefur í raun og veru verið ágreiningur um skilgreininguna á hugtakinu um „þjóðareign“ á auðlindum og formaður Sjálfstæðisflokksins veit mætavel að þar beinast spjótin einkum að fólki í hans eigin röðum. Ekkert í grein hans bendir til að hann geri sér ekki grein fyrir raunverulegu inntaki málsins, að hugtakið „þjóðareign“ í stjórnarskrá verði að hafa merkingarbæran stuðning og skilgreiningu sem taki af vafa um eignarhald Íslendinga allra á sameiginlegum auðlindum og að þjóðin öll eigi að njóta arðs af þeim. Tvær auðlindanefndir hafa fjallað ítarlega um þennan þátt og flutningsmenn tillagna úr öllum flokkum hafa reynt að skapa um þetta naglfasta samstöðu – án árangurs og einkum vegna andstöðu í Sjálfstæðisflokknum.Aukin lýðréttindi Sama máli gegnir um ákvæði um aukinn rétt fólks til að sækja rétt sinn á hendur löggjafar- og framkvæmdavaldi. Útfærslan verður að hafa raunverulegt gildi svo ekki sé aðeins um orðin tóm að ræða. Þetta ræddi stjórnlagaráð í þaula og nægur efniviður er til staðar. Því má segja að um bæði þessi ákvæði hafi verið rætt ítarlega og vönduð vinna liggi fyrir sem geri þessari nýjustu stjórnarskrárnefnd verkið fremur létt.Trúverðugleiki formannsins? Er útspil formanns Sjálfstæðisflokksins núna trúverðugt? Hann gerir sér trúlega manna best grein fyrir því að höfundur hugtaksins um „ómöguleika“ gagnvart eigin kosningaloforðum er fremur berskjaldaður – enda mátti sjá það af nánast ósjálfráðum viðbrögðum sumra þeirra sem vilja mun róttækari heildarbreytingar. Ég er í þeim hópi, en hér í liggur tækifæri. Til að ná fram mikilvægum breytingum sem skipta verulegu máli þurfa allir að gefa eftir. Ég kann að baka mér óvinsældir þeirra sem vilja „allt eða ekkert“, en þá leið tel ég ófæra af þessum sökum: Alþingi kaus að efna ekki loforð sitt í kjölfar Rannsóknarskýrslunnar og staðfesta nýja stjórnarskrá; það hélt tillögum stjórnlagaráðs í gíslingu á fyrra kjörtímabili og á þessu var svo enn einu sinni farin leiðin um „fleiri nefndir – engar efndir“. Sá glæpur er fullframinn. Það er von að fólk sé ekki móttækilegt fyrir málamiðlun. En ef tekst að ná fram markverðum breytingum í þá átt sem formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til og fá þær staðfestar á næsta ári tel ég mikið unnið og áfangasigur í höfn. Betri er hálfur sigur en enginn.Leiðin skiptir máli Í framhaldi af tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins legg ég þetta til: Að stjórnarskrárnefndin ljúki tillögugerð um þessi ákvæði fyrir haustið og bjóði upp á almenna og skipulega umræðu víða um samfélagið um eðli og inntak þeirra breytinga sem lagt er upp með. Sérstaklega verði hugað að því að þeir sem sárast hafa verið leiknir síðustu misseri fái boð um að koma að borðinu og leggja gott til. Málinu verði hleypt út úr lokaðri nefndarstofu og sett á lýðræðislegan umræðuvettvang. Tillögur stjórnarskrárnefndar verði einmitt tillögur – til almennrar umræðu. Upp úr næstu áramótum verði búið að leysa úr og jafna ágreining ef hægt er og móta ákvæði sem þjóðin er reiðubúin að styðja af heilum hug. Takist það ekki, segir mér svo hugur að slíkt klúður verði hin endanlega grafskrift stjórnmálastéttarinnar eins og hún leggur sig. Allir hafa til mikils að vinna.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun