Ísland er landið Marta Eiríksdóttir skrifar 26. maí 2015 07:00 Það er gott að búa á Íslandi. Ég finn það svo vel þegar ég hef prófað að búa í útlöndum. Þá kann ég enn betur að meta allt íslenskt. Íslenska þjóðarsálin er partur af mér. Kraftur, sköpun og þrautseigja, allt þetta einkennir mig sem Íslending. Það er líka gott að upplifa íslenskar hefðir heima á Íslandi í sínu rétta umhverfi þegar ég hef búið í Noregi undanfarin fjögur ár. Einfaldir hlutir eins og að borða rúgbrauð með þykku íslensku smjöri og plokkfisk. Normalbrauð með osti. Ferskan fisk. Harðfisk. Hangikjöt og uppstúf. Sviðasultu og slátur með rófustöppu. Lambalæri. Egils malt og appelsín. Gamaldags páskaegg frá Nóa Síríus. Lesa íslensku dagblöðin. Fara í sund og heita potta. Drekka vatn úr krana. Leyfa sér þann munað að fara kannski einu sinni á ári í Bláa lónið. Heyra íslenskt mál talað alls staðar. Sjá íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi eða hlusta á RÚV. Aðfangadagskvöld klukkan sex. Gamlárskvöld, brennur og rakettur. Þrettándinn. Jólahefðir Íslendinga eru heldur engu líkar. Grunnskólar og leikskólar klæðast jólabúningi. Hátíð í bæ. Börnin flytja fallegan helgileik um fæðingu Jesú. Íslendingar hafa haldið í þá sterku hefð að virða hvíld og heilög jól í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskylda fram yfir túrista. Allt er svo einstaklega hátíðlegt á Íslandi um jól og jafnvel páska hjá þeim sem enn virða helgihald upprisunnar. Ísland er frábært land, náttúran er falleg og hrá, veðrið hressandi. Ísland er landið mitt. En það er vont að búa á Íslandi ef maður er alltaf að kvarta og kveina, sér ekkert gott í því sem er að gerast í kringum mann og vælir endalaust. Þá er líklega best að flytja úr landi og kynnast lífsháttum annarrar þjóðar. Þá er kominn tími til að hrista upp í sjálfum sér og gá hvort það sé grænna hinum megin, læra eitthvað nýtt og vonandi finna gleði sína á ný. Nú er gullæði á Íslandi vegna fjölgunar erlendra ferðamanna til landsins. Allir ætla að græða. Ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl og túristarnir spyrja hvar Íslendingarnir séu. Ég spyr, hvers vegna erum við ekki með íslenskt starfsfólk í ferðaþjónustunni og minnkum atvinnuleysið? Það er gaman að taka á móti gestum og sýna þeim gersemar landsins en útlendingar vilja flestir sjá og upplifa þetta séríslenska og kynnast um leið þjóðinni sjálfri. Svo má ekki gleyma því að flestir Íslendingar búa enn þá sjálfir allt árið í landinu sínu. Þeir eiga rétt á því að umgangast landið sitt eins og áður án þess að greiða himinháar upphæðir fyrir. Ísland er jú fyrst og fremst fyrir íbúa landsins. Það er áríðandi að halda jarðsambandi á meðan þessi áhugi útlendinga gengur yfir. Halda ró sinni og ekki gleyma sér í græðgi, nóg höfum við lært. Höldum í það sem er íslenskt, það vekur einnig forvitni túrista. Þegar ég ferðast til útlanda þá vil ég kynnast því sem er ekta og tilheyrir menningu hvers lands. Ég hef engan áhuga á að skoða tilbúið umhverfi. Verum því ekta, ánægð með okkur, öndum djúpt og róum okkur aðeins niður. Leyfum Íslandi fyrst og fremst að vera land íslensku þjóðarinnar og varðveitum um leið þjóðararfinn okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvert rennur auðlindaarðurinn? Fjármálaráðherra hefur tekið upp hugmynd um stofnun sérstaks auðlindasjóðs sem væri ekki hluti ríkissjóðs heldur skýrt afmarkaðir fjármunir í ríkisreikningi. Einn mikilvægur munur er hins vegar á fyrri hugmyndum og hugmyndum fjármálaráðherra. 8. maí 2015 07:00 Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er gott að búa á Íslandi. Ég finn það svo vel þegar ég hef prófað að búa í útlöndum. Þá kann ég enn betur að meta allt íslenskt. Íslenska þjóðarsálin er partur af mér. Kraftur, sköpun og þrautseigja, allt þetta einkennir mig sem Íslending. Það er líka gott að upplifa íslenskar hefðir heima á Íslandi í sínu rétta umhverfi þegar ég hef búið í Noregi undanfarin fjögur ár. Einfaldir hlutir eins og að borða rúgbrauð með þykku íslensku smjöri og plokkfisk. Normalbrauð með osti. Ferskan fisk. Harðfisk. Hangikjöt og uppstúf. Sviðasultu og slátur með rófustöppu. Lambalæri. Egils malt og appelsín. Gamaldags páskaegg frá Nóa Síríus. Lesa íslensku dagblöðin. Fara í sund og heita potta. Drekka vatn úr krana. Leyfa sér þann munað að fara kannski einu sinni á ári í Bláa lónið. Heyra íslenskt mál talað alls staðar. Sjá íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi eða hlusta á RÚV. Aðfangadagskvöld klukkan sex. Gamlárskvöld, brennur og rakettur. Þrettándinn. Jólahefðir Íslendinga eru heldur engu líkar. Grunnskólar og leikskólar klæðast jólabúningi. Hátíð í bæ. Börnin flytja fallegan helgileik um fæðingu Jesú. Íslendingar hafa haldið í þá sterku hefð að virða hvíld og heilög jól í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskylda fram yfir túrista. Allt er svo einstaklega hátíðlegt á Íslandi um jól og jafnvel páska hjá þeim sem enn virða helgihald upprisunnar. Ísland er frábært land, náttúran er falleg og hrá, veðrið hressandi. Ísland er landið mitt. En það er vont að búa á Íslandi ef maður er alltaf að kvarta og kveina, sér ekkert gott í því sem er að gerast í kringum mann og vælir endalaust. Þá er líklega best að flytja úr landi og kynnast lífsháttum annarrar þjóðar. Þá er kominn tími til að hrista upp í sjálfum sér og gá hvort það sé grænna hinum megin, læra eitthvað nýtt og vonandi finna gleði sína á ný. Nú er gullæði á Íslandi vegna fjölgunar erlendra ferðamanna til landsins. Allir ætla að græða. Ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl og túristarnir spyrja hvar Íslendingarnir séu. Ég spyr, hvers vegna erum við ekki með íslenskt starfsfólk í ferðaþjónustunni og minnkum atvinnuleysið? Það er gaman að taka á móti gestum og sýna þeim gersemar landsins en útlendingar vilja flestir sjá og upplifa þetta séríslenska og kynnast um leið þjóðinni sjálfri. Svo má ekki gleyma því að flestir Íslendingar búa enn þá sjálfir allt árið í landinu sínu. Þeir eiga rétt á því að umgangast landið sitt eins og áður án þess að greiða himinháar upphæðir fyrir. Ísland er jú fyrst og fremst fyrir íbúa landsins. Það er áríðandi að halda jarðsambandi á meðan þessi áhugi útlendinga gengur yfir. Halda ró sinni og ekki gleyma sér í græðgi, nóg höfum við lært. Höldum í það sem er íslenskt, það vekur einnig forvitni túrista. Þegar ég ferðast til útlanda þá vil ég kynnast því sem er ekta og tilheyrir menningu hvers lands. Ég hef engan áhuga á að skoða tilbúið umhverfi. Verum því ekta, ánægð með okkur, öndum djúpt og róum okkur aðeins niður. Leyfum Íslandi fyrst og fremst að vera land íslensku þjóðarinnar og varðveitum um leið þjóðararfinn okkar.
Hvert rennur auðlindaarðurinn? Fjármálaráðherra hefur tekið upp hugmynd um stofnun sérstaks auðlindasjóðs sem væri ekki hluti ríkissjóðs heldur skýrt afmarkaðir fjármunir í ríkisreikningi. Einn mikilvægur munur er hins vegar á fyrri hugmyndum og hugmyndum fjármálaráðherra. 8. maí 2015 07:00
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun