Helíum, ekki bara gott partí Ásdís Ólafsdóttir og Snjólaug Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2015 11:45 Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði?
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar