Páli Winkel svarað Gestur Jónsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður og brot hans séu alvarleg. Maðurinn hefur neitað sök og telur sig saklausan. Aðalmeðferð málsins hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 20. apríl sl. og þingað er samkvæmt dagskrá hvern virkan dag frá kl. 9.00 til 16.00. Þess er vænst að málið verði dómtekið síðla föstudagsins 22. maí nk. Undirritaður er verjandi þessa manns. Í málinu gáfu skýrslu fyrir dómi níu sakborningar og 46 vitni. Munnlegum málflutningi eru ætlaðir fimm dagar. Í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem er hluti af íslenskri löggjöf, segir m.a.:Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir:...........b. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína.c. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur…d. Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum… Maðurinn óskaði þess áður en réttarhaldið hófst að hann fengi að vera viðstaddur aðalmeðferðina. Óskaði hann þess að vera fluttur af Kvíabryggju í dómsalinn þá daga sem þingað væri og til baka að því loknu. Fangelsismálstofnun féllst á erindið með skilyrði um að maðurinn dveldi þann tíma sem aðalmeðferðin tæki í gæsluvarðhaldsklefa Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Hann yrði vistaður þar þann tíma sem hann væri ekki í dómhúsinu. Yrði klefa hans læst að utanverðu frá kl. 22.00 og til næsta morguns. Honum væri frjálst að hitta verjanda sinn í Hegningarhúsinu og væri heimilt að vera í netsamskiptum við verjandann. Hann yrði þó sjálfur að útvega tölvu og netsamband því engin aðstaða er í hegningarhúsinu til „…vinnu eða náms og þetta er eina tölvulausa fangelsið á landinu“ eins og forstöðumaður hússins sagði í viðtali við Morgunblaðið 25. apríl sl. Flutningi milli Kvíabryggju og dómhússins var hafnað af kostnaðarástæðum. Maðurinn hafði skömmu áður dvalið 11 nætur í Hegningarhúsinu. Hann er á sextugsaldri. Álag sem fylgir því að sitja réttarhöld í dómhúsi alla virka daga, frá morgni til kvölds, í fimm vikur er mikið. Líka fyrir þá sem geta hvílst heima hjá sér. Maðurinn sem átti að hvílast í gæsluvarðhaldsklefanum treysti sér ekki til þess að þiggja þetta boð. Verjandi mannsins óskaði þess að Fangelsismálastofnun endurskoðaði afstöðu sína og leitaði annarrar raunhæfrar lausnar með það að markmiði að maðurinn gæti fylgst með því þegar ákæruvaldið færði fram sönnun þess fyrir dómi að hann skyldi þola langa vist í fangelsi. Við því var ekki brugðist.Mannréttindi framar reglum Þegar leið að þeim degi sem maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi sendi verjandinn stofnuninni annað erindi. Fram undan var þriggja daga helgi þar sem ekki yrði þingað í málinu. Óskaði verjandinn þess að maðurinn fengi, til undirbúnings skýrslugjöfinni, að koma á lögmannsstofu hans þar sem öll gögn málsins væru aðgengileg og góð vinnuaðstaða. Áætlaði verjandinn að fundurinn gæti tekið fjórar til sex klukkustundir og lagði verjandinn það í hendur stofnunarinnar hvenær innan helgarinnar það hentaði best að flytja manninn til Reykjavíkur. Erindinu var hafnað en tekið fram að unnt væri að flytja fangann í Hegningarhúsið í þessu skyni á virkum degi. Verjandinn áttar sig ekki á því hvort þetta boð var sett fram í alvöru því fyrir liggur að réttarhaldið stendur alla virka daga. Úr varð að verjandinn fór á Kvíabryggju umrædda helgi og hitti þar skjólstæðing sinn. Verjandinn hefur beint erindum til dómsformanns og saksóknara í málinu um að þeir beiti sér fyrir því að maðurinn fái notið réttinda sinna til að vera viðstaddur málsmeðferðina. Dómsformaðurinn hefur ekki mörg ráð í því efni og saksóknarinn kvaðst ekki vilja skipta sér af þessu máli. Páll Winkel fangelsismálastjóri sendir verjandanum tóninn í viðtali við Ríkisútvarpið. Segir um erindi verjandans að „það að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mannréttindabrot, heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi sé í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar“. Verjandinn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fangelsismálastjóra eða annan starfsmann hjá stofnuninni að maðurinn fái „umframréttindi“ og það eru hrein ósannindi að verjandinn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur einungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lögbundinna réttinda sinna til þess að verjast fyrir dómi og fá að fylgjast með sönnunarfærslunni gegn sjálfum sér. Verjandinn hefur haldið því fram að maðurinn fái ekki í reynd notið þessara mannréttinda vegna skilyrða sem stofnunin setur. Telur verjandinn að mannréttindin gangi framar reglum Fangelsismálastofnunar um fullnustu refsinga. Orð fangelsismálastjóra um dómgreindarleysi og þekkingarleysi verjandans af þessu tilefni verður hann að eiga við sjálfan sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður og brot hans séu alvarleg. Maðurinn hefur neitað sök og telur sig saklausan. Aðalmeðferð málsins hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 20. apríl sl. og þingað er samkvæmt dagskrá hvern virkan dag frá kl. 9.00 til 16.00. Þess er vænst að málið verði dómtekið síðla föstudagsins 22. maí nk. Undirritaður er verjandi þessa manns. Í málinu gáfu skýrslu fyrir dómi níu sakborningar og 46 vitni. Munnlegum málflutningi eru ætlaðir fimm dagar. Í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem er hluti af íslenskri löggjöf, segir m.a.:Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir:...........b. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína.c. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur…d. Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum… Maðurinn óskaði þess áður en réttarhaldið hófst að hann fengi að vera viðstaddur aðalmeðferðina. Óskaði hann þess að vera fluttur af Kvíabryggju í dómsalinn þá daga sem þingað væri og til baka að því loknu. Fangelsismálstofnun féllst á erindið með skilyrði um að maðurinn dveldi þann tíma sem aðalmeðferðin tæki í gæsluvarðhaldsklefa Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Hann yrði vistaður þar þann tíma sem hann væri ekki í dómhúsinu. Yrði klefa hans læst að utanverðu frá kl. 22.00 og til næsta morguns. Honum væri frjálst að hitta verjanda sinn í Hegningarhúsinu og væri heimilt að vera í netsamskiptum við verjandann. Hann yrði þó sjálfur að útvega tölvu og netsamband því engin aðstaða er í hegningarhúsinu til „…vinnu eða náms og þetta er eina tölvulausa fangelsið á landinu“ eins og forstöðumaður hússins sagði í viðtali við Morgunblaðið 25. apríl sl. Flutningi milli Kvíabryggju og dómhússins var hafnað af kostnaðarástæðum. Maðurinn hafði skömmu áður dvalið 11 nætur í Hegningarhúsinu. Hann er á sextugsaldri. Álag sem fylgir því að sitja réttarhöld í dómhúsi alla virka daga, frá morgni til kvölds, í fimm vikur er mikið. Líka fyrir þá sem geta hvílst heima hjá sér. Maðurinn sem átti að hvílast í gæsluvarðhaldsklefanum treysti sér ekki til þess að þiggja þetta boð. Verjandi mannsins óskaði þess að Fangelsismálastofnun endurskoðaði afstöðu sína og leitaði annarrar raunhæfrar lausnar með það að markmiði að maðurinn gæti fylgst með því þegar ákæruvaldið færði fram sönnun þess fyrir dómi að hann skyldi þola langa vist í fangelsi. Við því var ekki brugðist.Mannréttindi framar reglum Þegar leið að þeim degi sem maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi sendi verjandinn stofnuninni annað erindi. Fram undan var þriggja daga helgi þar sem ekki yrði þingað í málinu. Óskaði verjandinn þess að maðurinn fengi, til undirbúnings skýrslugjöfinni, að koma á lögmannsstofu hans þar sem öll gögn málsins væru aðgengileg og góð vinnuaðstaða. Áætlaði verjandinn að fundurinn gæti tekið fjórar til sex klukkustundir og lagði verjandinn það í hendur stofnunarinnar hvenær innan helgarinnar það hentaði best að flytja manninn til Reykjavíkur. Erindinu var hafnað en tekið fram að unnt væri að flytja fangann í Hegningarhúsið í þessu skyni á virkum degi. Verjandinn áttar sig ekki á því hvort þetta boð var sett fram í alvöru því fyrir liggur að réttarhaldið stendur alla virka daga. Úr varð að verjandinn fór á Kvíabryggju umrædda helgi og hitti þar skjólstæðing sinn. Verjandinn hefur beint erindum til dómsformanns og saksóknara í málinu um að þeir beiti sér fyrir því að maðurinn fái notið réttinda sinna til að vera viðstaddur málsmeðferðina. Dómsformaðurinn hefur ekki mörg ráð í því efni og saksóknarinn kvaðst ekki vilja skipta sér af þessu máli. Páll Winkel fangelsismálastjóri sendir verjandanum tóninn í viðtali við Ríkisútvarpið. Segir um erindi verjandans að „það að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mannréttindabrot, heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi sé í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar“. Verjandinn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fangelsismálastjóra eða annan starfsmann hjá stofnuninni að maðurinn fái „umframréttindi“ og það eru hrein ósannindi að verjandinn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur einungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lögbundinna réttinda sinna til þess að verjast fyrir dómi og fá að fylgjast með sönnunarfærslunni gegn sjálfum sér. Verjandinn hefur haldið því fram að maðurinn fái ekki í reynd notið þessara mannréttinda vegna skilyrða sem stofnunin setur. Telur verjandinn að mannréttindin gangi framar reglum Fangelsismálastofnunar um fullnustu refsinga. Orð fangelsismálastjóra um dómgreindarleysi og þekkingarleysi verjandans af þessu tilefni verður hann að eiga við sjálfan sig.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun