Náttúruminjasafn gegnt Arnarhóli Björn B. Björnsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Holan stóra við hlið Hörpu er tvær lóðir. Sú sem er nær höfninni verður hótel en hin, sem snýr að Arnarhóli, er í eigu Landsbankans. Bankinn hefur hug á að reisa þar aðalstöðvar sínar, en forsætisráðherra hefur staðið gegn þeim áformum. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála Sigmundi Davíð um að fráleitt sé að banki í almannaeigu eyði milljörðum króna í að reisa bankahöll í hjarta höfuðborgarinnar eftir það sem á undan er gengið. Svo fjölmennur vinnustaður myndi líka auka á umferðar- og bílastæðavanda miðborgarinnar. Höfuðstöðvar Landsbankans má vel byggja fjær miðborginni og nær stórum umferðaræðum. Vegna mótstöðu forsætisráðherra við byggingaráform bankans mun ekkert gerast í þessum hluta holunnar á næstunni – en á sama tíma verður byggt upp á öllum öðrum lóðum á svæðinu milli Hörpu og miðbæjarins. Bankinn virðist ætla að bíða þangað til tækifæri skapast til að koma áformum sínum í gegn. Á sama tíma er eitt höfuðsafn þjóðarinnar, Náttúruminjasafn Íslands, geymt í kössum því ekkert safnhús er til. Til að bæta úr því ófremdarástandi hafa verið uppi hugmyndir um að búa til einhvers konar sýningu í Perlunni í samstarfi við fjárfesta. Ætlunin er að þeir fái tekjur sýningarinnar og þannig fjárfestingu sína til baka. Ekki er mikil reisn yfir þeim áformum, enda hefur Alþingi ekki fengist til að veita fé til verksins. Þar sem Landsbankinn er í almannaeigu ættu stjórnvöld að geta komið því í kring að þessi lóð verði nýtt undir Náttúruminjasafn Íslands. Myndarlegt safn á þessum fallega stað væri stórhuga lausn sem hæfði vel þeim sessi sem náttúra landsins á í hjörtum okkar allra – og sú tilfinning mun vaxa á næstu árum, áratugum og öldum. Erlendir ferðamenn koma flestir til Íslands vegna náttúru landsins svo ekki er að efa að stórt og spennandi safn á þessum stað yrði gríðarlega fjölsótt og skilaði miklum tekjum. Sjálfsagt er að fram fari alþjóðleg samkeppni um útlit jafn mikilvægrar byggingar svo safnið geti í framtíðinni orðið eitt af einkennum Reykjavíkur og stolt allra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Björn B. Björnsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Holan stóra við hlið Hörpu er tvær lóðir. Sú sem er nær höfninni verður hótel en hin, sem snýr að Arnarhóli, er í eigu Landsbankans. Bankinn hefur hug á að reisa þar aðalstöðvar sínar, en forsætisráðherra hefur staðið gegn þeim áformum. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála Sigmundi Davíð um að fráleitt sé að banki í almannaeigu eyði milljörðum króna í að reisa bankahöll í hjarta höfuðborgarinnar eftir það sem á undan er gengið. Svo fjölmennur vinnustaður myndi líka auka á umferðar- og bílastæðavanda miðborgarinnar. Höfuðstöðvar Landsbankans má vel byggja fjær miðborginni og nær stórum umferðaræðum. Vegna mótstöðu forsætisráðherra við byggingaráform bankans mun ekkert gerast í þessum hluta holunnar á næstunni – en á sama tíma verður byggt upp á öllum öðrum lóðum á svæðinu milli Hörpu og miðbæjarins. Bankinn virðist ætla að bíða þangað til tækifæri skapast til að koma áformum sínum í gegn. Á sama tíma er eitt höfuðsafn þjóðarinnar, Náttúruminjasafn Íslands, geymt í kössum því ekkert safnhús er til. Til að bæta úr því ófremdarástandi hafa verið uppi hugmyndir um að búa til einhvers konar sýningu í Perlunni í samstarfi við fjárfesta. Ætlunin er að þeir fái tekjur sýningarinnar og þannig fjárfestingu sína til baka. Ekki er mikil reisn yfir þeim áformum, enda hefur Alþingi ekki fengist til að veita fé til verksins. Þar sem Landsbankinn er í almannaeigu ættu stjórnvöld að geta komið því í kring að þessi lóð verði nýtt undir Náttúruminjasafn Íslands. Myndarlegt safn á þessum fallega stað væri stórhuga lausn sem hæfði vel þeim sessi sem náttúra landsins á í hjörtum okkar allra – og sú tilfinning mun vaxa á næstu árum, áratugum og öldum. Erlendir ferðamenn koma flestir til Íslands vegna náttúru landsins svo ekki er að efa að stórt og spennandi safn á þessum stað yrði gríðarlega fjölsótt og skilaði miklum tekjum. Sjálfsagt er að fram fari alþjóðleg samkeppni um útlit jafn mikilvægrar byggingar svo safnið geti í framtíðinni orðið eitt af einkennum Reykjavíkur og stolt allra Íslendinga.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun