Náttúruminjasafn gegnt Arnarhóli Björn B. Björnsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Holan stóra við hlið Hörpu er tvær lóðir. Sú sem er nær höfninni verður hótel en hin, sem snýr að Arnarhóli, er í eigu Landsbankans. Bankinn hefur hug á að reisa þar aðalstöðvar sínar, en forsætisráðherra hefur staðið gegn þeim áformum. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála Sigmundi Davíð um að fráleitt sé að banki í almannaeigu eyði milljörðum króna í að reisa bankahöll í hjarta höfuðborgarinnar eftir það sem á undan er gengið. Svo fjölmennur vinnustaður myndi líka auka á umferðar- og bílastæðavanda miðborgarinnar. Höfuðstöðvar Landsbankans má vel byggja fjær miðborginni og nær stórum umferðaræðum. Vegna mótstöðu forsætisráðherra við byggingaráform bankans mun ekkert gerast í þessum hluta holunnar á næstunni – en á sama tíma verður byggt upp á öllum öðrum lóðum á svæðinu milli Hörpu og miðbæjarins. Bankinn virðist ætla að bíða þangað til tækifæri skapast til að koma áformum sínum í gegn. Á sama tíma er eitt höfuðsafn þjóðarinnar, Náttúruminjasafn Íslands, geymt í kössum því ekkert safnhús er til. Til að bæta úr því ófremdarástandi hafa verið uppi hugmyndir um að búa til einhvers konar sýningu í Perlunni í samstarfi við fjárfesta. Ætlunin er að þeir fái tekjur sýningarinnar og þannig fjárfestingu sína til baka. Ekki er mikil reisn yfir þeim áformum, enda hefur Alþingi ekki fengist til að veita fé til verksins. Þar sem Landsbankinn er í almannaeigu ættu stjórnvöld að geta komið því í kring að þessi lóð verði nýtt undir Náttúruminjasafn Íslands. Myndarlegt safn á þessum fallega stað væri stórhuga lausn sem hæfði vel þeim sessi sem náttúra landsins á í hjörtum okkar allra – og sú tilfinning mun vaxa á næstu árum, áratugum og öldum. Erlendir ferðamenn koma flestir til Íslands vegna náttúru landsins svo ekki er að efa að stórt og spennandi safn á þessum stað yrði gríðarlega fjölsótt og skilaði miklum tekjum. Sjálfsagt er að fram fari alþjóðleg samkeppni um útlit jafn mikilvægrar byggingar svo safnið geti í framtíðinni orðið eitt af einkennum Reykjavíkur og stolt allra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Björn B. Björnsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Holan stóra við hlið Hörpu er tvær lóðir. Sú sem er nær höfninni verður hótel en hin, sem snýr að Arnarhóli, er í eigu Landsbankans. Bankinn hefur hug á að reisa þar aðalstöðvar sínar, en forsætisráðherra hefur staðið gegn þeim áformum. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála Sigmundi Davíð um að fráleitt sé að banki í almannaeigu eyði milljörðum króna í að reisa bankahöll í hjarta höfuðborgarinnar eftir það sem á undan er gengið. Svo fjölmennur vinnustaður myndi líka auka á umferðar- og bílastæðavanda miðborgarinnar. Höfuðstöðvar Landsbankans má vel byggja fjær miðborginni og nær stórum umferðaræðum. Vegna mótstöðu forsætisráðherra við byggingaráform bankans mun ekkert gerast í þessum hluta holunnar á næstunni – en á sama tíma verður byggt upp á öllum öðrum lóðum á svæðinu milli Hörpu og miðbæjarins. Bankinn virðist ætla að bíða þangað til tækifæri skapast til að koma áformum sínum í gegn. Á sama tíma er eitt höfuðsafn þjóðarinnar, Náttúruminjasafn Íslands, geymt í kössum því ekkert safnhús er til. Til að bæta úr því ófremdarástandi hafa verið uppi hugmyndir um að búa til einhvers konar sýningu í Perlunni í samstarfi við fjárfesta. Ætlunin er að þeir fái tekjur sýningarinnar og þannig fjárfestingu sína til baka. Ekki er mikil reisn yfir þeim áformum, enda hefur Alþingi ekki fengist til að veita fé til verksins. Þar sem Landsbankinn er í almannaeigu ættu stjórnvöld að geta komið því í kring að þessi lóð verði nýtt undir Náttúruminjasafn Íslands. Myndarlegt safn á þessum fallega stað væri stórhuga lausn sem hæfði vel þeim sessi sem náttúra landsins á í hjörtum okkar allra – og sú tilfinning mun vaxa á næstu árum, áratugum og öldum. Erlendir ferðamenn koma flestir til Íslands vegna náttúru landsins svo ekki er að efa að stórt og spennandi safn á þessum stað yrði gríðarlega fjölsótt og skilaði miklum tekjum. Sjálfsagt er að fram fari alþjóðleg samkeppni um útlit jafn mikilvægrar byggingar svo safnið geti í framtíðinni orðið eitt af einkennum Reykjavíkur og stolt allra Íslendinga.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun