Opið bréf til Vigdísar Hauksdóttur Sigrún Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Sjá meira
Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun