Um verkfall heilbrigðisstétta Sigríður Kristinsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Það vekur mikla undrun að landlæknir skuli taka afgerandi afstöðu í kjaradeilu heilbrigðisstétta með ummælum um geislafræðinga. Hann á að gæta hagsmuna almennings, og þar eru sjúklingar meðtaldir, en undanfarna daga virðist hann hafa verið talsmaður ríkisstjórnarinnar. Hann á að vera maður sátta en ekki deilna. Það sem ég hef kynnst landlæknum hingað til hef ég ekki heyrt þá tala með svona hætti um verkföll eða útgöngu heilbrigðisstétta, sem leitast við að fá kjör sín bætt, og hef þó reynslu af því að vera meðal þeirra sjúkraliða sem gengið hafa út vegna óánægju með kaup og kjör, eða hafa farið í verkfall. Þó vil ég segja nýjum landlækni til hróss að hann hefur verið beinskeyttur í gagnrýni á niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. Sú umræða sem hefur skapast í þjóðfélaginu, að það eigi að skammta fólki laun í gegnum kjaradóm, er umræða um að svipta fólk verkfallsrétti en það var eitt af þeim málum sem forsvarsmenn opinberra starfsmanna börðust lengi fyrir að fá, en fengu ekki nema takmarkaðan fyrr en 1977. Þeir eru margir sem þiggja þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hratt og vel sín störf og af mikilli nákvæmni, því allt er þetta nákvæmnisvinna. Það hefði farið vel á því að við almenningur í landinu styddum baráttuna, efndum til mótmælastöðu og stuðningsaðgerða með greinaskrifum eða á annan hátt sem hverjum og einum væri best lagið. Það vita allir sem vilja vita að meirihluti starfsfólks á heilbrigðisstofnunum er konur og vona ég að sá hugsunarháttur sé ekki enn ríkjandi í þjóðfélaginu að konur eigi að vinna að mannúðarstörfum án þess að fá greitt fyrir. Varla mun sú ráðstefna, sem á að fara fram í sumar þar sem aðgangseyrir er um 140.000 krónur fyrir einstakling, bæta mikið þar úr? Að minnsta kosti er ekki að búast við því að heilbrigðisstéttir geti keypt sig inn á þessa ráðstefnu þegar búið er að greiða fyrir þær nauðsynjar sem þarf í daglega lífinu. Og ekki held ég að utanríkisráðherrann segi mér neitt nýtt um baráttu kvenna, hvorki á vinnumarkaði né í þjóðfélaginu.Samhugur mikilvægur Það er mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar finni fyrir samhug núna á erfiðum tímum, eins og verkfall skapar. Ég hef sjálf unnið á Landspítalanum sem sjúkraliði og þekki innviði hans ágætlega og veit að t.d. starfsaðstaða margra er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. T.d. þar sem blóðprufur eru teknar í kjallaranum á Landspítalanum eru gluggar upp við loft þannig að ekkert sést út. Dagsbirtan rétt nær að koma inn í herbergið þar sem fólk þarf að vinna allan daginn. Að ekki sé talað um skúrana á bak við spítalann sem eru ekki góðir vinnustaðir. Hef líka þurft að þiggja mikla þjónustu á ríkisspítölum undanfarin fimm ár og hef aldrei mætt öðru en velvild og vilja til að leysa úr mínum vandamálum, á hvaða deild sem er á sjúkrahúsinu, sem er mjög mikils virði fyrir þá sem þangað þurfa að leita. Er með ólæknandi sjúkdóm og mundi ekki geta verið heima og notið sæmilegra lífsgæða ef Landspítalans og hins góða starfsfólks nyti ekki við. Starfsfólkið er búið að reyna að semja við fjárveitingarvaldið í langan tíma en án árangurs. Síðustu samningar voru bráðabirgðasamningar enda var ástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki var von á miklum kjarabótum. En það var vitað að þegar ástandið batnaði í þjóðfélaginu kæmi upp sú eðlilega krafa að almenningur vildi fá sinn hluta af kökunni en ekki bara Sigmundur Davíð. Ég vona að mál heilbrigðisstarfsmanna leysist sem fyrst og að landlæknir sjái að sér og tali varlegar í framtíðinni um heilbrigðisstéttirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það vekur mikla undrun að landlæknir skuli taka afgerandi afstöðu í kjaradeilu heilbrigðisstétta með ummælum um geislafræðinga. Hann á að gæta hagsmuna almennings, og þar eru sjúklingar meðtaldir, en undanfarna daga virðist hann hafa verið talsmaður ríkisstjórnarinnar. Hann á að vera maður sátta en ekki deilna. Það sem ég hef kynnst landlæknum hingað til hef ég ekki heyrt þá tala með svona hætti um verkföll eða útgöngu heilbrigðisstétta, sem leitast við að fá kjör sín bætt, og hef þó reynslu af því að vera meðal þeirra sjúkraliða sem gengið hafa út vegna óánægju með kaup og kjör, eða hafa farið í verkfall. Þó vil ég segja nýjum landlækni til hróss að hann hefur verið beinskeyttur í gagnrýni á niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. Sú umræða sem hefur skapast í þjóðfélaginu, að það eigi að skammta fólki laun í gegnum kjaradóm, er umræða um að svipta fólk verkfallsrétti en það var eitt af þeim málum sem forsvarsmenn opinberra starfsmanna börðust lengi fyrir að fá, en fengu ekki nema takmarkaðan fyrr en 1977. Þeir eru margir sem þiggja þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hratt og vel sín störf og af mikilli nákvæmni, því allt er þetta nákvæmnisvinna. Það hefði farið vel á því að við almenningur í landinu styddum baráttuna, efndum til mótmælastöðu og stuðningsaðgerða með greinaskrifum eða á annan hátt sem hverjum og einum væri best lagið. Það vita allir sem vilja vita að meirihluti starfsfólks á heilbrigðisstofnunum er konur og vona ég að sá hugsunarháttur sé ekki enn ríkjandi í þjóðfélaginu að konur eigi að vinna að mannúðarstörfum án þess að fá greitt fyrir. Varla mun sú ráðstefna, sem á að fara fram í sumar þar sem aðgangseyrir er um 140.000 krónur fyrir einstakling, bæta mikið þar úr? Að minnsta kosti er ekki að búast við því að heilbrigðisstéttir geti keypt sig inn á þessa ráðstefnu þegar búið er að greiða fyrir þær nauðsynjar sem þarf í daglega lífinu. Og ekki held ég að utanríkisráðherrann segi mér neitt nýtt um baráttu kvenna, hvorki á vinnumarkaði né í þjóðfélaginu.Samhugur mikilvægur Það er mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar finni fyrir samhug núna á erfiðum tímum, eins og verkfall skapar. Ég hef sjálf unnið á Landspítalanum sem sjúkraliði og þekki innviði hans ágætlega og veit að t.d. starfsaðstaða margra er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. T.d. þar sem blóðprufur eru teknar í kjallaranum á Landspítalanum eru gluggar upp við loft þannig að ekkert sést út. Dagsbirtan rétt nær að koma inn í herbergið þar sem fólk þarf að vinna allan daginn. Að ekki sé talað um skúrana á bak við spítalann sem eru ekki góðir vinnustaðir. Hef líka þurft að þiggja mikla þjónustu á ríkisspítölum undanfarin fimm ár og hef aldrei mætt öðru en velvild og vilja til að leysa úr mínum vandamálum, á hvaða deild sem er á sjúkrahúsinu, sem er mjög mikils virði fyrir þá sem þangað þurfa að leita. Er með ólæknandi sjúkdóm og mundi ekki geta verið heima og notið sæmilegra lífsgæða ef Landspítalans og hins góða starfsfólks nyti ekki við. Starfsfólkið er búið að reyna að semja við fjárveitingarvaldið í langan tíma en án árangurs. Síðustu samningar voru bráðabirgðasamningar enda var ástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki var von á miklum kjarabótum. En það var vitað að þegar ástandið batnaði í þjóðfélaginu kæmi upp sú eðlilega krafa að almenningur vildi fá sinn hluta af kökunni en ekki bara Sigmundur Davíð. Ég vona að mál heilbrigðisstarfsmanna leysist sem fyrst og að landlæknir sjái að sér og tali varlegar í framtíðinni um heilbrigðisstéttirnar.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun