Þorskeldið á Íslandi komið að fótum fram svavar hávarðsson skrifar 19. maí 2015 07:30 Áætlanir um eldi á þorski í sjókvíum hér á Íslandi, sem og í Noregi, hafa fjarað út. Kynbótaverkefnum er haldið áfram til að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst og til að byggja undir frekari eldisstarf, vakni áhugi á því síðar. Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru (HG), segir að smátt og smátt hafi eldið verið að detta út af. Fyrir þremur árum hafi verið ákveðið að halda áfram kynbótum og framleiðslan takmarkist í raun við það verkefni. Hafrannsóknastofnun, IceCod og Gunnvör hafa staðið að verkefninu. HG hefur leyfi til eldis á 2.000 tonnum af þorski í sjókvíum fyrir vestan – í Álftafirði og í Seyðisfirði.Kristján G. JóakimssonKristján bendir á að vissar áskoranir séu í þorskeldinu – nokkuð sem hefur verið leyst í laxeldi. Eins hafi verð á mörkuðum lækkað um tugi prósenta með hruninu 2008 og þá hafi verið ljóst að eldið stóð engan veginn undir sér. Síðasta fyrirtækið í Noregi, þar sem bjartsýnin var mikil fyrir fáum árum, hefur látið af frekari áformum um þorskeldi en frá þessu sagði sjávarútvegsmiðillinn Fiskaren á dögunum. Bjartsýni Norðmanna á þorskeldi var hins vegar gríðarleg fyrir sex til sjö árum. Þá var rætt um annað eldisævintýri, og vísað til framleiðslu Norðmanna á laxi sem í dag er vel yfir milljón tonnum á ári. Kristján segir ljóst að Norðmenn hafi tapað milljarðatugum í tilraunum sínum, en eldið hérlendis hafi auðvitað verið mun lágstemmdara. Valdimar Ingi Gunnarsson, sérfræðingur hjá Sjávarútvegsþjónustunni ehf., segir að framfarir hafi verið miklar í kynbótum, bæði hér á landi og í Noregi, og þau seiði sem nú er hægt að fá séu af mun meiri gæðum en þegar starfið hófst. „Það er því mun betri tímasetning að byrja núna en fyrir tíu árum síðan – en best er að bíða lengur eftir meiri kynbótaframförum. Það á einnig eftir að gera mikið í sjúkdómamálunum svo sem framleiða bóluefni og hefur hægt mikið á þróunarstarfinu, og er það miður,“ segir Valdimar. Hann bætir við að áhuginn gangi í sveiflum og sumir hafi nefnt 10 ára sveiflu í því samhengi. Af þeim 310 tonnum sem slátrað var af þorski árið 2014 voru um 103 tonn úr aleldi, en restin kom úr áframeldi á villtum undirmálsþorski. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Áætlanir um eldi á þorski í sjókvíum hér á Íslandi, sem og í Noregi, hafa fjarað út. Kynbótaverkefnum er haldið áfram til að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst og til að byggja undir frekari eldisstarf, vakni áhugi á því síðar. Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru (HG), segir að smátt og smátt hafi eldið verið að detta út af. Fyrir þremur árum hafi verið ákveðið að halda áfram kynbótum og framleiðslan takmarkist í raun við það verkefni. Hafrannsóknastofnun, IceCod og Gunnvör hafa staðið að verkefninu. HG hefur leyfi til eldis á 2.000 tonnum af þorski í sjókvíum fyrir vestan – í Álftafirði og í Seyðisfirði.Kristján G. JóakimssonKristján bendir á að vissar áskoranir séu í þorskeldinu – nokkuð sem hefur verið leyst í laxeldi. Eins hafi verð á mörkuðum lækkað um tugi prósenta með hruninu 2008 og þá hafi verið ljóst að eldið stóð engan veginn undir sér. Síðasta fyrirtækið í Noregi, þar sem bjartsýnin var mikil fyrir fáum árum, hefur látið af frekari áformum um þorskeldi en frá þessu sagði sjávarútvegsmiðillinn Fiskaren á dögunum. Bjartsýni Norðmanna á þorskeldi var hins vegar gríðarleg fyrir sex til sjö árum. Þá var rætt um annað eldisævintýri, og vísað til framleiðslu Norðmanna á laxi sem í dag er vel yfir milljón tonnum á ári. Kristján segir ljóst að Norðmenn hafi tapað milljarðatugum í tilraunum sínum, en eldið hérlendis hafi auðvitað verið mun lágstemmdara. Valdimar Ingi Gunnarsson, sérfræðingur hjá Sjávarútvegsþjónustunni ehf., segir að framfarir hafi verið miklar í kynbótum, bæði hér á landi og í Noregi, og þau seiði sem nú er hægt að fá séu af mun meiri gæðum en þegar starfið hófst. „Það er því mun betri tímasetning að byrja núna en fyrir tíu árum síðan – en best er að bíða lengur eftir meiri kynbótaframförum. Það á einnig eftir að gera mikið í sjúkdómamálunum svo sem framleiða bóluefni og hefur hægt mikið á þróunarstarfinu, og er það miður,“ segir Valdimar. Hann bætir við að áhuginn gangi í sveiflum og sumir hafi nefnt 10 ára sveiflu í því samhengi. Af þeim 310 tonnum sem slátrað var af þorski árið 2014 voru um 103 tonn úr aleldi, en restin kom úr áframeldi á villtum undirmálsþorski.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira