Krakkar í Vesturbyggð fá talþjálfun um netið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2015 08:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir fjarkennslu á netinu framtíðina í hinum dreifðu byggðum. Fréttablaðið/Egill „Þetta hefur tekist vonum framar – alveg frábærlega eiginlega,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, um tilraunverkefni í vetur þar sem börnum í sveitarfélaginu hefur verið boðin talþjálfun í gegn um netið. Vesturbyggð samdi við fyrirtækið Tröppu um verkefnið og fékk að sögn Ásthildar bæjarstjóra styrk til þess frá bæði velferðarráðuneytinu og Sprotasjóði. Með þessu ríður Vesturbyggð á vaðið meðal sveitarfélaga landsins. „Það er gríðarleg löng bið í bænum eftir þjónustu talmeinafræðings og við erum að prófa að bjóða upp á þessa þjónustu þannig að foreldrar þurfi ekki að fara til Reykjavíkur með börnin sín,“ útskýrir Ásthildur. Kennslan fer þannig fram að börnin koma sér fyrir með heyrnartól og hljóðnema við tölvu í sérkennslustofu skólans og eru í beinu sambandi við talmeinafræðing í Reykjavík. Talmeinafræðingarnir hafa að sögn Ásthildar komið vestur nokkrum sinnum til að kynnast börnunum. „Það hefur verið uppsöfnuð þörf og þetta eru börn á öllum aldri,“ segir bæjarstjórinn. Verið sé að leysa vanda sem hafi verið mjög lengi til staðar og haft áhrif á þroska barna og sjálfsmynd. „Foreldrarnir þurfa ekki að fara í biðröðina í Reykjavík heldur geta þeir fengið þessa þjónustu heima fyrir. Þeir foreldrar sem ég þekki til eru alsælir og ég held að við munum halda áfram með þetta.“ Í Vesturbyggð er einnig hafin, í samstarfi við Tröppu, fjarkennsla í íslensku fyrir börn af erlendum uppruna. „Þar eru þrjár stúlkur núna í intensívu íslenskunámi í einn mánuð hjá kennara sem hefur áratuga reynslu. Við erum að sækja í bestu kennarana þannig að börnin eru að fá súperþjónustu,“ segir Ásthildur, sem sér fyrir sér aukna möguleika á þessu sviði: „Við eigum erfitt með að fá eðlisfræðikennara til dæmis. Í staðinn fyrir að ráða bara einhvern þá værum við frekar að ráða skólaliða og kaupa síðan svona þjónustu. Við gætum verið með besta stærðfræðikennara landsins sem væri að kenna á fjarfundi.“ Þá nefnir Ásthildur að verið sé að skoða sálfræðiþjónustu fyrir börn í gegn um netið þar sem ekki sé boðið upp á slíka þjónustu í Vesturbyggð. „Við teljum að þessi tækni sé framtíðin, að minnsta kosti fyrir okkur sem búum í þessum dreifðu byggðum,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
„Þetta hefur tekist vonum framar – alveg frábærlega eiginlega,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, um tilraunverkefni í vetur þar sem börnum í sveitarfélaginu hefur verið boðin talþjálfun í gegn um netið. Vesturbyggð samdi við fyrirtækið Tröppu um verkefnið og fékk að sögn Ásthildar bæjarstjóra styrk til þess frá bæði velferðarráðuneytinu og Sprotasjóði. Með þessu ríður Vesturbyggð á vaðið meðal sveitarfélaga landsins. „Það er gríðarleg löng bið í bænum eftir þjónustu talmeinafræðings og við erum að prófa að bjóða upp á þessa þjónustu þannig að foreldrar þurfi ekki að fara til Reykjavíkur með börnin sín,“ útskýrir Ásthildur. Kennslan fer þannig fram að börnin koma sér fyrir með heyrnartól og hljóðnema við tölvu í sérkennslustofu skólans og eru í beinu sambandi við talmeinafræðing í Reykjavík. Talmeinafræðingarnir hafa að sögn Ásthildar komið vestur nokkrum sinnum til að kynnast börnunum. „Það hefur verið uppsöfnuð þörf og þetta eru börn á öllum aldri,“ segir bæjarstjórinn. Verið sé að leysa vanda sem hafi verið mjög lengi til staðar og haft áhrif á þroska barna og sjálfsmynd. „Foreldrarnir þurfa ekki að fara í biðröðina í Reykjavík heldur geta þeir fengið þessa þjónustu heima fyrir. Þeir foreldrar sem ég þekki til eru alsælir og ég held að við munum halda áfram með þetta.“ Í Vesturbyggð er einnig hafin, í samstarfi við Tröppu, fjarkennsla í íslensku fyrir börn af erlendum uppruna. „Þar eru þrjár stúlkur núna í intensívu íslenskunámi í einn mánuð hjá kennara sem hefur áratuga reynslu. Við erum að sækja í bestu kennarana þannig að börnin eru að fá súperþjónustu,“ segir Ásthildur, sem sér fyrir sér aukna möguleika á þessu sviði: „Við eigum erfitt með að fá eðlisfræðikennara til dæmis. Í staðinn fyrir að ráða bara einhvern þá værum við frekar að ráða skólaliða og kaupa síðan svona þjónustu. Við gætum verið með besta stærðfræðikennara landsins sem væri að kenna á fjarfundi.“ Þá nefnir Ásthildur að verið sé að skoða sálfræðiþjónustu fyrir börn í gegn um netið þar sem ekki sé boðið upp á slíka þjónustu í Vesturbyggð. „Við teljum að þessi tækni sé framtíðin, að minnsta kosti fyrir okkur sem búum í þessum dreifðu byggðum,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira