Verndum Rammann Árni Páll Árnason skrifar 14. maí 2015 07:00 Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar