Viðskipti innlent

Engar aðgerðir vegna gagna úr HSBC-bankanum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri hefur nú lokið rannsókn á gögnunum úr stórbankanum HSBC sem komu til Íslands frá frönskum skattayfirvöldum. „Búið er að fara yfir gögnin frá HSBC. Þau gögn gefa ekki tilefni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Ástæðan er sú að þær upplýsingar er þar um ræðir varða ekki aðila sem eru íslenskir skattþegnar,“ greinir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri frá.

Erlendir fjölmiðlar greindu í vetur frá rannsókn á skjölum sem sýndu að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Sjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss. Nokkrir bankareikningar voru sagðir í eigu aðila sem tengjast Íslandi.

Leynigögnin sem ákveðið hefur verið að kaupa eru enn ekki komin til landsins. „Við erum ekki komin með gögnin í hús sem til stendur að kaupa.

Til þess að unnt sé að ganga frá kaupunum eru okkur nauðsynlegar tilteknar upplýsingar frá viðsemjandanum sem við höfum nú beðið eftir um hríð. Ég á þó ekki von á öðru en af þessu verði innan skamms tíma,“ segir Bryndís.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×