Tjón á ökutækjum hafa aukist undanfarið Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Forstjórar allra þriggja tryggingafélaganna hafa sagt að veturinn hafi verið óvenju tjónaþungur, einkum vegna tíðra óveðra. fréttablaðið/stefán „Merkjanleg neikvæð þróun ökutækjatjóna hefur átt sér stað það sem af er ári. Þá þróun má að hluta rekja til tíðarfarsins og ástands vega en aukin tjónatíðni er einnig þekktur fylgifiskur bættra aðstæðna í efnahagslífinu,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Hann segir í afkomutilkynningu sem send var fjölmiðlum í gær að vonandi muni endurnýjun bílaflotans, aukið öryggi bíla og tvöföldun vega og brúa draga úr þeirri þróun að bætt efnahagsumhverfi leiði til fjölgunar tjóna. Hagnaður af rekstri Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi nam 624 milljónum króna, samanborið við 124 milljóna króna tap á sama tíma árið áður. Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 55 milljónum króna, en var 318 milljónir króna á sama tímabili árið á undan. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi nam aftur á móti 757 milljónum króna en 347 milljóna króna tap var á fjárfestingum á sama tíma í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 17,8 milljarða um áramót.Neikvæð þróun Forstjóri Sjóvár vonar að endurnýjun bílaflotans, aukið öryggi bíla og tvöföldun vega og brúa dragi úr þeirri þróun að bætt efnahagsumhverfi leiði til fjölgunar tjóna.fréttablaðið/vilhelmSjóvá er þriðja og síðasta tryggingafélagið í Kauphöll Íslands sem skilar árshlutauppgjöri fyrir fyrsta fjórðung. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 15,5%. Bæði Vátryggingafélag Íslands og Tryggingamiðstöðin birtu árshlutauppgjör þann 30. apríl. Hjá Vátryggingafélagi Íslands var arðsemi eigin fjár 18,3% en hjá Tryggingamiðstöðinni var arðsemi eigin fjár 2,5 prósent. Hagnaður VÍS nam 733 milljónum króna á fjórðungnum samanborið við 14 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Hagnaður TM nam 72 milljónum samanborið við 700 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Forstjórar allra þriggja tryggingafélaganna hafa sagt að veturinn hafi verið óvenju tjónaþungur, einkum vegna tíðra óveðra. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Merkjanleg neikvæð þróun ökutækjatjóna hefur átt sér stað það sem af er ári. Þá þróun má að hluta rekja til tíðarfarsins og ástands vega en aukin tjónatíðni er einnig þekktur fylgifiskur bættra aðstæðna í efnahagslífinu,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Hann segir í afkomutilkynningu sem send var fjölmiðlum í gær að vonandi muni endurnýjun bílaflotans, aukið öryggi bíla og tvöföldun vega og brúa draga úr þeirri þróun að bætt efnahagsumhverfi leiði til fjölgunar tjóna. Hagnaður af rekstri Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi nam 624 milljónum króna, samanborið við 124 milljóna króna tap á sama tíma árið áður. Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 55 milljónum króna, en var 318 milljónir króna á sama tímabili árið á undan. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi nam aftur á móti 757 milljónum króna en 347 milljóna króna tap var á fjárfestingum á sama tíma í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 17,8 milljarða um áramót.Neikvæð þróun Forstjóri Sjóvár vonar að endurnýjun bílaflotans, aukið öryggi bíla og tvöföldun vega og brúa dragi úr þeirri þróun að bætt efnahagsumhverfi leiði til fjölgunar tjóna.fréttablaðið/vilhelmSjóvá er þriðja og síðasta tryggingafélagið í Kauphöll Íslands sem skilar árshlutauppgjöri fyrir fyrsta fjórðung. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 15,5%. Bæði Vátryggingafélag Íslands og Tryggingamiðstöðin birtu árshlutauppgjör þann 30. apríl. Hjá Vátryggingafélagi Íslands var arðsemi eigin fjár 18,3% en hjá Tryggingamiðstöðinni var arðsemi eigin fjár 2,5 prósent. Hagnaður VÍS nam 733 milljónum króna á fjórðungnum samanborið við 14 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Hagnaður TM nam 72 milljónum samanborið við 700 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Forstjórar allra þriggja tryggingafélaganna hafa sagt að veturinn hafi verið óvenju tjónaþungur, einkum vegna tíðra óveðra.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira