Innlent

Guðrún fagnar því að leggja á niður vasapeningakerfi aldraðra

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Guðrún Einarsdóttir á fundi Matthíasar Imsland um lök kjör aldraðra og ýmis baráttumál þeirra.
Guðrún Einarsdóttir á fundi Matthíasar Imsland um lök kjör aldraðra og ýmis baráttumál þeirra. Vísir/Valli
Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi sem hefur barist fyrir betri kjörum eldri borgara, fagnar því að stefnt er að því að setja í gang tilraunaverkefni til að innleiða breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna búsetu fólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Guðrún gerði sér ferð í velferðarráðuneytið í síðustu viku með vinsamlega áminningu til ráðherra vegna svokallaðs vasapeningakerfis sem hún telur brjóta á öldruðum.

„Ég er virkilega ánægð að heyra að ráðherra ætlar að láta til sín taka, þetta er bara byrjunin,“ segir Guðrún, en hún vill líka fá sérstakan umboðsmann aldraða.

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segist binda vonir við að hægt verði að taka upp breytt kerfi áður en langt um líður, en til umræðu sé að prófa það fyrst sem tilraunaverkefni. Þetta kom fram í ávarpi hennar á á landsfundi Landssambands eldri borgara.





Tilraunaverkefni Eygló Harðardóttir hélt nýverið ræðu á landsfundi Landssambands eldri borgara. Fréttablaðið/Ernir
Hugmyndin miðar að því að leggja niður vasapeningakerfið og auka þannig sjálfræði aldraðra. Einstaklingar greiði milliliðalaust fyrir þjónustu sem þeir fá á hjúkrunarheimilum að undanskilinni heilbrigðisþjónustu og annarri umönnun. Einnig er gert ráð fyrir húsaleigukostnaði sem tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins sem og tekju- og eignastöðu viðkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×