Á götunni í tæpa fjóra mánuði vegna veikinda Viktoría Hermannsdóttir skrifar 9. maí 2015 09:45 Erika segist vera ráðalaus þar sem hún hafi ekki efni á leigja á almenna markaðnum og fái ekki íbúð hjá Félagsbústöðum. Fréttablaðið/Andri SamfélagsmálErika E. Inderyanti hefur verið á götunni í tæpa fjóra mánuði eftir að hún missti íbúð sem hún leigði hjá Félagsbústöðum. Röð atvika varð til þess að Erika hætti að geta borgað af íbúð sinni og safnaði upp skuld sem fljótlega varð henni ofviða að borga. „Ef ég ætti við fíkniefna- eða drykkjuvandamál að stríða þá myndi ég fá stað til að búa á en veikindi mín duga ekki,“ segir Erika sem er orðin úrkula vonar um að fá þak yfir höfuðið. Fjallað var um stöðu Eriku í fréttum Stöðvar 2 í apríl en hún hefur búið hér á landi í 22 ár. Undanfarin fimmtán ár hefur hún glímt við ýmis veikindi sem hafa orsakað það að í dag er hún 75 prósent öryrki. Hún á tvo syni, annar er fluttur utan í nám en hinn er að klára Verzlunarskólann. „Ég hef alltaf unnið þegar ég hef getað það. Ég hef alltaf verið dugleg og lagt áherslu á að synir mínir geti menntað sig og með aukavinnunni tókst mér að borga leiguna. Þegar ég veiktist þá gat ég ekki unnið og hætti að geta borgað. Systir mín sem býr úti veiktist líka og ég varð að hjálpa henni að komast í bráðaaðgerð, það kostaði mikla peninga og ég er líka enn að borga af því,“ segir hún en sonur hennar hefur líka unnið með skólanum til þess að borga skólagjöld sín. Skuldin hlóðst upp og þegar hún var komin upp í um 700 þúsund krónur fékk hún tilkynningu um að hún yrði borin út úr íbúðinni. „Ég þorði þá ekki annað en að flytja út en svo er mér sagt eftir á að það hafi verið mestu mistökin því þannig virðist ég hafa stimplað mig út úr kerfinu,“ segir Erika sem segist hafa reynt árangurslaust að fá hjálp hjá félagsmálayfirvöldum við að koma undir sig fótunum á ný. Erika og sonur hennar hafa fengið að gista hjá vinafólki á meðan en hún segist vera orðin úrkula vonar um að mál hennar leysist. Hún getur ekki leigt á almennum leigumarkaði og sér ekki fram á að fá íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún geti ekki reitt fram peninga fyrir tryggingu og leigan sé of há. Samkvæmt upplýsingum frá Elfu Björk Ellertsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, getur borgin ekki tjáð sig um einstaka mál. Hins vegar sé það mjög fágætt að fólk missi íbúðir sínar hjá Félagsbústöðum. Alltaf sé reynt að finna lausnir fyrir fólk og er það hvatt til þess að leita sér einstaklingsráðgjafar hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar en það hefur Erika gert en að hennar sögn ekki fengið úrlausn sinna mála. Elva bendir einnig á að úrræði eins og Konukot sé opið fyrir aðra en þá sem eigi við fíknivanda að stríða. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
SamfélagsmálErika E. Inderyanti hefur verið á götunni í tæpa fjóra mánuði eftir að hún missti íbúð sem hún leigði hjá Félagsbústöðum. Röð atvika varð til þess að Erika hætti að geta borgað af íbúð sinni og safnaði upp skuld sem fljótlega varð henni ofviða að borga. „Ef ég ætti við fíkniefna- eða drykkjuvandamál að stríða þá myndi ég fá stað til að búa á en veikindi mín duga ekki,“ segir Erika sem er orðin úrkula vonar um að fá þak yfir höfuðið. Fjallað var um stöðu Eriku í fréttum Stöðvar 2 í apríl en hún hefur búið hér á landi í 22 ár. Undanfarin fimmtán ár hefur hún glímt við ýmis veikindi sem hafa orsakað það að í dag er hún 75 prósent öryrki. Hún á tvo syni, annar er fluttur utan í nám en hinn er að klára Verzlunarskólann. „Ég hef alltaf unnið þegar ég hef getað það. Ég hef alltaf verið dugleg og lagt áherslu á að synir mínir geti menntað sig og með aukavinnunni tókst mér að borga leiguna. Þegar ég veiktist þá gat ég ekki unnið og hætti að geta borgað. Systir mín sem býr úti veiktist líka og ég varð að hjálpa henni að komast í bráðaaðgerð, það kostaði mikla peninga og ég er líka enn að borga af því,“ segir hún en sonur hennar hefur líka unnið með skólanum til þess að borga skólagjöld sín. Skuldin hlóðst upp og þegar hún var komin upp í um 700 þúsund krónur fékk hún tilkynningu um að hún yrði borin út úr íbúðinni. „Ég þorði þá ekki annað en að flytja út en svo er mér sagt eftir á að það hafi verið mestu mistökin því þannig virðist ég hafa stimplað mig út úr kerfinu,“ segir Erika sem segist hafa reynt árangurslaust að fá hjálp hjá félagsmálayfirvöldum við að koma undir sig fótunum á ný. Erika og sonur hennar hafa fengið að gista hjá vinafólki á meðan en hún segist vera orðin úrkula vonar um að mál hennar leysist. Hún getur ekki leigt á almennum leigumarkaði og sér ekki fram á að fá íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún geti ekki reitt fram peninga fyrir tryggingu og leigan sé of há. Samkvæmt upplýsingum frá Elfu Björk Ellertsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, getur borgin ekki tjáð sig um einstaka mál. Hins vegar sé það mjög fágætt að fólk missi íbúðir sínar hjá Félagsbústöðum. Alltaf sé reynt að finna lausnir fyrir fólk og er það hvatt til þess að leita sér einstaklingsráðgjafar hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar en það hefur Erika gert en að hennar sögn ekki fengið úrlausn sinna mála. Elva bendir einnig á að úrræði eins og Konukot sé opið fyrir aðra en þá sem eigi við fíknivanda að stríða.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira