Innlent

Vona að urriðinn sýni sig eftir tæmingu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ekki er ráðlegt að fara út í nýtæmt Árbæjarlónið.
Ekki er ráðlegt að fara út í nýtæmt Árbæjarlónið. Fréttablaðið/Valli
Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hleyptu í gær úr miðlunarlóninu við Árbæjarstíflu eins og venja er á þessum tíma árs. Viðsjárvert getur verið fyrir fólk að ganga út í lónið þar sem botninn er víða gegnsósa og gljúpur.

Veiðimenn hafa frá því í byrjun maí kastað flugu fyrir urriða í efri hluta Elliðaánna. Fáir fiskar hafa komið á land og er kuldatíðinni fyrst og fremst kennt um. Tæming lónsins vekur þeim hins vegar þá von að nú leiti urriðarnir úr lónsstæðinu og upp í veiðisvæðið ofar í ánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×