Sjávarútvegur á að skila miklu til samfélagsins Kolbeinn Árnason skrifar 7. maí 2015 07:00 Góðar viðtökur undirskriftasöfnunar á vefsíðunni Þjóðareign má m.a. rekja til fullyrðinga Jón Steinssonar, hagfræðings og eins aðstandenda söfnunarinnar. Jón fullyrðir að íslenska ríkið sé hlunnfarið um 40-60 milljarða árlega þar sem ekki hafi verið gengið nægilega hart fram í skattlagningu þessarar grundvallarstoðar íslensks efnahags. Fullt tilefni er að staldra við þessa fullyrðingu. Samanlagður hagnaður útgerðarinnar, allt frá smábátum upp í stærstu fjölveiðiskip, nam 28 milljörðum króna á árinu 2013. Hér er undanskilinn hagnaður af vinnslunni enda hafa veiðigjöld verið réttlætt með því að um sé að ræða nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Því getur varla fundist stoð fyrir þessum fullyrðingum Jóns.Hagnaður útgerðarinnar Hagnaður útgerðarinnar er tilkominn vegna sölu á fiski m.a. til landsvinnslunnar. Samanlagt keypti íslensk fiskvinnsla afla fyrir um 130 milljarða króna árið 2013, en hagnaður fiskvinnslunnar í fyrra nam ríflega 30 milljörðum króna. Þetta þýðir að Jón telur að sjávarútvegurinn eigi einfaldlega að greiða allan hagnað af veiðum og vinnslu í veiðigjöld. Óþarfi er að fjölyrða um hvaða áhrif slíkt skattumhverfi hefði á fjárfestingu sjávarútvegsins og framgang hans. Rétt er að halda því til að haga íslenskar fiskvinnslur og útgerðir greiddu hátt í 30 milljarða samanlagt í skatta og opinber gjöld (tekjuskattur fyrirtækja, veiðigjöld og tryggingagjald árið 2013). Góð afkoma greinarinnar gerir að verkum að skattgreiðslur urðu umtalsvert hærri meðal annars vegna aukningar á greiðslu tekjuskatts. Mikilvægt er að hafa í huga að velgengni íslensks sjávarútvegs byggir á öflugri virðiskeðju sem nær allt frá veiðum til markaðssetningar og sölu erlendis. Í þessu ferli felast mestu verðmæti og mesti styrkur íslensks sjávarútvegs. Af þessu erum við stolt, ekki síst í ljósi þess að íslenskur sjávarútvegur er sá eini innan ríkja OECD sem ekki er ríkisstyrktur. Einna hæstir styrkir til sjávarútvegs eru reyndar veittir í Noregi en þar eru ekki innheimt veiðigjöld. Við teljum mikilvægt að varðveita þessa sérstöðu íslensks sjávarútvegs.Uppboð á makríl Þá hefur þess verið krafist að makrílkvótinn verði boðinn upp árlega að því er virðist í máli Jóns Steinssonar. Það mundi skapa óróa í bæjarfélögum sem byggja á fiskveiðum að geta aðeins séð ár fram í tímann og rekstrargrundvöllur fyrirtækja sem þurfa að byggja á svo takmarkaðri framtíðarsýn verður erfiður. Þá er óvíst hvort lán fengjust fyrir tækjum í vinnslu, hvað þá til að mynda kaupsamninga og viðskiptasambönd erlendis. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska eftir því að mótað verði framtíðarskipulag sem stuðli að frekari farsælli þróun sjávarútvegs á Íslandi. Ein aðalútflutningsgrein þjóðarinnar á ekki að þurfa að búa við óvissu gagnvart stjórnvöldum sem leggst ofan á óstöðuguleika á alþjóðlegum mörkuðum auk þeirrar óvissu sem felst í því að nýta lifandi auðlind. Langtímasjónarmið hljóta alltaf að vera heillavænlegasta leiðin þegar kemur að nýtingu auðlinda og fjárfreks atvinnureksturs sem samfélagið byggir afkomu sína á.Samstarf atvinnugreina Íslenskum fyrirtækjum í sjávarútvegi hefur tekist að fá gott verð fyrir afurðir sínar. Ekki ber að þakka sjávarútvegsfyrirtækjum það einum heldur samvinnu þeirra við öflug sölufyrirtæki, flutningsfyrirtæki sem og iðnfyrirtæki sem hafa skapað vinnslutæki á heimsmælikvarða og aukið þar með verðmæti og nýtingu sjávarfangs. Þessi samvinna milli greinanna hefur orðið til þess að Íslendingar fá nær fjörutíu prósentum meira verðmæti úr veiddu kílói á þorski en Norðmenn samkvæmt skýrslu McKinsey&Company um íslenskt efnahagslíf frá 2012. Þar kemur líka fram að engin þjóð þénar hlutfallslega jafn mikið á sjávarútvegi og Íslendingar og engin sjálfstæð þjóð á jafn mikið undir sjávarútvegi og Íslendingar. Sjávarútvegurinn ber mikla ábyrgð gagnvart íslensku samfélagi og við viljum standa undir henni. Sjávarútvegurinn er útflutningsgrein og velgengni hans byggir á því að standast erlenda samkeppni þegar kemur að gæðum, þróun, verði og kostnaði.Hlúum að útflutningsgreinum Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, minnti á mikilvægi þess að gæta að útflutningsgreinunum þegar tekist væri á við samdrátt þegar hann kom hingað til lands í síðastliðnum mánuði. Persson sagði Íslendinga hafa margt fram að færa og vera í raun í öfundsverðri stöðu. Þjóðin væri ung, vel menntuð og rík af auðlindum þannig að hér væru allar forsendur til staðar til að auka samkeppnishæfni og bæta lífskjör landsmanna. Til þess að það takist verði þjóðin hins vegar að vera varkár en í grundvallaratriðum séu efnahagshorfur Íslands góðar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Góðar viðtökur undirskriftasöfnunar á vefsíðunni Þjóðareign má m.a. rekja til fullyrðinga Jón Steinssonar, hagfræðings og eins aðstandenda söfnunarinnar. Jón fullyrðir að íslenska ríkið sé hlunnfarið um 40-60 milljarða árlega þar sem ekki hafi verið gengið nægilega hart fram í skattlagningu þessarar grundvallarstoðar íslensks efnahags. Fullt tilefni er að staldra við þessa fullyrðingu. Samanlagður hagnaður útgerðarinnar, allt frá smábátum upp í stærstu fjölveiðiskip, nam 28 milljörðum króna á árinu 2013. Hér er undanskilinn hagnaður af vinnslunni enda hafa veiðigjöld verið réttlætt með því að um sé að ræða nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Því getur varla fundist stoð fyrir þessum fullyrðingum Jóns.Hagnaður útgerðarinnar Hagnaður útgerðarinnar er tilkominn vegna sölu á fiski m.a. til landsvinnslunnar. Samanlagt keypti íslensk fiskvinnsla afla fyrir um 130 milljarða króna árið 2013, en hagnaður fiskvinnslunnar í fyrra nam ríflega 30 milljörðum króna. Þetta þýðir að Jón telur að sjávarútvegurinn eigi einfaldlega að greiða allan hagnað af veiðum og vinnslu í veiðigjöld. Óþarfi er að fjölyrða um hvaða áhrif slíkt skattumhverfi hefði á fjárfestingu sjávarútvegsins og framgang hans. Rétt er að halda því til að haga íslenskar fiskvinnslur og útgerðir greiddu hátt í 30 milljarða samanlagt í skatta og opinber gjöld (tekjuskattur fyrirtækja, veiðigjöld og tryggingagjald árið 2013). Góð afkoma greinarinnar gerir að verkum að skattgreiðslur urðu umtalsvert hærri meðal annars vegna aukningar á greiðslu tekjuskatts. Mikilvægt er að hafa í huga að velgengni íslensks sjávarútvegs byggir á öflugri virðiskeðju sem nær allt frá veiðum til markaðssetningar og sölu erlendis. Í þessu ferli felast mestu verðmæti og mesti styrkur íslensks sjávarútvegs. Af þessu erum við stolt, ekki síst í ljósi þess að íslenskur sjávarútvegur er sá eini innan ríkja OECD sem ekki er ríkisstyrktur. Einna hæstir styrkir til sjávarútvegs eru reyndar veittir í Noregi en þar eru ekki innheimt veiðigjöld. Við teljum mikilvægt að varðveita þessa sérstöðu íslensks sjávarútvegs.Uppboð á makríl Þá hefur þess verið krafist að makrílkvótinn verði boðinn upp árlega að því er virðist í máli Jóns Steinssonar. Það mundi skapa óróa í bæjarfélögum sem byggja á fiskveiðum að geta aðeins séð ár fram í tímann og rekstrargrundvöllur fyrirtækja sem þurfa að byggja á svo takmarkaðri framtíðarsýn verður erfiður. Þá er óvíst hvort lán fengjust fyrir tækjum í vinnslu, hvað þá til að mynda kaupsamninga og viðskiptasambönd erlendis. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska eftir því að mótað verði framtíðarskipulag sem stuðli að frekari farsælli þróun sjávarútvegs á Íslandi. Ein aðalútflutningsgrein þjóðarinnar á ekki að þurfa að búa við óvissu gagnvart stjórnvöldum sem leggst ofan á óstöðuguleika á alþjóðlegum mörkuðum auk þeirrar óvissu sem felst í því að nýta lifandi auðlind. Langtímasjónarmið hljóta alltaf að vera heillavænlegasta leiðin þegar kemur að nýtingu auðlinda og fjárfreks atvinnureksturs sem samfélagið byggir afkomu sína á.Samstarf atvinnugreina Íslenskum fyrirtækjum í sjávarútvegi hefur tekist að fá gott verð fyrir afurðir sínar. Ekki ber að þakka sjávarútvegsfyrirtækjum það einum heldur samvinnu þeirra við öflug sölufyrirtæki, flutningsfyrirtæki sem og iðnfyrirtæki sem hafa skapað vinnslutæki á heimsmælikvarða og aukið þar með verðmæti og nýtingu sjávarfangs. Þessi samvinna milli greinanna hefur orðið til þess að Íslendingar fá nær fjörutíu prósentum meira verðmæti úr veiddu kílói á þorski en Norðmenn samkvæmt skýrslu McKinsey&Company um íslenskt efnahagslíf frá 2012. Þar kemur líka fram að engin þjóð þénar hlutfallslega jafn mikið á sjávarútvegi og Íslendingar og engin sjálfstæð þjóð á jafn mikið undir sjávarútvegi og Íslendingar. Sjávarútvegurinn ber mikla ábyrgð gagnvart íslensku samfélagi og við viljum standa undir henni. Sjávarútvegurinn er útflutningsgrein og velgengni hans byggir á því að standast erlenda samkeppni þegar kemur að gæðum, þróun, verði og kostnaði.Hlúum að útflutningsgreinum Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, minnti á mikilvægi þess að gæta að útflutningsgreinunum þegar tekist væri á við samdrátt þegar hann kom hingað til lands í síðastliðnum mánuði. Persson sagði Íslendinga hafa margt fram að færa og vera í raun í öfundsverðri stöðu. Þjóðin væri ung, vel menntuð og rík af auðlindum þannig að hér væru allar forsendur til staðar til að auka samkeppnishæfni og bæta lífskjör landsmanna. Til þess að það takist verði þjóðin hins vegar að vera varkár en í grundvallaratriðum séu efnahagshorfur Íslands góðar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar