Algjör umbreyting á örfáum árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2015 12:00 Það þótti ærin ástæða til að fagna þegar Fasteignafélagið Eik var skráð á Markað í síðustu viku. fréttablaðið/gva Algjör umbreyting hefur orðið á hlutabréfamarkaðnum frá árinu 2009, segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Það hafa komið inn mörg öflug félög, markaðsverðið hefur fjórfaldast á þessum tíma. Farið úr 200 milljörðum í 800 milljarða,“ segir Páll í samtali við Markaðinn. Þetta þýði það að markaðsvirði félaga sé komið upp í 40 prósent af landsframleiðslu. „Það stefnir í það innan fárra ára að markaðurinn verði það afl í þjóðfélaginu sem hann er í löndunum í kringum okkur og þessi stuðningur við atvinnulífið sem við viljum að hann verði,“ segir Páll. Á sama tíma og markaðsvirðið hefur fjórfaldast hafa viðskiptin þrettánfaldast. Á árinu 2009 hafi dagleg viðskipti numið 100 milljónum króna, en nú séu þau komin upp í 1.300 milljónir. Á vissum tímabilum geti viðskipti orðið enn meiri. „Eins og í kringum uppgjör félaga. Í slíkum tilfellum eru viðskiptin í kringum tveir milljarðar. Þetta er gjörbreytt ásýnd og auðvitað hefst þetta fyrir alvöru með skráningu Haga síðla árs árið 2011 þannig að þetta er í raun og veru ekkert langur tími. Þetta er í þrjú og hálft ár sem þessi uppbyggingarfasi hefur staðið yfir,“ segir Páll. Í liðinni viku hófust viðskipti með bréf í fasteignafélaginu Eik. Það var þriðja fasteignafélagið sem var skráð á markað. Þar eru jafnframt skráð þrjú tryggingafélög, auk annarra félaga. „Skoðanaskiptin verða áhugaverðari, að því leyti til held ég, að það sé áhugavert að vera með mörg félög í hverri grein,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að auðvelt sé að færa sig á milli greina, jafnvel milli hlutabréfa og skuldabréfa. Það séu að myndast fjölbreyttari fjárfestingarkostir sem geri markaðinn skilvirkari, áhugaverðari fyrir fjárfesta og meira aðlaðandi kost bæði fyrir fagfjárfesta og almenna fjárfesta. „Og ég á alveg von á því að þessi þróun haldi áfram,“ segir Páll. Í vetur gaf Kauphöllin út ritið Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. „Við höfum fylgt þessu eftir og rætt þetta áfram meðal hagsmunaaðila, en þessar tillögur eru að nokkru leyti sprottnar upp úr samtali við aðila á markaði. Við höfum átt í viðræðum við stjórnvöld og höfum fengið ágætar viðtökur,“ segir Páll. Hann segir fyrstu viðbrögð stjórnvalda vera jákvæð og telur að almennt sé skilningur á því meðal stjórnvalda að þetta skipti máli. „Ein af þessum tillögum sneri að möguleika lífeyrissjóða til þess að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagjörninga. Ég get ekki séð betur en að það sé þverpólitískur stuðningur við það frumvarp sem er inni á þingi sem myndi leiða til þess að lífeyrissjóðirnir fengju aukaheimild upp á fimm prósent af sínu eignasafni til þess að fjárfesta á markaðstorgum fjármálagerninga. Það frumvarp er komið í gegnum tvær umræður á þingi og ég geri mér góðar vonir um að það fari í gegn,“ segir Páll. Þá hafi Kauphöllin einnig átt í viðræðum við stjórnvöld um tillögur sem gera það auðveldara og ódýrara fyrir smærri fyrirtæki að koma inn á markaðinn. „Þar höfum við átt samtal og mín upplifun er sú að þessar tillögur hafi mætt góðum skilningi en engar ákvarðanir verið teknar af hálfu stjórnvalda,“ segir Páll. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Algjör umbreyting hefur orðið á hlutabréfamarkaðnum frá árinu 2009, segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Það hafa komið inn mörg öflug félög, markaðsverðið hefur fjórfaldast á þessum tíma. Farið úr 200 milljörðum í 800 milljarða,“ segir Páll í samtali við Markaðinn. Þetta þýði það að markaðsvirði félaga sé komið upp í 40 prósent af landsframleiðslu. „Það stefnir í það innan fárra ára að markaðurinn verði það afl í þjóðfélaginu sem hann er í löndunum í kringum okkur og þessi stuðningur við atvinnulífið sem við viljum að hann verði,“ segir Páll. Á sama tíma og markaðsvirðið hefur fjórfaldast hafa viðskiptin þrettánfaldast. Á árinu 2009 hafi dagleg viðskipti numið 100 milljónum króna, en nú séu þau komin upp í 1.300 milljónir. Á vissum tímabilum geti viðskipti orðið enn meiri. „Eins og í kringum uppgjör félaga. Í slíkum tilfellum eru viðskiptin í kringum tveir milljarðar. Þetta er gjörbreytt ásýnd og auðvitað hefst þetta fyrir alvöru með skráningu Haga síðla árs árið 2011 þannig að þetta er í raun og veru ekkert langur tími. Þetta er í þrjú og hálft ár sem þessi uppbyggingarfasi hefur staðið yfir,“ segir Páll. Í liðinni viku hófust viðskipti með bréf í fasteignafélaginu Eik. Það var þriðja fasteignafélagið sem var skráð á markað. Þar eru jafnframt skráð þrjú tryggingafélög, auk annarra félaga. „Skoðanaskiptin verða áhugaverðari, að því leyti til held ég, að það sé áhugavert að vera með mörg félög í hverri grein,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að auðvelt sé að færa sig á milli greina, jafnvel milli hlutabréfa og skuldabréfa. Það séu að myndast fjölbreyttari fjárfestingarkostir sem geri markaðinn skilvirkari, áhugaverðari fyrir fjárfesta og meira aðlaðandi kost bæði fyrir fagfjárfesta og almenna fjárfesta. „Og ég á alveg von á því að þessi þróun haldi áfram,“ segir Páll. Í vetur gaf Kauphöllin út ritið Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. „Við höfum fylgt þessu eftir og rætt þetta áfram meðal hagsmunaaðila, en þessar tillögur eru að nokkru leyti sprottnar upp úr samtali við aðila á markaði. Við höfum átt í viðræðum við stjórnvöld og höfum fengið ágætar viðtökur,“ segir Páll. Hann segir fyrstu viðbrögð stjórnvalda vera jákvæð og telur að almennt sé skilningur á því meðal stjórnvalda að þetta skipti máli. „Ein af þessum tillögum sneri að möguleika lífeyrissjóða til þess að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagjörninga. Ég get ekki séð betur en að það sé þverpólitískur stuðningur við það frumvarp sem er inni á þingi sem myndi leiða til þess að lífeyrissjóðirnir fengju aukaheimild upp á fimm prósent af sínu eignasafni til þess að fjárfesta á markaðstorgum fjármálagerninga. Það frumvarp er komið í gegnum tvær umræður á þingi og ég geri mér góðar vonir um að það fari í gegn,“ segir Páll. Þá hafi Kauphöllin einnig átt í viðræðum við stjórnvöld um tillögur sem gera það auðveldara og ódýrara fyrir smærri fyrirtæki að koma inn á markaðinn. „Þar höfum við átt samtal og mín upplifun er sú að þessar tillögur hafi mætt góðum skilningi en engar ákvarðanir verið teknar af hálfu stjórnvalda,“ segir Páll.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent