Algjör umbreyting á örfáum árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2015 12:00 Það þótti ærin ástæða til að fagna þegar Fasteignafélagið Eik var skráð á Markað í síðustu viku. fréttablaðið/gva Algjör umbreyting hefur orðið á hlutabréfamarkaðnum frá árinu 2009, segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Það hafa komið inn mörg öflug félög, markaðsverðið hefur fjórfaldast á þessum tíma. Farið úr 200 milljörðum í 800 milljarða,“ segir Páll í samtali við Markaðinn. Þetta þýði það að markaðsvirði félaga sé komið upp í 40 prósent af landsframleiðslu. „Það stefnir í það innan fárra ára að markaðurinn verði það afl í þjóðfélaginu sem hann er í löndunum í kringum okkur og þessi stuðningur við atvinnulífið sem við viljum að hann verði,“ segir Páll. Á sama tíma og markaðsvirðið hefur fjórfaldast hafa viðskiptin þrettánfaldast. Á árinu 2009 hafi dagleg viðskipti numið 100 milljónum króna, en nú séu þau komin upp í 1.300 milljónir. Á vissum tímabilum geti viðskipti orðið enn meiri. „Eins og í kringum uppgjör félaga. Í slíkum tilfellum eru viðskiptin í kringum tveir milljarðar. Þetta er gjörbreytt ásýnd og auðvitað hefst þetta fyrir alvöru með skráningu Haga síðla árs árið 2011 þannig að þetta er í raun og veru ekkert langur tími. Þetta er í þrjú og hálft ár sem þessi uppbyggingarfasi hefur staðið yfir,“ segir Páll. Í liðinni viku hófust viðskipti með bréf í fasteignafélaginu Eik. Það var þriðja fasteignafélagið sem var skráð á markað. Þar eru jafnframt skráð þrjú tryggingafélög, auk annarra félaga. „Skoðanaskiptin verða áhugaverðari, að því leyti til held ég, að það sé áhugavert að vera með mörg félög í hverri grein,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að auðvelt sé að færa sig á milli greina, jafnvel milli hlutabréfa og skuldabréfa. Það séu að myndast fjölbreyttari fjárfestingarkostir sem geri markaðinn skilvirkari, áhugaverðari fyrir fjárfesta og meira aðlaðandi kost bæði fyrir fagfjárfesta og almenna fjárfesta. „Og ég á alveg von á því að þessi þróun haldi áfram,“ segir Páll. Í vetur gaf Kauphöllin út ritið Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. „Við höfum fylgt þessu eftir og rætt þetta áfram meðal hagsmunaaðila, en þessar tillögur eru að nokkru leyti sprottnar upp úr samtali við aðila á markaði. Við höfum átt í viðræðum við stjórnvöld og höfum fengið ágætar viðtökur,“ segir Páll. Hann segir fyrstu viðbrögð stjórnvalda vera jákvæð og telur að almennt sé skilningur á því meðal stjórnvalda að þetta skipti máli. „Ein af þessum tillögum sneri að möguleika lífeyrissjóða til þess að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagjörninga. Ég get ekki séð betur en að það sé þverpólitískur stuðningur við það frumvarp sem er inni á þingi sem myndi leiða til þess að lífeyrissjóðirnir fengju aukaheimild upp á fimm prósent af sínu eignasafni til þess að fjárfesta á markaðstorgum fjármálagerninga. Það frumvarp er komið í gegnum tvær umræður á þingi og ég geri mér góðar vonir um að það fari í gegn,“ segir Páll. Þá hafi Kauphöllin einnig átt í viðræðum við stjórnvöld um tillögur sem gera það auðveldara og ódýrara fyrir smærri fyrirtæki að koma inn á markaðinn. „Þar höfum við átt samtal og mín upplifun er sú að þessar tillögur hafi mætt góðum skilningi en engar ákvarðanir verið teknar af hálfu stjórnvalda,“ segir Páll. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Algjör umbreyting hefur orðið á hlutabréfamarkaðnum frá árinu 2009, segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Það hafa komið inn mörg öflug félög, markaðsverðið hefur fjórfaldast á þessum tíma. Farið úr 200 milljörðum í 800 milljarða,“ segir Páll í samtali við Markaðinn. Þetta þýði það að markaðsvirði félaga sé komið upp í 40 prósent af landsframleiðslu. „Það stefnir í það innan fárra ára að markaðurinn verði það afl í þjóðfélaginu sem hann er í löndunum í kringum okkur og þessi stuðningur við atvinnulífið sem við viljum að hann verði,“ segir Páll. Á sama tíma og markaðsvirðið hefur fjórfaldast hafa viðskiptin þrettánfaldast. Á árinu 2009 hafi dagleg viðskipti numið 100 milljónum króna, en nú séu þau komin upp í 1.300 milljónir. Á vissum tímabilum geti viðskipti orðið enn meiri. „Eins og í kringum uppgjör félaga. Í slíkum tilfellum eru viðskiptin í kringum tveir milljarðar. Þetta er gjörbreytt ásýnd og auðvitað hefst þetta fyrir alvöru með skráningu Haga síðla árs árið 2011 þannig að þetta er í raun og veru ekkert langur tími. Þetta er í þrjú og hálft ár sem þessi uppbyggingarfasi hefur staðið yfir,“ segir Páll. Í liðinni viku hófust viðskipti með bréf í fasteignafélaginu Eik. Það var þriðja fasteignafélagið sem var skráð á markað. Þar eru jafnframt skráð þrjú tryggingafélög, auk annarra félaga. „Skoðanaskiptin verða áhugaverðari, að því leyti til held ég, að það sé áhugavert að vera með mörg félög í hverri grein,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að auðvelt sé að færa sig á milli greina, jafnvel milli hlutabréfa og skuldabréfa. Það séu að myndast fjölbreyttari fjárfestingarkostir sem geri markaðinn skilvirkari, áhugaverðari fyrir fjárfesta og meira aðlaðandi kost bæði fyrir fagfjárfesta og almenna fjárfesta. „Og ég á alveg von á því að þessi þróun haldi áfram,“ segir Páll. Í vetur gaf Kauphöllin út ritið Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. „Við höfum fylgt þessu eftir og rætt þetta áfram meðal hagsmunaaðila, en þessar tillögur eru að nokkru leyti sprottnar upp úr samtali við aðila á markaði. Við höfum átt í viðræðum við stjórnvöld og höfum fengið ágætar viðtökur,“ segir Páll. Hann segir fyrstu viðbrögð stjórnvalda vera jákvæð og telur að almennt sé skilningur á því meðal stjórnvalda að þetta skipti máli. „Ein af þessum tillögum sneri að möguleika lífeyrissjóða til þess að fjárfesta á markaðstorgi fjármálagjörninga. Ég get ekki séð betur en að það sé þverpólitískur stuðningur við það frumvarp sem er inni á þingi sem myndi leiða til þess að lífeyrissjóðirnir fengju aukaheimild upp á fimm prósent af sínu eignasafni til þess að fjárfesta á markaðstorgum fjármálagerninga. Það frumvarp er komið í gegnum tvær umræður á þingi og ég geri mér góðar vonir um að það fari í gegn,“ segir Páll. Þá hafi Kauphöllin einnig átt í viðræðum við stjórnvöld um tillögur sem gera það auðveldara og ódýrara fyrir smærri fyrirtæki að koma inn á markaðinn. „Þar höfum við átt samtal og mín upplifun er sú að þessar tillögur hafi mætt góðum skilningi en engar ákvarðanir verið teknar af hálfu stjórnvalda,“ segir Páll.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira