Grundartangi og Hvalfjörður Bubbi Morthens skrifar 1. maí 2015 07:00 Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun