Er Sjálfstæðisflokkurinn að verða eins og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna? Erling Ingvason og Sigurjón Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar