Þrjú fasteignafélög komin í Kauphöllina Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Það er venja að forstjóri nýskráðs félags hringi inn viðskiptin á fyrsta degi. Það var engin breyting gerð á því í gær og tók forstjóri Eikar sig vel út við bjölluna. Páll Harðarson fylgdist spenntur með. fréttablaðið/gva Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Eik fasteignafélagi á aðallista Kauphallar Íslands var í gær og nam velta með bréf félagsins 160 milljónum króna. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í upphafi dags að hann væri sáttur við niðurstöðuna í útboðinu sem haldið var. „Þetta seldist allt og það var umframeftirspurn, þannig að ég er alveg sáttur við þetta útboð,“ sagði hann. Í útboðinu bárust tilboð fyrir samtals 8,3 milljarða króna í 3,3 milljarða króna hlut. Ákveðnar skyldur eru lagðar á skráð fyrirtæki, til dæmis um birtingu uppgjörs ársfjórðungslega í stað einu sinni á ári. Garðar Hannes telur það þó ekki vera vandamál. „Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða uppgjör,“ segir Garðar Hannes. Eini munurinn núna sé þá sá að núna verði uppgjörin birt almenningi. Eik er þriðja fasteignafélagið á aðallistanum. Fyrir er Reginn og fyrir fáeinum vikum bættust Reitir við. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að Eik verði áhugaverð viðbót við markaðinn. „Þetta er áhugaverð leið fyrir almenna fjárfesta inn á fasteignamarkað, hvort sem það er í gegnum beinar fjárfestingar eða óbeint í gegnum sjóði,“ segir hann. Páll telur ekki of mikið að vera með þrjú fasteignafélög. „Við erum með þrjú tryggingafélög og nú erum við komin með þrjú fasteignafélög. Ég held að það einfaldlega geri markaðinn bara áhugaverðari fyrir þau félög sem eru í þessum geira að hafa samanburðarfélög,“ segir hann. Páll segir að virði fasteignafélaganna sé núna um ellefu til tólf prósent af markaðsvirði allra félaga á markaðnum. Þess er vænst að þrjú félög muni brátt bætast á aðallistann. Síminn verður skráður í haust, Advania verður skráð á næsta ári og svo eru væntingar um að Skeljungur bætist í hópinn. „Þetta er svona í pípunum, en svo vonar maður að það komi að því að stjórnvöld taki skrefið og skrái Landsbankann. Það væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir hann. Páll segir að mjög vel hafi verið búið að skráningum á markaðinn á síðustu árum. „Þær hafa verið undirbúnar mjög vel og þetta eru félög sem hafa verið í mjög góðum rekstri. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að byggja upp markaðinn hérna. Þetta hafa verið að miklu leyti til arðgreiðslufélög. Vonandi fáum við líka inn fleiri vaxtarfélög sem líta til útlanda með vöxt,“ segir hann. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Eik fasteignafélagi á aðallista Kauphallar Íslands var í gær og nam velta með bréf félagsins 160 milljónum króna. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í upphafi dags að hann væri sáttur við niðurstöðuna í útboðinu sem haldið var. „Þetta seldist allt og það var umframeftirspurn, þannig að ég er alveg sáttur við þetta útboð,“ sagði hann. Í útboðinu bárust tilboð fyrir samtals 8,3 milljarða króna í 3,3 milljarða króna hlut. Ákveðnar skyldur eru lagðar á skráð fyrirtæki, til dæmis um birtingu uppgjörs ársfjórðungslega í stað einu sinni á ári. Garðar Hannes telur það þó ekki vera vandamál. „Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða uppgjör,“ segir Garðar Hannes. Eini munurinn núna sé þá sá að núna verði uppgjörin birt almenningi. Eik er þriðja fasteignafélagið á aðallistanum. Fyrir er Reginn og fyrir fáeinum vikum bættust Reitir við. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að Eik verði áhugaverð viðbót við markaðinn. „Þetta er áhugaverð leið fyrir almenna fjárfesta inn á fasteignamarkað, hvort sem það er í gegnum beinar fjárfestingar eða óbeint í gegnum sjóði,“ segir hann. Páll telur ekki of mikið að vera með þrjú fasteignafélög. „Við erum með þrjú tryggingafélög og nú erum við komin með þrjú fasteignafélög. Ég held að það einfaldlega geri markaðinn bara áhugaverðari fyrir þau félög sem eru í þessum geira að hafa samanburðarfélög,“ segir hann. Páll segir að virði fasteignafélaganna sé núna um ellefu til tólf prósent af markaðsvirði allra félaga á markaðnum. Þess er vænst að þrjú félög muni brátt bætast á aðallistann. Síminn verður skráður í haust, Advania verður skráð á næsta ári og svo eru væntingar um að Skeljungur bætist í hópinn. „Þetta er svona í pípunum, en svo vonar maður að það komi að því að stjórnvöld taki skrefið og skrái Landsbankann. Það væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir hann. Páll segir að mjög vel hafi verið búið að skráningum á markaðinn á síðustu árum. „Þær hafa verið undirbúnar mjög vel og þetta eru félög sem hafa verið í mjög góðum rekstri. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að byggja upp markaðinn hérna. Þetta hafa verið að miklu leyti til arðgreiðslufélög. Vonandi fáum við líka inn fleiri vaxtarfélög sem líta til útlanda með vöxt,“ segir hann.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira