Þrjú fasteignafélög komin í Kauphöllina Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Það er venja að forstjóri nýskráðs félags hringi inn viðskiptin á fyrsta degi. Það var engin breyting gerð á því í gær og tók forstjóri Eikar sig vel út við bjölluna. Páll Harðarson fylgdist spenntur með. fréttablaðið/gva Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Eik fasteignafélagi á aðallista Kauphallar Íslands var í gær og nam velta með bréf félagsins 160 milljónum króna. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í upphafi dags að hann væri sáttur við niðurstöðuna í útboðinu sem haldið var. „Þetta seldist allt og það var umframeftirspurn, þannig að ég er alveg sáttur við þetta útboð,“ sagði hann. Í útboðinu bárust tilboð fyrir samtals 8,3 milljarða króna í 3,3 milljarða króna hlut. Ákveðnar skyldur eru lagðar á skráð fyrirtæki, til dæmis um birtingu uppgjörs ársfjórðungslega í stað einu sinni á ári. Garðar Hannes telur það þó ekki vera vandamál. „Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða uppgjör,“ segir Garðar Hannes. Eini munurinn núna sé þá sá að núna verði uppgjörin birt almenningi. Eik er þriðja fasteignafélagið á aðallistanum. Fyrir er Reginn og fyrir fáeinum vikum bættust Reitir við. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að Eik verði áhugaverð viðbót við markaðinn. „Þetta er áhugaverð leið fyrir almenna fjárfesta inn á fasteignamarkað, hvort sem það er í gegnum beinar fjárfestingar eða óbeint í gegnum sjóði,“ segir hann. Páll telur ekki of mikið að vera með þrjú fasteignafélög. „Við erum með þrjú tryggingafélög og nú erum við komin með þrjú fasteignafélög. Ég held að það einfaldlega geri markaðinn bara áhugaverðari fyrir þau félög sem eru í þessum geira að hafa samanburðarfélög,“ segir hann. Páll segir að virði fasteignafélaganna sé núna um ellefu til tólf prósent af markaðsvirði allra félaga á markaðnum. Þess er vænst að þrjú félög muni brátt bætast á aðallistann. Síminn verður skráður í haust, Advania verður skráð á næsta ári og svo eru væntingar um að Skeljungur bætist í hópinn. „Þetta er svona í pípunum, en svo vonar maður að það komi að því að stjórnvöld taki skrefið og skrái Landsbankann. Það væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir hann. Páll segir að mjög vel hafi verið búið að skráningum á markaðinn á síðustu árum. „Þær hafa verið undirbúnar mjög vel og þetta eru félög sem hafa verið í mjög góðum rekstri. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að byggja upp markaðinn hérna. Þetta hafa verið að miklu leyti til arðgreiðslufélög. Vonandi fáum við líka inn fleiri vaxtarfélög sem líta til útlanda með vöxt,“ segir hann. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Eik fasteignafélagi á aðallista Kauphallar Íslands var í gær og nam velta með bréf félagsins 160 milljónum króna. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í upphafi dags að hann væri sáttur við niðurstöðuna í útboðinu sem haldið var. „Þetta seldist allt og það var umframeftirspurn, þannig að ég er alveg sáttur við þetta útboð,“ sagði hann. Í útboðinu bárust tilboð fyrir samtals 8,3 milljarða króna í 3,3 milljarða króna hlut. Ákveðnar skyldur eru lagðar á skráð fyrirtæki, til dæmis um birtingu uppgjörs ársfjórðungslega í stað einu sinni á ári. Garðar Hannes telur það þó ekki vera vandamál. „Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða uppgjör,“ segir Garðar Hannes. Eini munurinn núna sé þá sá að núna verði uppgjörin birt almenningi. Eik er þriðja fasteignafélagið á aðallistanum. Fyrir er Reginn og fyrir fáeinum vikum bættust Reitir við. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að Eik verði áhugaverð viðbót við markaðinn. „Þetta er áhugaverð leið fyrir almenna fjárfesta inn á fasteignamarkað, hvort sem það er í gegnum beinar fjárfestingar eða óbeint í gegnum sjóði,“ segir hann. Páll telur ekki of mikið að vera með þrjú fasteignafélög. „Við erum með þrjú tryggingafélög og nú erum við komin með þrjú fasteignafélög. Ég held að það einfaldlega geri markaðinn bara áhugaverðari fyrir þau félög sem eru í þessum geira að hafa samanburðarfélög,“ segir hann. Páll segir að virði fasteignafélaganna sé núna um ellefu til tólf prósent af markaðsvirði allra félaga á markaðnum. Þess er vænst að þrjú félög muni brátt bætast á aðallistann. Síminn verður skráður í haust, Advania verður skráð á næsta ári og svo eru væntingar um að Skeljungur bætist í hópinn. „Þetta er svona í pípunum, en svo vonar maður að það komi að því að stjórnvöld taki skrefið og skrái Landsbankann. Það væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir hann. Páll segir að mjög vel hafi verið búið að skráningum á markaðinn á síðustu árum. „Þær hafa verið undirbúnar mjög vel og þetta eru félög sem hafa verið í mjög góðum rekstri. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að byggja upp markaðinn hérna. Þetta hafa verið að miklu leyti til arðgreiðslufélög. Vonandi fáum við líka inn fleiri vaxtarfélög sem líta til útlanda með vöxt,“ segir hann.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira