Þrjú fasteignafélög komin í Kauphöllina Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Það er venja að forstjóri nýskráðs félags hringi inn viðskiptin á fyrsta degi. Það var engin breyting gerð á því í gær og tók forstjóri Eikar sig vel út við bjölluna. Páll Harðarson fylgdist spenntur með. fréttablaðið/gva Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Eik fasteignafélagi á aðallista Kauphallar Íslands var í gær og nam velta með bréf félagsins 160 milljónum króna. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í upphafi dags að hann væri sáttur við niðurstöðuna í útboðinu sem haldið var. „Þetta seldist allt og það var umframeftirspurn, þannig að ég er alveg sáttur við þetta útboð,“ sagði hann. Í útboðinu bárust tilboð fyrir samtals 8,3 milljarða króna í 3,3 milljarða króna hlut. Ákveðnar skyldur eru lagðar á skráð fyrirtæki, til dæmis um birtingu uppgjörs ársfjórðungslega í stað einu sinni á ári. Garðar Hannes telur það þó ekki vera vandamál. „Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða uppgjör,“ segir Garðar Hannes. Eini munurinn núna sé þá sá að núna verði uppgjörin birt almenningi. Eik er þriðja fasteignafélagið á aðallistanum. Fyrir er Reginn og fyrir fáeinum vikum bættust Reitir við. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að Eik verði áhugaverð viðbót við markaðinn. „Þetta er áhugaverð leið fyrir almenna fjárfesta inn á fasteignamarkað, hvort sem það er í gegnum beinar fjárfestingar eða óbeint í gegnum sjóði,“ segir hann. Páll telur ekki of mikið að vera með þrjú fasteignafélög. „Við erum með þrjú tryggingafélög og nú erum við komin með þrjú fasteignafélög. Ég held að það einfaldlega geri markaðinn bara áhugaverðari fyrir þau félög sem eru í þessum geira að hafa samanburðarfélög,“ segir hann. Páll segir að virði fasteignafélaganna sé núna um ellefu til tólf prósent af markaðsvirði allra félaga á markaðnum. Þess er vænst að þrjú félög muni brátt bætast á aðallistann. Síminn verður skráður í haust, Advania verður skráð á næsta ári og svo eru væntingar um að Skeljungur bætist í hópinn. „Þetta er svona í pípunum, en svo vonar maður að það komi að því að stjórnvöld taki skrefið og skrái Landsbankann. Það væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir hann. Páll segir að mjög vel hafi verið búið að skráningum á markaðinn á síðustu árum. „Þær hafa verið undirbúnar mjög vel og þetta eru félög sem hafa verið í mjög góðum rekstri. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að byggja upp markaðinn hérna. Þetta hafa verið að miklu leyti til arðgreiðslufélög. Vonandi fáum við líka inn fleiri vaxtarfélög sem líta til útlanda með vöxt,“ segir hann. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Eik fasteignafélagi á aðallista Kauphallar Íslands var í gær og nam velta með bréf félagsins 160 milljónum króna. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í upphafi dags að hann væri sáttur við niðurstöðuna í útboðinu sem haldið var. „Þetta seldist allt og það var umframeftirspurn, þannig að ég er alveg sáttur við þetta útboð,“ sagði hann. Í útboðinu bárust tilboð fyrir samtals 8,3 milljarða króna í 3,3 milljarða króna hlut. Ákveðnar skyldur eru lagðar á skráð fyrirtæki, til dæmis um birtingu uppgjörs ársfjórðungslega í stað einu sinni á ári. Garðar Hannes telur það þó ekki vera vandamál. „Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða uppgjör,“ segir Garðar Hannes. Eini munurinn núna sé þá sá að núna verði uppgjörin birt almenningi. Eik er þriðja fasteignafélagið á aðallistanum. Fyrir er Reginn og fyrir fáeinum vikum bættust Reitir við. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að Eik verði áhugaverð viðbót við markaðinn. „Þetta er áhugaverð leið fyrir almenna fjárfesta inn á fasteignamarkað, hvort sem það er í gegnum beinar fjárfestingar eða óbeint í gegnum sjóði,“ segir hann. Páll telur ekki of mikið að vera með þrjú fasteignafélög. „Við erum með þrjú tryggingafélög og nú erum við komin með þrjú fasteignafélög. Ég held að það einfaldlega geri markaðinn bara áhugaverðari fyrir þau félög sem eru í þessum geira að hafa samanburðarfélög,“ segir hann. Páll segir að virði fasteignafélaganna sé núna um ellefu til tólf prósent af markaðsvirði allra félaga á markaðnum. Þess er vænst að þrjú félög muni brátt bætast á aðallistann. Síminn verður skráður í haust, Advania verður skráð á næsta ári og svo eru væntingar um að Skeljungur bætist í hópinn. „Þetta er svona í pípunum, en svo vonar maður að það komi að því að stjórnvöld taki skrefið og skrái Landsbankann. Það væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir hann. Páll segir að mjög vel hafi verið búið að skráningum á markaðinn á síðustu árum. „Þær hafa verið undirbúnar mjög vel og þetta eru félög sem hafa verið í mjög góðum rekstri. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að byggja upp markaðinn hérna. Þetta hafa verið að miklu leyti til arðgreiðslufélög. Vonandi fáum við líka inn fleiri vaxtarfélög sem líta til útlanda með vöxt,“ segir hann.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira