Álögur á álver lækka um 1,6 milljarða ingvar haraldsson skrifar 29. apríl 2015 07:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls að afnám raforkuskattsins væri hluta af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld vildu skapa. fréttblaðið/gva Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“ Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira