Þrír sparisjóðir voru reknir með tapi jón hákon halldórsson skrifar 29. apríl 2015 07:00 Þau Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sigríður Benediktsdóttir, forstöðumaður fjármálastöðugleika, fóru vel yfir skýrsluna og það var ekki margt sem benti til þess að þau væru í kappi við tímann. Allur er þó varinn góður. fréttablaðið/gva Heildareignir þeirra sjö sparisjóða sem voru starfandi um síðastliðin áramót námu tæplega 58 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika sem kynnt var í síðustu viku. Þau Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sigríður Benediktsdóttir, forstöðumaður fjármálastöðugleika, kynntu skýrsluna. Samkvæmt ársreikningum sparisjóðanna voru þrír sparisjóðir reknir með tapi á síðasta ári. Tap Sparisjóðs Vestmannaeyja var mest og nam rúmlega 957 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall hans neikvætt sem nam 1,1% í árslok 2014. Sem kunnugt er hefur Landsbankinn nú tekið eignirnar yfir. Tap Sparisjóðs Norðurlands var rúmlega 672 milljónir króna á síðasta ári og nam eiginfjárhlutfall sjóðsins í lok síðastliðins árs 8,2 prósentum sem er umfram átta prósenta lágmarkseiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja í lögum en undir kröfu Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall. Í skýrslunni segir að sparisjóðurinn vinni nú að því að tryggja að sjóðurinn standist þá eiginfjárkröfu sem Fjármálaeftirlitið gerir. Tap sjóðsins er meðal annars tilkomið vegna niðurfærslu á lánasafni Sparisjóðs Bolungarvíkur sem ekki lá fyrir við samrunann síðasta sumar. Þriðji sparisjóðurinn sem var rekinn með tapi á síðasta ári er AFL Sparisjóður sem rekinn var með tæplega 189 milljóna króna tapi en helsta ástæðan var tæplega 454 milljónir króna sem færðar voru í afskriftarreikning á síðasta ári vegna þeirrar óvissu sem ríkir um mat á útlánum sjóðsins. Eiginfjárhlutfall sjóðsins nam í lok árs 2014 um 7,3 prósentum sem er lægra en heimilt er samkvæmt lögum. Ákveðið hefur verið að AFL Sparisjóður verði settur í söluferli. Aðrir sparisjóðir voru reknir með hagnaði og eiginfjárhlutföll þeirra voru nokkuð umfram átta prósenta lágmarkseiginfjárhlutfallið. Stjórnir þriggja þessara sparisjóða hafa lagt til að greiddur verði út arður. Á aðalfundi Sparisjóðs Norðfjarðar þann 14. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga stjórnar um breytingu á félagsformi sjóðsins í hlutafélag en tillagan fól í sér að Sparisjóði Norðfjarðar yrði slitið og stofnfjáreigendur eignuðust hlutabréf í Sparisjóði Austurlands hf. sem tæki við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Norðfjarðar miðað við 1. janúar 2015. Hlutafé Sparisjóðs Austurlands nemur rétt rúmlega 700 milljónum króna og skiptist á milli stofnfjáreigenda í sömu hlutföllum og stofnfé. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Heildareignir þeirra sjö sparisjóða sem voru starfandi um síðastliðin áramót námu tæplega 58 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika sem kynnt var í síðustu viku. Þau Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sigríður Benediktsdóttir, forstöðumaður fjármálastöðugleika, kynntu skýrsluna. Samkvæmt ársreikningum sparisjóðanna voru þrír sparisjóðir reknir með tapi á síðasta ári. Tap Sparisjóðs Vestmannaeyja var mest og nam rúmlega 957 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall hans neikvætt sem nam 1,1% í árslok 2014. Sem kunnugt er hefur Landsbankinn nú tekið eignirnar yfir. Tap Sparisjóðs Norðurlands var rúmlega 672 milljónir króna á síðasta ári og nam eiginfjárhlutfall sjóðsins í lok síðastliðins árs 8,2 prósentum sem er umfram átta prósenta lágmarkseiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja í lögum en undir kröfu Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall. Í skýrslunni segir að sparisjóðurinn vinni nú að því að tryggja að sjóðurinn standist þá eiginfjárkröfu sem Fjármálaeftirlitið gerir. Tap sjóðsins er meðal annars tilkomið vegna niðurfærslu á lánasafni Sparisjóðs Bolungarvíkur sem ekki lá fyrir við samrunann síðasta sumar. Þriðji sparisjóðurinn sem var rekinn með tapi á síðasta ári er AFL Sparisjóður sem rekinn var með tæplega 189 milljóna króna tapi en helsta ástæðan var tæplega 454 milljónir króna sem færðar voru í afskriftarreikning á síðasta ári vegna þeirrar óvissu sem ríkir um mat á útlánum sjóðsins. Eiginfjárhlutfall sjóðsins nam í lok árs 2014 um 7,3 prósentum sem er lægra en heimilt er samkvæmt lögum. Ákveðið hefur verið að AFL Sparisjóður verði settur í söluferli. Aðrir sparisjóðir voru reknir með hagnaði og eiginfjárhlutföll þeirra voru nokkuð umfram átta prósenta lágmarkseiginfjárhlutfallið. Stjórnir þriggja þessara sparisjóða hafa lagt til að greiddur verði út arður. Á aðalfundi Sparisjóðs Norðfjarðar þann 14. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga stjórnar um breytingu á félagsformi sjóðsins í hlutafélag en tillagan fól í sér að Sparisjóði Norðfjarðar yrði slitið og stofnfjáreigendur eignuðust hlutabréf í Sparisjóði Austurlands hf. sem tæki við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Norðfjarðar miðað við 1. janúar 2015. Hlutafé Sparisjóðs Austurlands nemur rétt rúmlega 700 milljónum króna og skiptist á milli stofnfjáreigenda í sömu hlutföllum og stofnfé.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira