Smartasta pían á ballinu? Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 29. apríl 2015 07:00 Hönnun er einn af stærri þáttum í okkar tilveru. Nokkuð sem við oft og tíðum veitum enga athygli en er samt svo nálægt og sjálfsagt. Hönnun hefur ótrúlega margar hliðar og sérhæfingar innan hönnunar eru í sífelldri þróun. Upplifunarhönnun er ein tegund hönnunar sem hefur undanfarin ár verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Með upplifunarhönnun er til dæmis átt við hvernig vara, þjónusta og verkferlar geta verið hannaðir með áherslu á upplifun neytandans sem aftur byggist á tilfinningum og hegðunarmynstri í hans daglegu lífi. Margir verða eitt spurningarmerki í framan þegar rætt er um upplifunarhönnun en ef grannt er skoðað þá er upplifun eitt af sterkustu vopnum viðskiptalífsins. Upplifun viðskiptavina getur nefnilega haft úrslitaáhrif á hvort varan eða þjónustan nái flugi því ef upplifunin er slæm þá er það næstum öruggt að viðkomandi snúi sér annað. Sé upplifunin hins vegar jákvæð svo ekki sé minnst á að hún komi ánægjulega á óvart þá erum við ekki spör á að deila reynslunni og hvetja til viðskipta við viðkomandi. Margir nýta sér upplifunarhönnun til að bæta þjónustu sína. Þannig fékk til dæmis rútufyrirtæki í Hollandi ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplifunarhönnun, til að kanna hvaða lykt myndi veita farþegum þeirra meiri öryggistilfinningu en önnur. Niðurstaðan varð sú að á meðal þeirra 500 farþega sem spurðir voru sögðu flestir að lyktin af mandarínu, fjólu, drottningarblómi, leðri og tré yki hjá þeim öryggistilfinningu. Rútufyrirtækið er nú að íhuga að setja lykt í þá bíla sem keyra í áhættumeiri umferð. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi hafa mörg hver náð góðum árangri með því að nýta sér hönnun með upplifun að leiðarljósi. Fyrirtæki eins og WOW, Bláa lónið, Hótel Marina og KEX hostel svo dæmi séu tekin, hafa náð að skapa sérstaka upplifun með aðstoð hönnunar. Það er einhver tilfinning sem nær til viðskiptavina þeirra og er þess valdandi að þeir hrósa, gefa einkunn og hvetja þannig aðra til að upplifa hið sama. Hönnun og skapandi greinar eru stundum kallaðar smartasta pían á ballinu sem margir daðra við. En sá sem býður henni upp og dansar við hana verður ekki samur á eftir. Hagræn áhrif eru töluverð af slíkum dansi og með góðri upplifun nærstaddra verður dansinn eftirminnilegur og eftirsóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Hönnun er einn af stærri þáttum í okkar tilveru. Nokkuð sem við oft og tíðum veitum enga athygli en er samt svo nálægt og sjálfsagt. Hönnun hefur ótrúlega margar hliðar og sérhæfingar innan hönnunar eru í sífelldri þróun. Upplifunarhönnun er ein tegund hönnunar sem hefur undanfarin ár verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Með upplifunarhönnun er til dæmis átt við hvernig vara, þjónusta og verkferlar geta verið hannaðir með áherslu á upplifun neytandans sem aftur byggist á tilfinningum og hegðunarmynstri í hans daglegu lífi. Margir verða eitt spurningarmerki í framan þegar rætt er um upplifunarhönnun en ef grannt er skoðað þá er upplifun eitt af sterkustu vopnum viðskiptalífsins. Upplifun viðskiptavina getur nefnilega haft úrslitaáhrif á hvort varan eða þjónustan nái flugi því ef upplifunin er slæm þá er það næstum öruggt að viðkomandi snúi sér annað. Sé upplifunin hins vegar jákvæð svo ekki sé minnst á að hún komi ánægjulega á óvart þá erum við ekki spör á að deila reynslunni og hvetja til viðskipta við viðkomandi. Margir nýta sér upplifunarhönnun til að bæta þjónustu sína. Þannig fékk til dæmis rútufyrirtæki í Hollandi ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplifunarhönnun, til að kanna hvaða lykt myndi veita farþegum þeirra meiri öryggistilfinningu en önnur. Niðurstaðan varð sú að á meðal þeirra 500 farþega sem spurðir voru sögðu flestir að lyktin af mandarínu, fjólu, drottningarblómi, leðri og tré yki hjá þeim öryggistilfinningu. Rútufyrirtækið er nú að íhuga að setja lykt í þá bíla sem keyra í áhættumeiri umferð. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi hafa mörg hver náð góðum árangri með því að nýta sér hönnun með upplifun að leiðarljósi. Fyrirtæki eins og WOW, Bláa lónið, Hótel Marina og KEX hostel svo dæmi séu tekin, hafa náð að skapa sérstaka upplifun með aðstoð hönnunar. Það er einhver tilfinning sem nær til viðskiptavina þeirra og er þess valdandi að þeir hrósa, gefa einkunn og hvetja þannig aðra til að upplifa hið sama. Hönnun og skapandi greinar eru stundum kallaðar smartasta pían á ballinu sem margir daðra við. En sá sem býður henni upp og dansar við hana verður ekki samur á eftir. Hagræn áhrif eru töluverð af slíkum dansi og með góðri upplifun nærstaddra verður dansinn eftirminnilegur og eftirsóttur.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar