Smartasta pían á ballinu? Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 29. apríl 2015 07:00 Hönnun er einn af stærri þáttum í okkar tilveru. Nokkuð sem við oft og tíðum veitum enga athygli en er samt svo nálægt og sjálfsagt. Hönnun hefur ótrúlega margar hliðar og sérhæfingar innan hönnunar eru í sífelldri þróun. Upplifunarhönnun er ein tegund hönnunar sem hefur undanfarin ár verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Með upplifunarhönnun er til dæmis átt við hvernig vara, þjónusta og verkferlar geta verið hannaðir með áherslu á upplifun neytandans sem aftur byggist á tilfinningum og hegðunarmynstri í hans daglegu lífi. Margir verða eitt spurningarmerki í framan þegar rætt er um upplifunarhönnun en ef grannt er skoðað þá er upplifun eitt af sterkustu vopnum viðskiptalífsins. Upplifun viðskiptavina getur nefnilega haft úrslitaáhrif á hvort varan eða þjónustan nái flugi því ef upplifunin er slæm þá er það næstum öruggt að viðkomandi snúi sér annað. Sé upplifunin hins vegar jákvæð svo ekki sé minnst á að hún komi ánægjulega á óvart þá erum við ekki spör á að deila reynslunni og hvetja til viðskipta við viðkomandi. Margir nýta sér upplifunarhönnun til að bæta þjónustu sína. Þannig fékk til dæmis rútufyrirtæki í Hollandi ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplifunarhönnun, til að kanna hvaða lykt myndi veita farþegum þeirra meiri öryggistilfinningu en önnur. Niðurstaðan varð sú að á meðal þeirra 500 farþega sem spurðir voru sögðu flestir að lyktin af mandarínu, fjólu, drottningarblómi, leðri og tré yki hjá þeim öryggistilfinningu. Rútufyrirtækið er nú að íhuga að setja lykt í þá bíla sem keyra í áhættumeiri umferð. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi hafa mörg hver náð góðum árangri með því að nýta sér hönnun með upplifun að leiðarljósi. Fyrirtæki eins og WOW, Bláa lónið, Hótel Marina og KEX hostel svo dæmi séu tekin, hafa náð að skapa sérstaka upplifun með aðstoð hönnunar. Það er einhver tilfinning sem nær til viðskiptavina þeirra og er þess valdandi að þeir hrósa, gefa einkunn og hvetja þannig aðra til að upplifa hið sama. Hönnun og skapandi greinar eru stundum kallaðar smartasta pían á ballinu sem margir daðra við. En sá sem býður henni upp og dansar við hana verður ekki samur á eftir. Hagræn áhrif eru töluverð af slíkum dansi og með góðri upplifun nærstaddra verður dansinn eftirminnilegur og eftirsóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hönnun er einn af stærri þáttum í okkar tilveru. Nokkuð sem við oft og tíðum veitum enga athygli en er samt svo nálægt og sjálfsagt. Hönnun hefur ótrúlega margar hliðar og sérhæfingar innan hönnunar eru í sífelldri þróun. Upplifunarhönnun er ein tegund hönnunar sem hefur undanfarin ár verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Með upplifunarhönnun er til dæmis átt við hvernig vara, þjónusta og verkferlar geta verið hannaðir með áherslu á upplifun neytandans sem aftur byggist á tilfinningum og hegðunarmynstri í hans daglegu lífi. Margir verða eitt spurningarmerki í framan þegar rætt er um upplifunarhönnun en ef grannt er skoðað þá er upplifun eitt af sterkustu vopnum viðskiptalífsins. Upplifun viðskiptavina getur nefnilega haft úrslitaáhrif á hvort varan eða þjónustan nái flugi því ef upplifunin er slæm þá er það næstum öruggt að viðkomandi snúi sér annað. Sé upplifunin hins vegar jákvæð svo ekki sé minnst á að hún komi ánægjulega á óvart þá erum við ekki spör á að deila reynslunni og hvetja til viðskipta við viðkomandi. Margir nýta sér upplifunarhönnun til að bæta þjónustu sína. Þannig fékk til dæmis rútufyrirtæki í Hollandi ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplifunarhönnun, til að kanna hvaða lykt myndi veita farþegum þeirra meiri öryggistilfinningu en önnur. Niðurstaðan varð sú að á meðal þeirra 500 farþega sem spurðir voru sögðu flestir að lyktin af mandarínu, fjólu, drottningarblómi, leðri og tré yki hjá þeim öryggistilfinningu. Rútufyrirtækið er nú að íhuga að setja lykt í þá bíla sem keyra í áhættumeiri umferð. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi hafa mörg hver náð góðum árangri með því að nýta sér hönnun með upplifun að leiðarljósi. Fyrirtæki eins og WOW, Bláa lónið, Hótel Marina og KEX hostel svo dæmi séu tekin, hafa náð að skapa sérstaka upplifun með aðstoð hönnunar. Það er einhver tilfinning sem nær til viðskiptavina þeirra og er þess valdandi að þeir hrósa, gefa einkunn og hvetja þannig aðra til að upplifa hið sama. Hönnun og skapandi greinar eru stundum kallaðar smartasta pían á ballinu sem margir daðra við. En sá sem býður henni upp og dansar við hana verður ekki samur á eftir. Hagræn áhrif eru töluverð af slíkum dansi og með góðri upplifun nærstaddra verður dansinn eftirminnilegur og eftirsóttur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar