Ekkert sem ég vildi frekar gera Magnús Guðmundsson skrifar 25. apríl 2015 11:00 Þau eru mörg og fjölbreytt, verkin sem Daníel Bjarnason tekst á við sem staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Visir/Ernir Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, er einn þeirra ungu íslensku listamanna sem hafa náð alþjóðlegri hylli á undanförnum árum. Starfsvettvangur Daníels er í raun um víða veröld og nú síðast frumflutti sinfóníuhljómsveit Cincinnati eftir hann verkið Collider, sem Daníel kennir við Large Hadron Collider, eindahraðalinn í Cern. Verkið hlaut lofsamlega dóma og verður það flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands á komandi hausti. Sá flutningur er reyndar hluti af þeim verkefnum sem Daníel tók nýverið að sér sem staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það eru reyndar nokkur hlutverk sem felast í því að vera staðarlistamaður. Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt verkefni og að semja nýja tónlist fyrir hljómsveitina er einungis eitt af þeim hlutverkum. Annað er svo að koma að verkum sem stjórnandi og taka þátt í verkefnavali. Ég er í verkefnavalsnefnd og tek þátt í daglegu samtali um listræna stefnu hljómsveitarinnar og framtíðarmótun.“Visir/ErnirPeter Grimes og YRKJA „En sem stjórnandi þá er Peter Grimes eftir Benjamin Britten stóra verkefnið á þessu starfsári og þarna verða gríðarlega flottir söngvarar. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að vinna með Stuart Skelton á toppi ferilsins en sumir hafa haft á orði að hann sé hinn eini sanni Peter Grimes um þessar mundir. Svo verða þarna líka toppsöngvarar á borð við Susan Gritton og Ólaf Kjartan Sigurðarson. Þetta er ein magnaðasta ópera allra tíma. Áhrifarík saga og stórkostleg tónlist sem stækkar þessa sögu. Það er það sem gerist svo oft í óperunni – tónlistin og sagan stækka hvort annað og það eykur á gildi allrar upplifunarinnar. Þriðja hlutverk mitt sem staðarlistamanns er svo vinna með tónskáldum innan verkefnis sem kallast YRKJA. Þangað inn verða valin allt að þremur tónskáldum sem koma svo til með að taka þátt í níu mánaða ferli. Í þessu ferli skrifa þau tónverk sem verður svo flutt af hljómsveitinni vorið 2016. Við eigum ótrúlega mikið af flottum tónskáldum svo þetta verður skemmtilegt verkefni.“Listalandið Ísland Velgengni íslenskra listamanna á erlendri grund er svo sannarlega umhugsunarefni. Daníel segir að hann fái oft þessa spurningu frá erlendum miðlum hvernig á þessu standi. „Við þyrftum að eiga gott svar við þessu til þess að geta varðveitt og viðhaldið þessari íslensku velgengni. En svarið er eflaust flókið og margþætt. Í fyrsta lagi þá tókst okkur að byggja upp gott tónlistarmenntunarkerfi og við verðum að hafa í huga að það kemur enginn úr tómarúmi. Þetta er ekki eitthvert sjálfsprottið fyrirbæri. Svo eru líka aðrar samfélagslegar ástæður: Ákveðin nálægð og stemning fyrir því og áhugi hjá listamönnum fyrir að horfa út fyrir ramman og vinna þvert á listgreinar og í einhvers konar skapandi samlífi. Ég held að það skipti miklu máli að við erum þannig ekki bara föst í því sem við erum að gera heldur erum að vinna og kynnast þvert á listgreinar. Björk færði svo athyglina á Ísland og það veitti okkur eins konar heimssamhengi sem við höfðum ekki áður hvað varðar tónlistina en er hér enn.“Visir/ErnirFagmennska og hvatning „Það hefur líka haft sína kosti hvað við eigum okkur stutta tónlistarsögu. Það veitir okkur frelsi til þess að taka inn áhrif hvaðan sem er. Ég sem tónskáld hef t.d. alltaf borið mig saman við tónskáld úti í heimi. Ég hafði vissulega fyrirmyndir hér heima en það góða fólk var flestallt kennararnir mínir, fólk sem ég þekkti, og það er öðruvísi en að vera með stóra og þunga sögu á bakinu. Ef við ætlum að viðhalda þessu þá verðum við líka að vera vakandi fyrir því í hvaða átt við þróumst og þroskumst. Það er ekkert gefið í þessu. Við verðum að gæta fagmennsku og gera miklar kröfur til okkar sjálfra. Ef við horfum til að mynda til þess hvernig nú nýverið var staðið að ráðningu nýs óperustjóra þá var það ekki vel gert. Að ég sé ósáttur við það hefur ekkert að gera með persónu þess sem hlaut starfið – alls ekki. Þetta er spurning um að við finnum að allir eigi jöfn tækifæri – að allir séu metnir að menntun, reynslu og verðleikum og að fólk geti treyst því að verkferlar í stærstu menningarstofnunum okkar séu faglegir á allan hátt. Þannig sköpum við hvetjandi umhverfi sem hæft fólk vill starfa í og telur eftirsóknarvert.Það er til dæmis ekki ásættanlegt að stjórn Óperunnar komi sér hjá því að ræða við hæfa umsækjendur og skjóti sér síðan á bak við frumúrvinnslu einhverrar ráðningarskrifstofu.“Reyni að vanda mig Velgengni Daníels hefur verið hröð á síðustu árum en það er auðfinnanlegt að hann er með báða fætur á jörðinni. Eftir að fyrsta platan, Processions, kom út árið 2010 og gekk vel þá byrjaði snjóboltinn að rúlla. „Ég virðist einkum hafa náð í gegn í Bandaríkjunum en undanfarið hef ég einnig haft mikið að gera í Evrópu. Ég fór að fá pantanir frá hljómsveitum og myndaði tengsl við ákveðna aðila, m.a. L.A. Philharmonic sem hefur pantað hjá mér nokkur verk og ég er í góðu sambandi við. Það hefur reynst mér alveg ómetanlegt, ekki síst með tilliti til þess að þetta er hljómsveit sem byggir upp trúnaðarsambönd við tónskáld og er hvað mest í að flytja nýja tónlist. Eins og staðan er núna þá er ég bókaður út 2017 og rúmlega það. Þetta er kannski ákveðin pressa en ég reyni að hugsa ekki um það. Hugsa frekar um hvað ég er heppinn að fá að gera það sem ég er að gera því vandi fylgir vegsemd hverri. Ég reyni einfaldlega að vanda mig og vera opinn fyrir umhverfinu.“Mósaík og kokteill Daníel segir að það sé erfitt að negla niður einhvern einn áhrifavald umfram aðra. „Slíkt er einfaldlega síbreytilegt. Þetta er meira eins og mósaíkverk í stöðugri vinnslu, eitthvað sem stækkar og breytist frá degi til dags. Ég reyni að fylgjast með og halda mér áhugasömum en vissulega er þetta alltaf ákveðin glíma og sjálfsskoðun sem felst í því að semja nýja tónlist. Maður þarf líka að spyrja sig spurninga. Hvað á verkið að gera? Til hvers er það? Hvert verk sem maður vinnur er kokteill af angist og efasemdum, sjálfstrausti og bjartsýni. Samt er ekkert sem ég vildi frekar vera að gera.“ Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, er einn þeirra ungu íslensku listamanna sem hafa náð alþjóðlegri hylli á undanförnum árum. Starfsvettvangur Daníels er í raun um víða veröld og nú síðast frumflutti sinfóníuhljómsveit Cincinnati eftir hann verkið Collider, sem Daníel kennir við Large Hadron Collider, eindahraðalinn í Cern. Verkið hlaut lofsamlega dóma og verður það flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands á komandi hausti. Sá flutningur er reyndar hluti af þeim verkefnum sem Daníel tók nýverið að sér sem staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það eru reyndar nokkur hlutverk sem felast í því að vera staðarlistamaður. Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt verkefni og að semja nýja tónlist fyrir hljómsveitina er einungis eitt af þeim hlutverkum. Annað er svo að koma að verkum sem stjórnandi og taka þátt í verkefnavali. Ég er í verkefnavalsnefnd og tek þátt í daglegu samtali um listræna stefnu hljómsveitarinnar og framtíðarmótun.“Visir/ErnirPeter Grimes og YRKJA „En sem stjórnandi þá er Peter Grimes eftir Benjamin Britten stóra verkefnið á þessu starfsári og þarna verða gríðarlega flottir söngvarar. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að vinna með Stuart Skelton á toppi ferilsins en sumir hafa haft á orði að hann sé hinn eini sanni Peter Grimes um þessar mundir. Svo verða þarna líka toppsöngvarar á borð við Susan Gritton og Ólaf Kjartan Sigurðarson. Þetta er ein magnaðasta ópera allra tíma. Áhrifarík saga og stórkostleg tónlist sem stækkar þessa sögu. Það er það sem gerist svo oft í óperunni – tónlistin og sagan stækka hvort annað og það eykur á gildi allrar upplifunarinnar. Þriðja hlutverk mitt sem staðarlistamanns er svo vinna með tónskáldum innan verkefnis sem kallast YRKJA. Þangað inn verða valin allt að þremur tónskáldum sem koma svo til með að taka þátt í níu mánaða ferli. Í þessu ferli skrifa þau tónverk sem verður svo flutt af hljómsveitinni vorið 2016. Við eigum ótrúlega mikið af flottum tónskáldum svo þetta verður skemmtilegt verkefni.“Listalandið Ísland Velgengni íslenskra listamanna á erlendri grund er svo sannarlega umhugsunarefni. Daníel segir að hann fái oft þessa spurningu frá erlendum miðlum hvernig á þessu standi. „Við þyrftum að eiga gott svar við þessu til þess að geta varðveitt og viðhaldið þessari íslensku velgengni. En svarið er eflaust flókið og margþætt. Í fyrsta lagi þá tókst okkur að byggja upp gott tónlistarmenntunarkerfi og við verðum að hafa í huga að það kemur enginn úr tómarúmi. Þetta er ekki eitthvert sjálfsprottið fyrirbæri. Svo eru líka aðrar samfélagslegar ástæður: Ákveðin nálægð og stemning fyrir því og áhugi hjá listamönnum fyrir að horfa út fyrir ramman og vinna þvert á listgreinar og í einhvers konar skapandi samlífi. Ég held að það skipti miklu máli að við erum þannig ekki bara föst í því sem við erum að gera heldur erum að vinna og kynnast þvert á listgreinar. Björk færði svo athyglina á Ísland og það veitti okkur eins konar heimssamhengi sem við höfðum ekki áður hvað varðar tónlistina en er hér enn.“Visir/ErnirFagmennska og hvatning „Það hefur líka haft sína kosti hvað við eigum okkur stutta tónlistarsögu. Það veitir okkur frelsi til þess að taka inn áhrif hvaðan sem er. Ég sem tónskáld hef t.d. alltaf borið mig saman við tónskáld úti í heimi. Ég hafði vissulega fyrirmyndir hér heima en það góða fólk var flestallt kennararnir mínir, fólk sem ég þekkti, og það er öðruvísi en að vera með stóra og þunga sögu á bakinu. Ef við ætlum að viðhalda þessu þá verðum við líka að vera vakandi fyrir því í hvaða átt við þróumst og þroskumst. Það er ekkert gefið í þessu. Við verðum að gæta fagmennsku og gera miklar kröfur til okkar sjálfra. Ef við horfum til að mynda til þess hvernig nú nýverið var staðið að ráðningu nýs óperustjóra þá var það ekki vel gert. Að ég sé ósáttur við það hefur ekkert að gera með persónu þess sem hlaut starfið – alls ekki. Þetta er spurning um að við finnum að allir eigi jöfn tækifæri – að allir séu metnir að menntun, reynslu og verðleikum og að fólk geti treyst því að verkferlar í stærstu menningarstofnunum okkar séu faglegir á allan hátt. Þannig sköpum við hvetjandi umhverfi sem hæft fólk vill starfa í og telur eftirsóknarvert.Það er til dæmis ekki ásættanlegt að stjórn Óperunnar komi sér hjá því að ræða við hæfa umsækjendur og skjóti sér síðan á bak við frumúrvinnslu einhverrar ráðningarskrifstofu.“Reyni að vanda mig Velgengni Daníels hefur verið hröð á síðustu árum en það er auðfinnanlegt að hann er með báða fætur á jörðinni. Eftir að fyrsta platan, Processions, kom út árið 2010 og gekk vel þá byrjaði snjóboltinn að rúlla. „Ég virðist einkum hafa náð í gegn í Bandaríkjunum en undanfarið hef ég einnig haft mikið að gera í Evrópu. Ég fór að fá pantanir frá hljómsveitum og myndaði tengsl við ákveðna aðila, m.a. L.A. Philharmonic sem hefur pantað hjá mér nokkur verk og ég er í góðu sambandi við. Það hefur reynst mér alveg ómetanlegt, ekki síst með tilliti til þess að þetta er hljómsveit sem byggir upp trúnaðarsambönd við tónskáld og er hvað mest í að flytja nýja tónlist. Eins og staðan er núna þá er ég bókaður út 2017 og rúmlega það. Þetta er kannski ákveðin pressa en ég reyni að hugsa ekki um það. Hugsa frekar um hvað ég er heppinn að fá að gera það sem ég er að gera því vandi fylgir vegsemd hverri. Ég reyni einfaldlega að vanda mig og vera opinn fyrir umhverfinu.“Mósaík og kokteill Daníel segir að það sé erfitt að negla niður einhvern einn áhrifavald umfram aðra. „Slíkt er einfaldlega síbreytilegt. Þetta er meira eins og mósaíkverk í stöðugri vinnslu, eitthvað sem stækkar og breytist frá degi til dags. Ég reyni að fylgjast með og halda mér áhugasömum en vissulega er þetta alltaf ákveðin glíma og sjálfsskoðun sem felst í því að semja nýja tónlist. Maður þarf líka að spyrja sig spurninga. Hvað á verkið að gera? Til hvers er það? Hvert verk sem maður vinnur er kokteill af angist og efasemdum, sjálfstrausti og bjartsýni. Samt er ekkert sem ég vildi frekar vera að gera.“
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira