Kennarar hetjur en kerfið ótækt Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 25. apríl 2015 06:30 Guði sé lof fyrir kennara. Og guð, gefðu að við breytum grunnskólakerfinu. Og samfélagskerfinu. Steintröllunum sem við höfum setið uppi með um árhundruð. Án kennara veit ég ekki hvernig væri ástatt fyrir börnum eftir hrun. Alltaf þegar á bjátar í samfélaginu þjappa kennarar sér saman og hamast við að halda börnum réttu megin við velferðarstrik og skaðalínur. Alltaf þegar ekki bjátar á gera þeir það líka. Kennarar eru hetjur. Um skólakerfið og samfélagskerfið gegnir öðru máli. Þau skaða nemendur á tvennan hátt. Í fyrra lagi tilfinninga- og félagslega. Í seinna lagi námslega. Kennarar bjarga nemendum án þess að geta nokkurn tímann slefað upp í laun til dæmis bankamanna (sem eru indælis fólk, svo það misskiljist nú ekki). En eins og allir vita er tilgangur banka að græða peninga fyrir ríku eigendurna sína. Þetta er svo beisik að það er óþarfi að nefna það, fyrirgefið mér. Virðist samt stundum þvælast fyrir fólki. Snúum okkur aftur að skólanum. Verður enginn vellríkur á honum, af andlegum auðæfum? Jú, þó nokkrir nemendur græða slatta félagslega. Einhverjir námslega. Margir smávegis. En langflestir gætu grætt margfalt meira. Í ríflega 170 grunnskólum og grunnskóladeildum landsins eru hátt í 44 þúsund nemendur. Bagginn á þeim öllum er kerfið. Við erum með lög og reglugerðir, námskrár, yfirstjórnir, kennaranám, hefðir og pólitíska forsjá sem lýtur föstum og lítt hagganlegum forsendum. Allt þetta kemur í veg fyrir grundvallarkerfisbreytingar. Við höfum innleitt einstaklingsmiðað nám í lög. En kennarar vita að það er brandari. Nám í kerfinu okkar er ekki hægt að einstaklingsmiða nema að mjög litlu leyti. Til þess að bjóða alvöru einstaklingsmiðað nám þarf fleiri kennara og kerfisbreytingu. Það kostar pening. Hann fæst með því að forgangsraða í samfélaginu upp á nýtt og með aðkomu ríkisins að rekstrinum.Myndum bjarga sálarheill Kennarar hafa náð undraverðum árangri í að bæta líðan nemenda. En nemendum líður enn illa. Miklum fjölda barna er hent inn í grunnskóla á sama tíma og eiga bara að pluma sig. Þau eru ekki spurð hvaða væntingar þau hafi til skólans, hvað þau langi til að gera, hvað þeim finnist áhugavert og skemmtilegt, hvað þurfi að gera til að þeim líði vel. Þeim er ekki sagt að allir sem stríði einhverjum fari heim þar til þeir hætti því (sjá tillögu í næstu málsgrein). Við höfum sem sagt búið til skólakerfi og samfélagskerfi þar sem allir eiga að læra það sama, og þar sem skortir samfélagslegt aðhald gegn því að hunsa og stríða. Hugsið ykkur ef það væri nú samþykkt og sjálfsagt í samfélaginu okkar að foreldrar fengju frí úr vinnu til að vera heima með börnum sínum þar til þeir hefðu kennt þeim að það mætti ekki hunsa og stríða? Og fengju til þess stuðning eftir þörfum. Án stimplunar – þetta væri bara eitthvað sem barnið (og kannski fjölskyldan) þyrfti að læra svolítið betur. Við myndum bjarga sálarheill fjölda barna og líka nokkrum mannslífum. Aftur að náminu. Við erum einstaklingar. Við lærum á ólíkan hátt og höfum ólík hugðarefni. Fyrstu ár grunnskóla þurfa að vera svolítið eins og hlaðborð. Þar sem nemendur bragða á alls konar viðfangsefnum, með alls konar aðferðum, kynnast mörgu. Smám saman skýrast línur og sérhæfing eykst, bæði í viðfangsefnum og námsháttum. Þetta er lýðræði með ábyrgð. Með þessum hætti myndum við glæða áhuga allra á námi, þótt það væri með ólíkum hætti. Grunnskólakerfið okkar er afurð iðnbyltingarinnar. Það er ótækt. Ef börnin okkar væru fullorðin væru þau búin að gera búsáhaldabyltingu. Af hverju breytum við ekki kerfinu? Enginn virðist treysta sér til að svara því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Guði sé lof fyrir kennara. Og guð, gefðu að við breytum grunnskólakerfinu. Og samfélagskerfinu. Steintröllunum sem við höfum setið uppi með um árhundruð. Án kennara veit ég ekki hvernig væri ástatt fyrir börnum eftir hrun. Alltaf þegar á bjátar í samfélaginu þjappa kennarar sér saman og hamast við að halda börnum réttu megin við velferðarstrik og skaðalínur. Alltaf þegar ekki bjátar á gera þeir það líka. Kennarar eru hetjur. Um skólakerfið og samfélagskerfið gegnir öðru máli. Þau skaða nemendur á tvennan hátt. Í fyrra lagi tilfinninga- og félagslega. Í seinna lagi námslega. Kennarar bjarga nemendum án þess að geta nokkurn tímann slefað upp í laun til dæmis bankamanna (sem eru indælis fólk, svo það misskiljist nú ekki). En eins og allir vita er tilgangur banka að græða peninga fyrir ríku eigendurna sína. Þetta er svo beisik að það er óþarfi að nefna það, fyrirgefið mér. Virðist samt stundum þvælast fyrir fólki. Snúum okkur aftur að skólanum. Verður enginn vellríkur á honum, af andlegum auðæfum? Jú, þó nokkrir nemendur græða slatta félagslega. Einhverjir námslega. Margir smávegis. En langflestir gætu grætt margfalt meira. Í ríflega 170 grunnskólum og grunnskóladeildum landsins eru hátt í 44 þúsund nemendur. Bagginn á þeim öllum er kerfið. Við erum með lög og reglugerðir, námskrár, yfirstjórnir, kennaranám, hefðir og pólitíska forsjá sem lýtur föstum og lítt hagganlegum forsendum. Allt þetta kemur í veg fyrir grundvallarkerfisbreytingar. Við höfum innleitt einstaklingsmiðað nám í lög. En kennarar vita að það er brandari. Nám í kerfinu okkar er ekki hægt að einstaklingsmiða nema að mjög litlu leyti. Til þess að bjóða alvöru einstaklingsmiðað nám þarf fleiri kennara og kerfisbreytingu. Það kostar pening. Hann fæst með því að forgangsraða í samfélaginu upp á nýtt og með aðkomu ríkisins að rekstrinum.Myndum bjarga sálarheill Kennarar hafa náð undraverðum árangri í að bæta líðan nemenda. En nemendum líður enn illa. Miklum fjölda barna er hent inn í grunnskóla á sama tíma og eiga bara að pluma sig. Þau eru ekki spurð hvaða væntingar þau hafi til skólans, hvað þau langi til að gera, hvað þeim finnist áhugavert og skemmtilegt, hvað þurfi að gera til að þeim líði vel. Þeim er ekki sagt að allir sem stríði einhverjum fari heim þar til þeir hætti því (sjá tillögu í næstu málsgrein). Við höfum sem sagt búið til skólakerfi og samfélagskerfi þar sem allir eiga að læra það sama, og þar sem skortir samfélagslegt aðhald gegn því að hunsa og stríða. Hugsið ykkur ef það væri nú samþykkt og sjálfsagt í samfélaginu okkar að foreldrar fengju frí úr vinnu til að vera heima með börnum sínum þar til þeir hefðu kennt þeim að það mætti ekki hunsa og stríða? Og fengju til þess stuðning eftir þörfum. Án stimplunar – þetta væri bara eitthvað sem barnið (og kannski fjölskyldan) þyrfti að læra svolítið betur. Við myndum bjarga sálarheill fjölda barna og líka nokkrum mannslífum. Aftur að náminu. Við erum einstaklingar. Við lærum á ólíkan hátt og höfum ólík hugðarefni. Fyrstu ár grunnskóla þurfa að vera svolítið eins og hlaðborð. Þar sem nemendur bragða á alls konar viðfangsefnum, með alls konar aðferðum, kynnast mörgu. Smám saman skýrast línur og sérhæfing eykst, bæði í viðfangsefnum og námsháttum. Þetta er lýðræði með ábyrgð. Með þessum hætti myndum við glæða áhuga allra á námi, þótt það væri með ólíkum hætti. Grunnskólakerfið okkar er afurð iðnbyltingarinnar. Það er ótækt. Ef börnin okkar væru fullorðin væru þau búin að gera búsáhaldabyltingu. Af hverju breytum við ekki kerfinu? Enginn virðist treysta sér til að svara því.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar