Kennarar hetjur en kerfið ótækt Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 25. apríl 2015 06:30 Guði sé lof fyrir kennara. Og guð, gefðu að við breytum grunnskólakerfinu. Og samfélagskerfinu. Steintröllunum sem við höfum setið uppi með um árhundruð. Án kennara veit ég ekki hvernig væri ástatt fyrir börnum eftir hrun. Alltaf þegar á bjátar í samfélaginu þjappa kennarar sér saman og hamast við að halda börnum réttu megin við velferðarstrik og skaðalínur. Alltaf þegar ekki bjátar á gera þeir það líka. Kennarar eru hetjur. Um skólakerfið og samfélagskerfið gegnir öðru máli. Þau skaða nemendur á tvennan hátt. Í fyrra lagi tilfinninga- og félagslega. Í seinna lagi námslega. Kennarar bjarga nemendum án þess að geta nokkurn tímann slefað upp í laun til dæmis bankamanna (sem eru indælis fólk, svo það misskiljist nú ekki). En eins og allir vita er tilgangur banka að græða peninga fyrir ríku eigendurna sína. Þetta er svo beisik að það er óþarfi að nefna það, fyrirgefið mér. Virðist samt stundum þvælast fyrir fólki. Snúum okkur aftur að skólanum. Verður enginn vellríkur á honum, af andlegum auðæfum? Jú, þó nokkrir nemendur græða slatta félagslega. Einhverjir námslega. Margir smávegis. En langflestir gætu grætt margfalt meira. Í ríflega 170 grunnskólum og grunnskóladeildum landsins eru hátt í 44 þúsund nemendur. Bagginn á þeim öllum er kerfið. Við erum með lög og reglugerðir, námskrár, yfirstjórnir, kennaranám, hefðir og pólitíska forsjá sem lýtur föstum og lítt hagganlegum forsendum. Allt þetta kemur í veg fyrir grundvallarkerfisbreytingar. Við höfum innleitt einstaklingsmiðað nám í lög. En kennarar vita að það er brandari. Nám í kerfinu okkar er ekki hægt að einstaklingsmiða nema að mjög litlu leyti. Til þess að bjóða alvöru einstaklingsmiðað nám þarf fleiri kennara og kerfisbreytingu. Það kostar pening. Hann fæst með því að forgangsraða í samfélaginu upp á nýtt og með aðkomu ríkisins að rekstrinum.Myndum bjarga sálarheill Kennarar hafa náð undraverðum árangri í að bæta líðan nemenda. En nemendum líður enn illa. Miklum fjölda barna er hent inn í grunnskóla á sama tíma og eiga bara að pluma sig. Þau eru ekki spurð hvaða væntingar þau hafi til skólans, hvað þau langi til að gera, hvað þeim finnist áhugavert og skemmtilegt, hvað þurfi að gera til að þeim líði vel. Þeim er ekki sagt að allir sem stríði einhverjum fari heim þar til þeir hætti því (sjá tillögu í næstu málsgrein). Við höfum sem sagt búið til skólakerfi og samfélagskerfi þar sem allir eiga að læra það sama, og þar sem skortir samfélagslegt aðhald gegn því að hunsa og stríða. Hugsið ykkur ef það væri nú samþykkt og sjálfsagt í samfélaginu okkar að foreldrar fengju frí úr vinnu til að vera heima með börnum sínum þar til þeir hefðu kennt þeim að það mætti ekki hunsa og stríða? Og fengju til þess stuðning eftir þörfum. Án stimplunar – þetta væri bara eitthvað sem barnið (og kannski fjölskyldan) þyrfti að læra svolítið betur. Við myndum bjarga sálarheill fjölda barna og líka nokkrum mannslífum. Aftur að náminu. Við erum einstaklingar. Við lærum á ólíkan hátt og höfum ólík hugðarefni. Fyrstu ár grunnskóla þurfa að vera svolítið eins og hlaðborð. Þar sem nemendur bragða á alls konar viðfangsefnum, með alls konar aðferðum, kynnast mörgu. Smám saman skýrast línur og sérhæfing eykst, bæði í viðfangsefnum og námsháttum. Þetta er lýðræði með ábyrgð. Með þessum hætti myndum við glæða áhuga allra á námi, þótt það væri með ólíkum hætti. Grunnskólakerfið okkar er afurð iðnbyltingarinnar. Það er ótækt. Ef börnin okkar væru fullorðin væru þau búin að gera búsáhaldabyltingu. Af hverju breytum við ekki kerfinu? Enginn virðist treysta sér til að svara því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guði sé lof fyrir kennara. Og guð, gefðu að við breytum grunnskólakerfinu. Og samfélagskerfinu. Steintröllunum sem við höfum setið uppi með um árhundruð. Án kennara veit ég ekki hvernig væri ástatt fyrir börnum eftir hrun. Alltaf þegar á bjátar í samfélaginu þjappa kennarar sér saman og hamast við að halda börnum réttu megin við velferðarstrik og skaðalínur. Alltaf þegar ekki bjátar á gera þeir það líka. Kennarar eru hetjur. Um skólakerfið og samfélagskerfið gegnir öðru máli. Þau skaða nemendur á tvennan hátt. Í fyrra lagi tilfinninga- og félagslega. Í seinna lagi námslega. Kennarar bjarga nemendum án þess að geta nokkurn tímann slefað upp í laun til dæmis bankamanna (sem eru indælis fólk, svo það misskiljist nú ekki). En eins og allir vita er tilgangur banka að græða peninga fyrir ríku eigendurna sína. Þetta er svo beisik að það er óþarfi að nefna það, fyrirgefið mér. Virðist samt stundum þvælast fyrir fólki. Snúum okkur aftur að skólanum. Verður enginn vellríkur á honum, af andlegum auðæfum? Jú, þó nokkrir nemendur græða slatta félagslega. Einhverjir námslega. Margir smávegis. En langflestir gætu grætt margfalt meira. Í ríflega 170 grunnskólum og grunnskóladeildum landsins eru hátt í 44 þúsund nemendur. Bagginn á þeim öllum er kerfið. Við erum með lög og reglugerðir, námskrár, yfirstjórnir, kennaranám, hefðir og pólitíska forsjá sem lýtur föstum og lítt hagganlegum forsendum. Allt þetta kemur í veg fyrir grundvallarkerfisbreytingar. Við höfum innleitt einstaklingsmiðað nám í lög. En kennarar vita að það er brandari. Nám í kerfinu okkar er ekki hægt að einstaklingsmiða nema að mjög litlu leyti. Til þess að bjóða alvöru einstaklingsmiðað nám þarf fleiri kennara og kerfisbreytingu. Það kostar pening. Hann fæst með því að forgangsraða í samfélaginu upp á nýtt og með aðkomu ríkisins að rekstrinum.Myndum bjarga sálarheill Kennarar hafa náð undraverðum árangri í að bæta líðan nemenda. En nemendum líður enn illa. Miklum fjölda barna er hent inn í grunnskóla á sama tíma og eiga bara að pluma sig. Þau eru ekki spurð hvaða væntingar þau hafi til skólans, hvað þau langi til að gera, hvað þeim finnist áhugavert og skemmtilegt, hvað þurfi að gera til að þeim líði vel. Þeim er ekki sagt að allir sem stríði einhverjum fari heim þar til þeir hætti því (sjá tillögu í næstu málsgrein). Við höfum sem sagt búið til skólakerfi og samfélagskerfi þar sem allir eiga að læra það sama, og þar sem skortir samfélagslegt aðhald gegn því að hunsa og stríða. Hugsið ykkur ef það væri nú samþykkt og sjálfsagt í samfélaginu okkar að foreldrar fengju frí úr vinnu til að vera heima með börnum sínum þar til þeir hefðu kennt þeim að það mætti ekki hunsa og stríða? Og fengju til þess stuðning eftir þörfum. Án stimplunar – þetta væri bara eitthvað sem barnið (og kannski fjölskyldan) þyrfti að læra svolítið betur. Við myndum bjarga sálarheill fjölda barna og líka nokkrum mannslífum. Aftur að náminu. Við erum einstaklingar. Við lærum á ólíkan hátt og höfum ólík hugðarefni. Fyrstu ár grunnskóla þurfa að vera svolítið eins og hlaðborð. Þar sem nemendur bragða á alls konar viðfangsefnum, með alls konar aðferðum, kynnast mörgu. Smám saman skýrast línur og sérhæfing eykst, bæði í viðfangsefnum og námsháttum. Þetta er lýðræði með ábyrgð. Með þessum hætti myndum við glæða áhuga allra á námi, þótt það væri með ólíkum hætti. Grunnskólakerfið okkar er afurð iðnbyltingarinnar. Það er ótækt. Ef börnin okkar væru fullorðin væru þau búin að gera búsáhaldabyltingu. Af hverju breytum við ekki kerfinu? Enginn virðist treysta sér til að svara því.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar