Ísland og hörmungar heimsins Hildur Sverrrisdóttir skrifar 25. apríl 2015 06:15 Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun