Ísland og hörmungar heimsins Hildur Sverrrisdóttir skrifar 25. apríl 2015 06:15 Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í vikunni varð mér hugsað til senu úr sjónvarpsþáttunum West Wing þar sem forsetinn og starfslið hans stóðu frammi fyrir því að fundist höfðu í gámi flóttamenn frá Kína. Flóttamennirnir sögðust þurfa pólitískt hæli þar sem þeir væru kristnir og væru því ofsóttir í heimalandinu. Í umræðum forsetans og aðstoðarmanna hans voru uppi vangaveltur um hvort flóttafólkið segði satt. Þau urðu sammála um að þar sem það hefði kosið að kúldrast í þröngum gámi í margar vikur til að sækja sér frelsi, lægi beinast við að trúa því frekar en að halda að það hefði gert það að gamni sínu. Það er rétt. Maður getur enda rétt ímyndað sér þær aðstæður í raunheimum á okkar dögum sem hrekja fólk undir þil manndrápsdalla til að flýja yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, oft með skelfilegum afleiðingum. Það gerir enginn að gamni sínu. Eins og endranær fylgist Ísland með úr fjarska. Lega landsins heldur okkur oftar en ekki í fjarlægð frá eymd heimsins og veldur því kannski að við sýnum henni ekki næga athygli. Stundum hefur lega landsins beinlínis verið hjálpleg; Ísland var til að mynda eitt fárra ríkja sem segja má að hafi grætt á seinni heimsstyrjöldinni. Stríðsárin voru uppgangstími. Það er ekki hægt að áfellast Ísland fyrir það, ekki bar það ábyrgð á þessu stríði og að hafa grætt á hentugri legu landsins. Við gátum svo sem ekki blandað okkur í þetta stríð; of langt í burtu, of fá, of fátæk, of vanmáttug. Stundum hvarflar samt að manni að þessi reynsla okkar hafi haft þau áhrif á þjóðarsálina að finnast hörmungar umheimsins í raun ekki koma okkur við. Er í boði að við fylgjumst enn einungis með úr fjarska? Að hörmungar Miðjarðarhafsins komi okkur jafn lítið við og hörmungar seinni heimsstyrjaldar? Miðjarðarhafið er svo sem langt í burtu. En er það enn svo að séum of fá? Of fátæk? Of vanmáttug? Nei. Það erum við ekki. Það væri bragur að því að við hættum að láta sem svo sé.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun