Starfsfólk og innleiðing á samfélagsábyrgð fyrirtækja Lára Jóhannsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:00 Það er ekki sjálfgefið að vel takist til við innleiðingu breytinga hjá fyrirtækjum. Mótþrói starfsfólks getur gert það að verkum að áætlanir renna út í sandinn, enda er ekki víst að hagsmunir og þarfir starfsfólks fari saman við fyrirætlanir stjórnenda. Aðferðir breytingastjórnunar geta stuðlað að farsælli innleiðingu breytinga, en starfsfólk þarf að skynja þörf fyrir breytingarnar. Framtíðarsýn þarf að vera skýr og stjórnendur bera ábyrgð á því að miðla sýninni. Þjálfa þarf starfsfólk, veita því umboð til athafna, skilgreina áfanga verksins, fagna áfangasigrum, mæla árangur og rétta af kúrsinn ef árangur samræmist ekki áætlunum. Andstætt mótþróa gagnvart breytingum er móttækileiki starfsfólks fyrir breytingum. Vísbendingar eru um að fyrirtæki sem eru sönn í áherslum sínum á samfélagsábyrgð eigi auðveldara með að fá fólk með sér í breytingar en þau sem ekki sinna slíkum áherslum eða gera það með hangandi hendi. Samfélagsábyrgð felur það í sér að áhersla er á hag samfélags og umhverfis, en ekki eingöngu á hag hluthafa. Áherslur á hag breiðs hóps hagsmunaaðila ættu til lengri tíma litið að koma fyrirtækjum til góða. Ef fyrirtæki eiga að þróast í takt við kröfur samfélagsins þurfa þau á hæfu starfsfólki að halda og viðskiptavinum sem vilja kaupa af þeim vörur eða þjónustu. Þá þurfa aðrir þeir sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum einnig að vera sáttir. Áherslur á samfélagsábyrgð fyrirtækja geta stuðlað að starfsánægju. Starfsfólk skynjar að það vinnur hjá fyrirtæki sem hefur æðri tilgang en þann að græða meira í dag en í gær. Það fyllist stolti sem endurspeglast í störfum þess. Starfsfólkið er tilbúið að leggja aukalega á sig svo að áætlanir nái fram að ganga þar sem störf þess skipta máli fyrir samfélag og umhverfi. Eigi starfsfólk að styðja breytingar og taka þátt í innleiðingunni, skiptir máli hvers eðlis breytingarnar eru og hver nýtur ávinningsins. Samhliða ávinningi fyrirtækisins ættu hagsmunaðilar að hagnast. Starfsfólki gætu verið búnar betri vinnuaðstæður, verkefni gerð innihaldsríkari eða kjör bætt. Minnka mætti álag á umhverfi, eða leita lausna á samfélagslegum vandamálum. Fyrirtæki geta bætt hag sinn á sama hátt og þau bæta hag annarra, því velgengni fyrirtækja helst í hendur við velgengni samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að vel takist til við innleiðingu breytinga hjá fyrirtækjum. Mótþrói starfsfólks getur gert það að verkum að áætlanir renna út í sandinn, enda er ekki víst að hagsmunir og þarfir starfsfólks fari saman við fyrirætlanir stjórnenda. Aðferðir breytingastjórnunar geta stuðlað að farsælli innleiðingu breytinga, en starfsfólk þarf að skynja þörf fyrir breytingarnar. Framtíðarsýn þarf að vera skýr og stjórnendur bera ábyrgð á því að miðla sýninni. Þjálfa þarf starfsfólk, veita því umboð til athafna, skilgreina áfanga verksins, fagna áfangasigrum, mæla árangur og rétta af kúrsinn ef árangur samræmist ekki áætlunum. Andstætt mótþróa gagnvart breytingum er móttækileiki starfsfólks fyrir breytingum. Vísbendingar eru um að fyrirtæki sem eru sönn í áherslum sínum á samfélagsábyrgð eigi auðveldara með að fá fólk með sér í breytingar en þau sem ekki sinna slíkum áherslum eða gera það með hangandi hendi. Samfélagsábyrgð felur það í sér að áhersla er á hag samfélags og umhverfis, en ekki eingöngu á hag hluthafa. Áherslur á hag breiðs hóps hagsmunaaðila ættu til lengri tíma litið að koma fyrirtækjum til góða. Ef fyrirtæki eiga að þróast í takt við kröfur samfélagsins þurfa þau á hæfu starfsfólki að halda og viðskiptavinum sem vilja kaupa af þeim vörur eða þjónustu. Þá þurfa aðrir þeir sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum einnig að vera sáttir. Áherslur á samfélagsábyrgð fyrirtækja geta stuðlað að starfsánægju. Starfsfólk skynjar að það vinnur hjá fyrirtæki sem hefur æðri tilgang en þann að græða meira í dag en í gær. Það fyllist stolti sem endurspeglast í störfum þess. Starfsfólkið er tilbúið að leggja aukalega á sig svo að áætlanir nái fram að ganga þar sem störf þess skipta máli fyrir samfélag og umhverfi. Eigi starfsfólk að styðja breytingar og taka þátt í innleiðingunni, skiptir máli hvers eðlis breytingarnar eru og hver nýtur ávinningsins. Samhliða ávinningi fyrirtækisins ættu hagsmunaðilar að hagnast. Starfsfólki gætu verið búnar betri vinnuaðstæður, verkefni gerð innihaldsríkari eða kjör bætt. Minnka mætti álag á umhverfi, eða leita lausna á samfélagslegum vandamálum. Fyrirtæki geta bætt hag sinn á sama hátt og þau bæta hag annarra, því velgengni fyrirtækja helst í hendur við velgengni samfélagsins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar