Heiðar söðlaði um eftir sautján ár í útvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2015 08:00 Heiðar Austmann Heiðar Austmann tók nýlega við sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli sem rekur meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hann var áður útvarpsmaður hjá FM957 í sautján ár. Fyrirtækið er fimmtán ára gamalt en við upphaf rekstursins bauð það Íslendingum upp á Paint Ball. Í dag starfrækir það meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi og er jafnframt viðburðafyrirtæki með viðburði nánast daglega, fyrir starfsmannafélög, grunnskóla, félagsmiðstöðvar, menntaskóla og fleiri aðila. Heiðar hefur að mestu yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins, en ásamt honum vinna tveir aðrir hjá því. Heiðar segir þetta vera töluverða breytingu frá því að hann vann í útvarpinu með tugum annarra starfsmanna í opnu rými. „Það er töluverð breyting og maður þurfti að taka því,“ segir Heiðar. Hann sé mikil félagsvera og hafi mikla þörf fyrir að vera í spjalli við fólk. „Núna er maður allt í einu kominn í rólegra umhverfi og þar af leiðandi meira sem kemst í gagnið. Minna um truflanir,“ segir hann. Heiðar var 21 árs gamall þegar hann byrjaði að vinna á FM957 í febrúar 1998. „Þetta er í raun alveg ótrúlega mikil breyting. Því ég þekkti lítið annað en fjölmiðlaheiminn, hvernig hann virkaði. Bæði markaðsfræði sem tengist fjölmiðlum, umgjörð og allt sem er í kringum það. Ég er kominn í allt annað umhverfi en samt er það einhvern veginn eins í grunninn. Þegar maður er í fjölmiðlum snýst þetta mikið um mannleg samskipti og sölumennsku. Sem útvarpsmaður ertu alltaf að selja sjálfan þig,“ segir Heiðar. Þetta starf sé eins að því leytinu til að það snúist um mannleg samskipti og upplifun viðskiptavinarins. „Þannig að í grunninn er þetta mannleg samskipti ásamt sölukunnáttu og markaðskunnáttu,“ segir hann. Heiðar hefur í nógu að snúast utan vinnunnar. Hann er í sambúð og á tvær dætur, en sú yngri er eins árs og lætur nokkuð fyrir sér fara. „Það sem við erum að gera núna er að við erum að undirbúa næstu skref fyrir hana. Hún er að fara til dagmömmu og svo á leikskóla og svo erum við fjölskyldan að plana sumarfrí,“ segir hann. Heiðar segist hafa gaman af fótbolta og golfi, en með nýja vinnu og þetta stóra fjölskyldu sé minni tími fyrir áhugamálin en áður. Sambýliskona Heiðars heitir Stefanie Esther Egilsdóttir og þau eiga dæturnar Evu Björk Austmann, fimm ára, og Emilíu Þórunni Austmann, eins árs. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Heiðar Austmann tók nýlega við sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli sem rekur meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hann var áður útvarpsmaður hjá FM957 í sautján ár. Fyrirtækið er fimmtán ára gamalt en við upphaf rekstursins bauð það Íslendingum upp á Paint Ball. Í dag starfrækir það meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi og er jafnframt viðburðafyrirtæki með viðburði nánast daglega, fyrir starfsmannafélög, grunnskóla, félagsmiðstöðvar, menntaskóla og fleiri aðila. Heiðar hefur að mestu yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins, en ásamt honum vinna tveir aðrir hjá því. Heiðar segir þetta vera töluverða breytingu frá því að hann vann í útvarpinu með tugum annarra starfsmanna í opnu rými. „Það er töluverð breyting og maður þurfti að taka því,“ segir Heiðar. Hann sé mikil félagsvera og hafi mikla þörf fyrir að vera í spjalli við fólk. „Núna er maður allt í einu kominn í rólegra umhverfi og þar af leiðandi meira sem kemst í gagnið. Minna um truflanir,“ segir hann. Heiðar var 21 árs gamall þegar hann byrjaði að vinna á FM957 í febrúar 1998. „Þetta er í raun alveg ótrúlega mikil breyting. Því ég þekkti lítið annað en fjölmiðlaheiminn, hvernig hann virkaði. Bæði markaðsfræði sem tengist fjölmiðlum, umgjörð og allt sem er í kringum það. Ég er kominn í allt annað umhverfi en samt er það einhvern veginn eins í grunninn. Þegar maður er í fjölmiðlum snýst þetta mikið um mannleg samskipti og sölumennsku. Sem útvarpsmaður ertu alltaf að selja sjálfan þig,“ segir Heiðar. Þetta starf sé eins að því leytinu til að það snúist um mannleg samskipti og upplifun viðskiptavinarins. „Þannig að í grunninn er þetta mannleg samskipti ásamt sölukunnáttu og markaðskunnáttu,“ segir hann. Heiðar hefur í nógu að snúast utan vinnunnar. Hann er í sambúð og á tvær dætur, en sú yngri er eins árs og lætur nokkuð fyrir sér fara. „Það sem við erum að gera núna er að við erum að undirbúa næstu skref fyrir hana. Hún er að fara til dagmömmu og svo á leikskóla og svo erum við fjölskyldan að plana sumarfrí,“ segir hann. Heiðar segist hafa gaman af fótbolta og golfi, en með nýja vinnu og þetta stóra fjölskyldu sé minni tími fyrir áhugamálin en áður. Sambýliskona Heiðars heitir Stefanie Esther Egilsdóttir og þau eiga dæturnar Evu Björk Austmann, fimm ára, og Emilíu Þórunni Austmann, eins árs.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira