Innlent

Tveir svartir svanir við Vík í Mýrdal

Sveinn Arnarsson skrifar
Svanaparið sem nú heldur sig í nágrenni Víkur í Mýrdal.
Svanaparið sem nú heldur sig í nágrenni Víkur í Mýrdal. Fréttablaðið/Friðrik þór
Þessir gullfallegu en jafnframt framandi svörtu svanir spígsporuðu við Vík í Mýrdal í gær þegar ljósmyndara bar að garði.

Svartir svanir, sem upphaflega komu frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, hafa verið árlegir gestir hingað til lands síðustu árin en það er sjaldgæfara að þeir flækist hingað í pörum.

Í lok mars sást til tveggja svartra svana við Dyrhólaey. Ekki er vitað hvort þetta eru sömu svanirnir þó það sé líklegra en hitt. Gaman væri ef parið yrpi hér á landi í sumar.


Tengdar fréttir

Svartur svanur í Vopnafirði

"Ég hef aldrei séð svona fugl áður,“ segir Bjarki Björgólfsson, áhugaljósmyndari á Vopnafirði. Bjarki var á ferð við tjörnina sunnan við Hofsárbrú í Vopnafirði um helgina og náði þá mynd af svartsvani, sem er sjaldgæfur hér á landi enda ættaður frá Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×