Komdu og sjáðu Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2015 07:00 Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun