Auðlindin miðhálendið 18. apríl 2015 12:00 Nýverið fór fram málþing um auðlindir Íslands. Þar var kallað eftir því að lagt yrði efnahagslegt mat á verðmætin sem felast í lítt snortinni, óbyggðri íslenskri náttúru. Margir landsmenn eru þó þeirrar skoðunar að hvorki sé hægt né eigi að verðleggja þau óefnislegu verðmæti sem náttúran býður upp á. Nógu verðmætt sé einfaldlega að vita að lítt snortin íslensk náttúra er til, sem og sá möguleiki að upplifa hana. Aðrir telja hins vegar að eina matið sem dugi sé mælt í krónum. Þeir sem eru á þeirri skoðun horfa gjarnan til þess hvað hægt sé að selja háu verði orku framleidda úr til dæmis vatnsafli eða jarðhita, eða hversu mikill hagnaður gæti skapast við að leggja háspennulínur yfir ákveðin landsvæði eða leggja þar uppbyggða vegi. Fylgjendur þeirra sjónarmiða þurfa að doka við og hugsa út fyrir boxið. Nú er staðan orðin sú að atvinnugreinin sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi er ferðaþjónustan. Á árinu 2014 skilaði hún 303 milljörðum króna til þjóðarbúsins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Stóriðjan skilaði á sama tíma 215 milljörðum. Ef menn vilja leggja mat á efnislegt virði náttúrunnar er hægt að horfa til þessara talna. Af hverju? Jú, vegna þess að kannanir sýna ítrekað fram á að 80% ferðamanna koma til að upplifa óspillta íslenska náttúru. Miðhálendi Íslands skipar stóran sess í þessu samhengi. Stundum heyrist sagt: „Þetta er bara eyðimörk, hvað eigum við að vernda þarna?“ Ég vil hvetja þá sem eru á þessari skoðun til að heimsækja Þjórsárver, Guðlaugstungur, Eyjabakka eða Sönghofsdal, svo nokkrar gróðurvinjar á miðhálendinu séu nefndar. Hitt er rétt að stór svæði á miðhálendinu eru svartir sandar og hraunbreiður. En þau svæði eru ekki síður dýrmæt. Af þeim 80% ferðamanna sem koma til Íslands náttúrunnar vegna, koma 50% þeirra til að upplifa öræfastemmningu. Sumum finnst sú stemmning ef til vill ekki eftirsóknarverð, en ættu þá að hugsa til þess að stór hluti ferðamanna heimsækir landið einmitt til að komast í þessar aðstæður. Þjóðgarður Sú nýting má þó ekki vera á kostnað náttúrunnar, því ef þessari auðlind er spillt þá minnka möguleikar okkar til að nýta hana til verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið. Þar er ábyrgð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda mikil. Nýverið voru kynntar niðurstöður Gallup-könnunar þar sem kom fram að yfir 60% landsmanna styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sá stuðningur er þvert á stjórnamálaflokka. Verndun miðhálendisins er því mál sem nýtur mikils stuðnings landsmanna og allir flokkar ættu að geta sameinast um í ljósi þess samfélagslega ábata sem af verndun hlýst. Ekki bara fyrir Íslendinga nútíðar og framtíðar, sem njóta og munu vilja njóta þess að upplifa svæðið í sinni lítt snortnu mynd, heldur líka vegna þeirra tekna sem streyma í þjóðarbúið einmitt vegna þess að miðhálendið er ónumið. Miðhálendi Íslands er einstakt á heimsvísu að því leyti að þar er hægt að upplifa öræfastemmningu sem hvergi finnst annars staðar. Að ferðast um svarta sanda með eldfjöll og jökla til beggja hliða er mögnuð upplifun. Stundum stendur maður of nærri fjársjóðnum til að taka eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram málþing um auðlindir Íslands. Þar var kallað eftir því að lagt yrði efnahagslegt mat á verðmætin sem felast í lítt snortinni, óbyggðri íslenskri náttúru. Margir landsmenn eru þó þeirrar skoðunar að hvorki sé hægt né eigi að verðleggja þau óefnislegu verðmæti sem náttúran býður upp á. Nógu verðmætt sé einfaldlega að vita að lítt snortin íslensk náttúra er til, sem og sá möguleiki að upplifa hana. Aðrir telja hins vegar að eina matið sem dugi sé mælt í krónum. Þeir sem eru á þeirri skoðun horfa gjarnan til þess hvað hægt sé að selja háu verði orku framleidda úr til dæmis vatnsafli eða jarðhita, eða hversu mikill hagnaður gæti skapast við að leggja háspennulínur yfir ákveðin landsvæði eða leggja þar uppbyggða vegi. Fylgjendur þeirra sjónarmiða þurfa að doka við og hugsa út fyrir boxið. Nú er staðan orðin sú að atvinnugreinin sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi er ferðaþjónustan. Á árinu 2014 skilaði hún 303 milljörðum króna til þjóðarbúsins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Stóriðjan skilaði á sama tíma 215 milljörðum. Ef menn vilja leggja mat á efnislegt virði náttúrunnar er hægt að horfa til þessara talna. Af hverju? Jú, vegna þess að kannanir sýna ítrekað fram á að 80% ferðamanna koma til að upplifa óspillta íslenska náttúru. Miðhálendi Íslands skipar stóran sess í þessu samhengi. Stundum heyrist sagt: „Þetta er bara eyðimörk, hvað eigum við að vernda þarna?“ Ég vil hvetja þá sem eru á þessari skoðun til að heimsækja Þjórsárver, Guðlaugstungur, Eyjabakka eða Sönghofsdal, svo nokkrar gróðurvinjar á miðhálendinu séu nefndar. Hitt er rétt að stór svæði á miðhálendinu eru svartir sandar og hraunbreiður. En þau svæði eru ekki síður dýrmæt. Af þeim 80% ferðamanna sem koma til Íslands náttúrunnar vegna, koma 50% þeirra til að upplifa öræfastemmningu. Sumum finnst sú stemmning ef til vill ekki eftirsóknarverð, en ættu þá að hugsa til þess að stór hluti ferðamanna heimsækir landið einmitt til að komast í þessar aðstæður. Þjóðgarður Sú nýting má þó ekki vera á kostnað náttúrunnar, því ef þessari auðlind er spillt þá minnka möguleikar okkar til að nýta hana til verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið. Þar er ábyrgð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda mikil. Nýverið voru kynntar niðurstöður Gallup-könnunar þar sem kom fram að yfir 60% landsmanna styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sá stuðningur er þvert á stjórnamálaflokka. Verndun miðhálendisins er því mál sem nýtur mikils stuðnings landsmanna og allir flokkar ættu að geta sameinast um í ljósi þess samfélagslega ábata sem af verndun hlýst. Ekki bara fyrir Íslendinga nútíðar og framtíðar, sem njóta og munu vilja njóta þess að upplifa svæðið í sinni lítt snortnu mynd, heldur líka vegna þeirra tekna sem streyma í þjóðarbúið einmitt vegna þess að miðhálendið er ónumið. Miðhálendi Íslands er einstakt á heimsvísu að því leyti að þar er hægt að upplifa öræfastemmningu sem hvergi finnst annars staðar. Að ferðast um svarta sanda með eldfjöll og jökla til beggja hliða er mögnuð upplifun. Stundum stendur maður of nærri fjársjóðnum til að taka eftir honum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun