Sæti ekki í stjórn án laga um kynjakvóta Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. apríl 2015 08:00 Þóra þurfti að hugsa sig um þegar henni bauðst sæti í stjórn Arion banka. "Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég gerði.“ Mynd/Arion Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur situr í stjórn Arion banka eftir að sett voru lög um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja. Áður var hún varamaður í stjórn. Hún segist hafa þá tilfinningu að hún myndi ekki sitja í stjórninni ef ekki væri fyrir lögin. „Ég er ansi hrædd um að lögin hafi verið nauðsynleg. Ég get fullyrt að ég sæti ekki í stjórn Arion banka ef ekki væri fyrir tilstilli þeirra. Það var að minnsta kosti mín tilfinning. Fyrst þegar ég fékk boð um stjórnarsetu, þá hugsaði ég með mér af hverju mér væri boðin stjórnarseta. Hvort það væri bara fyrir tilstilli laganna. Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég og gerði.“ Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri er nú um það bil 45,5 prósent en var 31 prósent í fyrra samkvæmt nýlegri athugun Viðskiptablaðsins.Ua því að hversu erfitt það er að finna fólk með þekkingu og reynslu í stjórnir fyrirtækja.vísir/ernirUnnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir framkvæmd laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafa gengið vel. „Það hefur verið góður vilji hjá fyrirtækjum landsins. Það getur tekið tíma hjá fyrirtækjum að ná þessu takmarki.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrum konum hafi borist bréf þar sem þær eru spurðar hvort þær hafi tíma til að sinna stjórnarsetu í fyrirtækjum. Í þessum tilfellum hafa konurnar í krafti reynslu og sérþekkingar tekið að sér að sitja í stjórnum nokkurra fyrirtækja samtímis. Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk að meta hæfi einstaklinga til að sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila. Einn af þeim þáttum sem geta komið til álita, ef viðkomandi er í mjög mörgum stjórnum, er hvort hann hafi hreinlega tíma til að sinna því starfi. Stjórnarmenn sem sitja í mörgum stjórnum eru í einhverjum tilvikum beðnir skriflega um sjónarmið varðandi það hvort þeir telji sig hafa tíma til að sinna stjórnunarstörfum. Unnur segir kynið ekki skipta máli þegar kemur að stjórnarsetu í fleiri en einu fyrirtæki. Smæð samfélagsins sé ástæða þess að fólk með þekkingu og reynslu situr í nokkrum stjórnum fyrirtækja. „Samfélag okkar er svo smátt. Það getur jafnvel verið vandasamt í stærri samfélögum en okkar.“ Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur situr í stjórn Arion banka eftir að sett voru lög um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja. Áður var hún varamaður í stjórn. Hún segist hafa þá tilfinningu að hún myndi ekki sitja í stjórninni ef ekki væri fyrir lögin. „Ég er ansi hrædd um að lögin hafi verið nauðsynleg. Ég get fullyrt að ég sæti ekki í stjórn Arion banka ef ekki væri fyrir tilstilli þeirra. Það var að minnsta kosti mín tilfinning. Fyrst þegar ég fékk boð um stjórnarsetu, þá hugsaði ég með mér af hverju mér væri boðin stjórnarseta. Hvort það væri bara fyrir tilstilli laganna. Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég og gerði.“ Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri er nú um það bil 45,5 prósent en var 31 prósent í fyrra samkvæmt nýlegri athugun Viðskiptablaðsins.Ua því að hversu erfitt það er að finna fólk með þekkingu og reynslu í stjórnir fyrirtækja.vísir/ernirUnnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir framkvæmd laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafa gengið vel. „Það hefur verið góður vilji hjá fyrirtækjum landsins. Það getur tekið tíma hjá fyrirtækjum að ná þessu takmarki.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrum konum hafi borist bréf þar sem þær eru spurðar hvort þær hafi tíma til að sinna stjórnarsetu í fyrirtækjum. Í þessum tilfellum hafa konurnar í krafti reynslu og sérþekkingar tekið að sér að sitja í stjórnum nokkurra fyrirtækja samtímis. Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk að meta hæfi einstaklinga til að sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila. Einn af þeim þáttum sem geta komið til álita, ef viðkomandi er í mjög mörgum stjórnum, er hvort hann hafi hreinlega tíma til að sinna því starfi. Stjórnarmenn sem sitja í mörgum stjórnum eru í einhverjum tilvikum beðnir skriflega um sjónarmið varðandi það hvort þeir telji sig hafa tíma til að sinna stjórnunarstörfum. Unnur segir kynið ekki skipta máli þegar kemur að stjórnarsetu í fleiri en einu fyrirtæki. Smæð samfélagsins sé ástæða þess að fólk með þekkingu og reynslu situr í nokkrum stjórnum fyrirtækja. „Samfélag okkar er svo smátt. Það getur jafnvel verið vandasamt í stærri samfélögum en okkar.“
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira