Sæti ekki í stjórn án laga um kynjakvóta Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. apríl 2015 08:00 Þóra þurfti að hugsa sig um þegar henni bauðst sæti í stjórn Arion banka. "Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég gerði.“ Mynd/Arion Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur situr í stjórn Arion banka eftir að sett voru lög um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja. Áður var hún varamaður í stjórn. Hún segist hafa þá tilfinningu að hún myndi ekki sitja í stjórninni ef ekki væri fyrir lögin. „Ég er ansi hrædd um að lögin hafi verið nauðsynleg. Ég get fullyrt að ég sæti ekki í stjórn Arion banka ef ekki væri fyrir tilstilli þeirra. Það var að minnsta kosti mín tilfinning. Fyrst þegar ég fékk boð um stjórnarsetu, þá hugsaði ég með mér af hverju mér væri boðin stjórnarseta. Hvort það væri bara fyrir tilstilli laganna. Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég og gerði.“ Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri er nú um það bil 45,5 prósent en var 31 prósent í fyrra samkvæmt nýlegri athugun Viðskiptablaðsins.Ua því að hversu erfitt það er að finna fólk með þekkingu og reynslu í stjórnir fyrirtækja.vísir/ernirUnnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir framkvæmd laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafa gengið vel. „Það hefur verið góður vilji hjá fyrirtækjum landsins. Það getur tekið tíma hjá fyrirtækjum að ná þessu takmarki.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrum konum hafi borist bréf þar sem þær eru spurðar hvort þær hafi tíma til að sinna stjórnarsetu í fyrirtækjum. Í þessum tilfellum hafa konurnar í krafti reynslu og sérþekkingar tekið að sér að sitja í stjórnum nokkurra fyrirtækja samtímis. Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk að meta hæfi einstaklinga til að sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila. Einn af þeim þáttum sem geta komið til álita, ef viðkomandi er í mjög mörgum stjórnum, er hvort hann hafi hreinlega tíma til að sinna því starfi. Stjórnarmenn sem sitja í mörgum stjórnum eru í einhverjum tilvikum beðnir skriflega um sjónarmið varðandi það hvort þeir telji sig hafa tíma til að sinna stjórnunarstörfum. Unnur segir kynið ekki skipta máli þegar kemur að stjórnarsetu í fleiri en einu fyrirtæki. Smæð samfélagsins sé ástæða þess að fólk með þekkingu og reynslu situr í nokkrum stjórnum fyrirtækja. „Samfélag okkar er svo smátt. Það getur jafnvel verið vandasamt í stærri samfélögum en okkar.“ Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur situr í stjórn Arion banka eftir að sett voru lög um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja. Áður var hún varamaður í stjórn. Hún segist hafa þá tilfinningu að hún myndi ekki sitja í stjórninni ef ekki væri fyrir lögin. „Ég er ansi hrædd um að lögin hafi verið nauðsynleg. Ég get fullyrt að ég sæti ekki í stjórn Arion banka ef ekki væri fyrir tilstilli þeirra. Það var að minnsta kosti mín tilfinning. Fyrst þegar ég fékk boð um stjórnarsetu, þá hugsaði ég með mér af hverju mér væri boðin stjórnarseta. Hvort það væri bara fyrir tilstilli laganna. Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég og gerði.“ Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri er nú um það bil 45,5 prósent en var 31 prósent í fyrra samkvæmt nýlegri athugun Viðskiptablaðsins.Ua því að hversu erfitt það er að finna fólk með þekkingu og reynslu í stjórnir fyrirtækja.vísir/ernirUnnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir framkvæmd laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafa gengið vel. „Það hefur verið góður vilji hjá fyrirtækjum landsins. Það getur tekið tíma hjá fyrirtækjum að ná þessu takmarki.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrum konum hafi borist bréf þar sem þær eru spurðar hvort þær hafi tíma til að sinna stjórnarsetu í fyrirtækjum. Í þessum tilfellum hafa konurnar í krafti reynslu og sérþekkingar tekið að sér að sitja í stjórnum nokkurra fyrirtækja samtímis. Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk að meta hæfi einstaklinga til að sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila. Einn af þeim þáttum sem geta komið til álita, ef viðkomandi er í mjög mörgum stjórnum, er hvort hann hafi hreinlega tíma til að sinna því starfi. Stjórnarmenn sem sitja í mörgum stjórnum eru í einhverjum tilvikum beðnir skriflega um sjónarmið varðandi það hvort þeir telji sig hafa tíma til að sinna stjórnunarstörfum. Unnur segir kynið ekki skipta máli þegar kemur að stjórnarsetu í fleiri en einu fyrirtæki. Smæð samfélagsins sé ástæða þess að fólk með þekkingu og reynslu situr í nokkrum stjórnum fyrirtækja. „Samfélag okkar er svo smátt. Það getur jafnvel verið vandasamt í stærri samfélögum en okkar.“
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent