Hvers vegna nær Samfylkingin ekki flugi? Björgvin Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun