Körfubolti

Fer Benedikt frá Þór til Þórs?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benedikt hefur úr ýmsu að moða.
Benedikt hefur úr ýmsu að moða. fréttablaðið/vilhelm

Eftirsóttasti körfuboltaþjálfari landsins í dag er Benedikt Guðmundsson. Hann lét á dögunum af starfi þjálfara Þórs í Þorlákshöfn eftir fimm ára starf. Þar tók hann liðið upp úr 1. deild og kom því alla leið í rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn árið 2012 þar sem Þór tapaði fyrir Grindavík.

„Ég er bara að fara yfir mín mál í rólegheitunum þessa dagana en ég hef heyrt í ýmsum félögum en vil ekki greina frá því hvaða félög um ræðir,“ sagði Benedikt yfirvegaður en hann vildi sem minnst gefa upp um framtíðina.

„Ég er opinn fyrir hverju sem er. Karlaliðið, kvennaliðið og úti á landi. Ég útiloka ekki neitt. Ég geri fastlega ráð fyrir því að ákveða mig í næstu viku samt.“

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá ræddi Benedikt við forráðamenn Þórs á Akureyri á dögunum en þeir hafa mikinn áhuga á þjálfaranum sem hefur meðal annars unnið titla með KR og búið til marga sterka leikmenn í gegnum tíðina.

Keflavík er einnig þjálfaralaust meðal annars og heimildir íþróttadeildar herma að Benedikt hafi fundað með þeim í vikunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.